Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Side 34
lega stað. Hann var grágrænn í framan, er við tók- um af honum hjálminn — hann hafði fengið tauga- áfall við að sjá dauða manninn gangandi. Björgunar- stjórinn hló dálítið við. — En nú hafði hreina loftið og sólin gert hugsun mína skýrari. Ég gat fullvissað mig um, að vofur væru ekki til, og mig fór að renna grun í eðlilega skýringu á þessu. Ég fór því niður aftur, ásamt hinum kafaranum, og í sameiningu tók- um við manninn upp. Þetta var lítill maður og um mittið hafði hann belti, fullt af gullpeningum, sem kom í veg fyrir að hann flyti upp, alveg eins og kafarar nota þyngsli til að halda sér niðri við botninn. Af til- viljun var beltið mátulega þungt til þess að halda hon- um niðri í þeim vatnsþrýstingi, sem fyrir hendi var. — Klefi hans var á 35 feta dýpi. Hreyfingin, sem varð á sjónum er klefahurðinn var opnuð, fleytti honum út úr kojunni. Hann hafði stirðnað hálfboginn. Hallinn á gólfinu orsakaði, að hann rann til mín, þótt mér sýnd- ist hann ganga, og ímyndunaraflið gerði það, sem á vantaði. Við sökktum honum á tilhlýðilegan hátt í sjóinn aft- ur, aumingja manninum. Ég fékk upplýst, að hann hafði búið í Rio og var á leið heim til Kína, með af- rakstur ævistarfsins. Það, sem sýndist vera brúnn púði í kojunni, reyndist vera leðurtaska með peningum. Það, sem hann bar í beltinu og það sem var í töskunni, tald- ist um fimmtíu þúsund dollarar. Hann vantreysti öll- um hvítum mönnum, og í stað þess að koma fénu fyrir í peningaskáp skipsins, lá hann á því í klefa sínum og dó þannig, er Horta sökk. Ellis sagði, að dauði maðurinn gangandi og kafara- fylliríið hefði komið negrunum til að trúa, að Horta væri setin vondum öndum, og kvað svo rammt að þessu, að lá við uppreisn meðal þeirra. Hann sigldi því aftur til Jamaica og afskráði nokkra þeirra og réði nýja menn. Síðan var Horta dregin enn grynnra og rifin, en járnið selt Japönum sem brotajárn. Þar eð verðið var mjög lágt, hugsaði Ellis sér að nota sprengiefni við niðurrifið, en það er ódýrasta aðferðin. Góðir fag- menn geta skorið í sundur venjulegar stálplötur eins og smjör, en Hortu var ekki svo auðvelt að sundra á þennan hátt. Plöturnar bognuðu og undust. Ellis, sem hafði stundað nám við Harward og Heidelberg og auk þess kynnt sér mjög vel eiginleika sprengiefna og með- ferð þeirra í stríðinu og í björgunarstarfinu, reyndi nú allar aðferðir, sem hann þekkti og gat hugsað út, en ekkert vann á Hortu. Eftir vikuna horfði til algjörra vandræða. Ellis sá ekki fram á annað, ef hann átti að standa við samninginn, en að hann yrði að nota að- ferðir, sem voru svo kostnaðarsamar, að hann myndi bíða mikið fjárhagslegt tjón. Kvöld eitt, er hann sat í herbergi sínu og braut heilann um þetta, barði Jerry á dyrnar og bað um við- tal. Litla hafnarrottan var enn í stóru buxunum, sem alltaf virtust vera í þann veginn að detta niður um hann, andlitið grett og hendurnar undnar, en vindlings- stubbinn hafði hann tekið úr munnvikinu og á húfunni hélt hann í hendinni. — Hvað get ég gert fyrir þig, Jerry? spurði Ellis vingjarnlega. — Þér hafið verið góður við mig, sir. Það er mér ljúft að votta, og mér datt allt í einu í hug, að ég gæti kannske gefið yður ráð, með allri virðingu, sir. — Hvers konar ráð? — Það er viðvíkjandi sprengiefninu, sir. Hortu er ekki hægt að sundra á sama hátt og enskum og amer- ískum stálskipum, sir. Þér eigið í kasti við gamalt, norskt stál, sir. Það bognar, sir, en næst ekki i sund- ur.....ekki nema þér vitið, hvaða aðferð á að nota. Án þess að ég meini það móðgandi, sir. Sumir skipstjórar kæra sig ekki um ráð frá mönn- um sínum, en Ellis skipstjóri segist hafa fengið nokkr- ar hinar verðmætustu upplýsingar úr þeirri átt, sem sízt var við slíku að búast. Hann gaf Jerry bendingu um að halda áfram. — Þér notið ekki efnið á réttan hátt, sagði hafn- arrottan. En þannig eigið þér að koma „moldinni" fyrir. Ellis veitti því sérstaka athygli, að hann notaði orðið „mold“, en það er notað af fagmönnum, en þó ekki þeim, sem stunda neðansjávarsprengingar. Jerry virt- izt vaxa við mikilvægi þess, sem hann var að segja. Gretturnar hurfu af andlitinu og hendurnar urðu næst- um því viðfeldnar, er hann bar þær ótt og títt til við að útskýra hvernig fara skyldi að. — Þér notið heldur ekki duftið á réttan hátt, með leyfi, sir.....Og hann útskýrði mál sitt í öllum at- riðum, en Ellis hlustaði á með athygli. Daginn eftir unnu sprengjararnir eftir nýjum fyrir- mælum, sem sagt uppástungum Jerrys, vikadrengsins. Allt gekk nú eins og í sögu og Horta var rifin á met- tíma. Enn þann dag í dag notar Ellis aðferðina hans Jerrys, og hún er mikilsverðasta leyndarmálið í fag- inu, en með henni hefur hann náð undraverðum ár- angri. Meðal annars náði hann í sundur amerískum kafbát, sem strandað hafði og festzt í kviksandi á Samoaströnd nálægt Eureke. Báturinn strandaði árið 1920, en 1943, þegar stál var orðið afar mikilsverð hernaðarnauðsyn, náðu Ellis og dr. Dix þarna yfir 1000 smálestum af stáli, sem hafði staðist öll áhlaup, vegna kviksandsins allt í kring, með því að sprengja úr kafbátnum stykki, 1000 metra frá fjöruborðinu, og koma því öllu í land, til mikillar undrunar fyrir yfir- menn sjóhersins, sem höfðu eftirlit með starfinu. Þegar vinnunni við Hortu var lokið, sneri Tradewind aftur til Kingston, til að skila verkamönnunum. Jerry var síðastur í röðinni að fá útborgað, og tók Ellis hann á eintal. — Þú gerðir mér stóran greiða, Jerry, og ég ætla að greiða þér ágóðahluta eins og hinum. Hann rétti honum verulega upphæð og Jerry þakkaði fyrir. — Ég hef einnig hugsað mér að gera dálítið meira fyrir þig, hélt Ellis áfram. — Þú hefur kennt mér nokkuð viðvíkjandi sprengiefni, sem verður mér ávallt mikils virði á meðan ég vinn við björgunarstörf. Ég ætla að tryggja þér ágóðahlut þannig, að í hvert skipti, sem aðferð þín er notuð, færðu ákveðna peningaupp- hæð. Gefðu mér upp fullt nafn og heimilisfang og strax og ég næ tali af lögfræðingi mínum...... Orðið lögfræðingur kom Jerry til að fölna. — Nei, ég þakka yður samt fyrir, sir. Ég á ekkert heimilis- fang og kæri mig ekki um nein skjöl. 34 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.