Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Síða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Síða 26
Grænlandi að velli. I meira en 500 ár, eða 16-18 ættliði, hélzt þó hin íslenzkumælandi byggð við í Grænlandi eða mun lengur en liðið er síðan sú byggð er talin hafa lagzt niður. Islendingar höfðu alltaf samskipti við þessa nýlendu sína, og eru um það margar skráðar heimildir, þang- að til þeim var það ómögulegt af efnahagsástæð- um, og konungur stóð ekki við gefin loforð um siglingar þangað, sem munu alveg hafa lagzt niður um árið 1500. Þegar John Davis lenti á Grænlandi 85 ár- um seinna fann hann skrúðgræn tún, en lands- menn voru þá orðnir blandaðir skrælingjum og farnir að semja sig að þeirra siðum, en það vakti athygli Davis og hans manna, að þeir reistu krossa á gröfum hinna dauðu, og af ýmsu öðru í fari þeirra mátti sjá leifar af kristinni menningu. Ýmsar líkur benda því til, að Eski- móar þeir, sem nú búa í Grænlandi og víðar í Norður-Ameríku, séu blandaðir afkomendum Islendinganna í Grænlandi. Næstu hundrað ár- in vöndu Englendingar og Hollendingar komur sínar til Grænlands, en engar sögur fara af að þeir hafi reynt að bjarga við hinni fornu menningu landsmanna. Friðrik II. og Kristján IV. gerðu og leiðangra til Grænlands með litl- um árangri. Árið 1704 samþykkti konungur ráðagerðir Arngríms Vídalíns um ný menningar- og verzl- unartengsl við Grænland og önnur lönd íslend- inga í Vesturheimi. En 1721 er það, sem Norð- maðurinn Hans Povelsen Egede fær taldið landa sína á að stofna Grænlands-verzlunarfélag og sjálfur flytur hann þangað búferlum, með konu sína og fjölskyldu, börn hans læra grænlenzku, hann telur sig finna í máli þeirra ýmis orð af norrænum uppruna, honum tekst að koma á fót kristnum söfnuði, og upp frá þessu hefur sam- bandið milli Grænlands og Norðurlandanna aldrei verið rofið. Það, sem Hans Egede gerði, framkvæmdi hann í nafni Danakonungs, er um leið var konungur Noregs og Islands. Danir hafa löngum viljað byggja rétt sinn til Grænlands á þessu svokallaða „landnámi" Hans Egede. Þegar Norðmenn gerðu tilkall til Austur- Grænlands urðu þó Danir fegnir að hverfa frá því, sem þeir höfðu áður haldið fram um þetta efni, og kusu heldur að byggja málsókn sína á hinum sögulega rétti, er grundvallaðist á fundi og landnámi íslendinga í Grænlandi til forna. Það réði úrslitum þeim í hag. Fasti alþjóðadómstóllinn úrskurðaði, -sam- kvæmt réttarkröfu og málsútlistun Danmerkur, að enginn nýr yfirráðaréttur hefði orðið til yfir Grænlandi 1721 eða síðar, og að hinn forni yfirráðaréttur, er enn væri í gildi, útilokaði ^ð nýr yfirráðaréttur hefði getað myndazt. íslenzka þjóðin hefur alla tíð verið sér þess vel meðvitandi að henni bar eignaréttur á Græn- landi. Fyrr á öldum var mjög mikill Grænlands- áhugi ríkjandi hér á landi, og mikið ritað um Grænland af þeim menntamönnum, sem þá bar hæst með þjóðinni, svo sem Sigurði Stefánssyni Skálholtsrektor, Arngrími lærða, Guðbrandi Hólabiskupi,, Birni á Skarðsá, Guðínundi And- réssyni, meistara Þórði Skálholtsbiskupi, Hall- dóri lögréttumanni Þorbergssyni, Jóni lærða, Árna Magnússyni sjóliðsforingja, Árna Magn- ússyni prófessor, Þormóði Torfasyni, Arngrímí Þorkelssyni Vídalín, Jóni Ólafssyni Grunnvík- ing, Olaviusi, Páli Bjarnasyni Vídalín, séra Jóni Bjarnasyni í Skarðsþingum, Jóni Eiríkssyni stjórnardeildarforseta, og þá ekki sízt hinum heimsfræga landa okkar Finni Magnússyni með útgáfu sinni „Grönlands Historiske Mindes- mærker“, og ekki megum við gleyma Vilhjálmi Finsen, er var dómari í hæstarétti Dana, sem fyrstur tók þetta mál vísindalegum tökum. 1 hinni vönduðu útgáfu sinni af Grágás og þýð- ingu sinni á Konungsbók bendir hann á það, að Grænland hafi verið nýlenda íslands. Og í bók sinni, Réttarsögu íslands, er liggur óprent- uð í Kaupmannahöfn, undirstrikar hann þetta enn betur. Margreynt hefur verið að fá rit þetta, frum- ritið eða ágæta afskrift, sem til er af því með hendi Boga Th. Melsted, hingað á söfn í Reykja- vík, en það hefur ekki með neinu móti fengizt. Hvað er það í þessu riti, sem íslendingar mega ekki sjá? Af seinni tíma Islendingum hafa engir lagt sig meira fram til þess að vekja áhuga íslend- inga fyrir Grænlandi, en skáldjöfurinn Einar Benediktsson og þjóðréttarfræðingurinn dr. Jón Dúason. Hvatningarkvæði Einars um Græn- land eru löngu orðin þjóðfræg og hinrt eldlegi, óbugandi áhugi dr. Jóns Dúasonar fyrir Græn- landsmálinu hefur fyrir löngu skipað honum í fremstu röð þeirra íslendinga, sem setja rétt og heiður lands síns ofar öllu dægurþrasi, flokkadrætti og stundarhagnaði. Haustið 1928 varði Jón Dúason fyrir doktors- nafnbót í lögum við lagadeild háskólans í Osló ritgerð, er hann nefndi Réttarstaða Grænlands í fornöld. 1 ritgerð þessari, er var rúmar 200 bls. og prentuð í Osló 1928, sýnir og sannar Jón Dúason, að Grænland hafi alla tíð frá fundi þess og fram til 1500 verið háð íslenzku þjóð- félagsvaldi. Ritgerð þessi hafði, samkvæmt venju, verið gagnprófuð af sérfræðingum Oslóar-háskóla í 26 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.