Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Page 36
2/11. ísland tekur þátt í skíða-
keppninni á vetrar-olympíuleikjun-
um Osló í vetur. — Akranesbátarn-
ir hafa byssur til að verjast há-
hyrningi. — Jökulfell á heimleið eftir
misseris útivist. Kemur skipið frá
Kúba og New York.
•
6/11. Beinamjölsverksmiðja í
Hornafirði senn fullbúin. — 3000 kr.
var rænt af lasburða konu á götu
í Reykjavík um hábjartan dag.
13/11. Drukkinn maður laminn í
rot og rændur að nóttu til á götum
Reykjavíkur.
•
14/11. Aflamagn við Faxaflóa hef-
ur minnkað um 20 af hundraði ár-
lega í þrjú ár. — Bátarnir við
Grandagarð í hættu vegna nætur-
gesta, sem ganga þar um og ræna
og rupla. — Hvergi betra að fiska
en við Grænland, segir skipstjórinn
á „Sólborg“.
•
21/11. Akranesbátar byrja á línu.
V.b. Svanur hefur fengið 8-10 lestir
í róðri. — Últrastuttbylgjusamband
við Vestmannaeyjar opnað í gær. —
Saknað er Akureyrarflugvélar með
tveimur mönnum.
•
22/11. Austfirðingar fá ódýr kol
frá Færeyjum. — Týndu flugmenn-
iinir komnir til byggða. — Eim-
skipafélag íslands hefur opnað nýja
og smekklega farþegaafgreiðslu.
•
23/11). Hafinn er undirbúningur
að byggingu dvalarheimilis aldraðra
sjómanna. — Veitingahúsið Báran á
Akranesi brann til grunna í fyrri-
nótt. — Vélbátur með djúpmælinga-
tækjum og fisksjá keyptur til Eyja.
Er liann keyptur frá Danmörku og
fær nafnið Erlingur III.
•
24/11. Togaraskipstjórar tala um
þessar mundir um algjört fiskleysi.
— Viðgerð er hafin á Hæringi. —
Togarinn Neptúnus frá Reykja-
vík fékk fullfermi við Grænland á
6 sólarhringum. — Lækkandi ísfisk-
verð á brezkum markaði.
•
28/11. Konungsbiskarinn, sem Is-
lendingar fengu fyrir frammistöðu
sína í samnorrænu sundkeppninni,
er kominn og er hann geymdur fyrst
um sinn á lögreglustöðinni. — Fiski-
mjölsverksmiðja risin upp á Þingeyri.
29/11. 80 milljón úr mótvirðis-
sjóði til virkjana og áburðarverk-
smiðju.
•
1/12. Vestmannaeyingar kaupa 3
fiskibáta frá Danmörku. — Fram-
leiðsla rafgeyma hafin hér á landi.
— Marshalláætlunar framlög til ís-
lands nema tæpl. 360 millj. króna.
Síðustu framlög nema alls 5,5 millj.
króna.
•
4/12. S. 1. S. hefur sagt sig úr
Sambandi ísl. fiskframleiðenda. —
Reykjafoss er lagður af stað heim.
— Mannlaus vélbátur, Sleipnir, sekk-
ur á höfninni í Neskaupstað.
5/12. Systurskipin Marz og Nep-
túnus selja í tveim söluferðum fyrir
rúm 27 þús. pund. Fóru á Græn-
landsmið þegar aflatregðan byrjaði.
•
11/12. Allmargir þýzkir sjómenn
slasast og einn hefur farizt í stór-
viðri er geisaði vestur á Halamið-
um. — Forseti íslands er nýkominn
heim og lætur mjög vel yfir heilsu
sinni. — Leynifarþegi bjó um sig í
jólatrjám á Gullfossi. — Háseti á
Jörundi fellur fyrir borð. — Nýtt
holdsveikitilfelli eftir 15 ár. — Fjór-
ir Gullfossfarþegar í sótthreinsun
vegna gin- og klaufaveikinnar. —
Tveir bátar byrjaðir róðra í Kefla-
vík.
•
12/12. Bátaábyrgðarfélag Vest-
mannaeyja endurgreiðir 25% ið-
gjalda.
•
13/12. Yfir 1000 iðnaðar- og verka-
menn atvinnulausir í Reykjavík nú
rétt fyrir jólin. — Póst- og síma-
gjöld stórhækka um áramótin. —
Knattspyrnuliðið á Gullfossi hlaut
„Skipstjórabikarinn“. — Rekneta-
veiðarnar eru hættar.
16/12. „Jólasveinninn á Islandi"
hefur fengið á þriðja hundrað bréf.
— Háseti á togaranum Fylki féll út-
byrðis og drukknaði.
•
20/10. Vinnuvettlingar með tvö-
földu slitþoli framleiddir að vinnu-
heimilinu að Reykjalundi. — Maður
hverfur af vélbát í Reykjavíkurhöfn.
— Hamborg gefur íslandi 10 smá-
lestir af eplum. — Skipverji strýk-
ur af Tröllafossi.
•
22/12. Hvalveiðibátur slitnaði upp
og rak upp við Kalastaði í Hvalfirði.
— Útvegsmannafélag Reykjavikur
vill fá fiskiðjuverið keypt eða leigt.
— Bóluefni gegn gin- og klaufa-
veiki komið til landsins.
•
28/12. Endurskoðun fasteigna-
matsins leiðir af sér mikla skatta-
hækkun. — Askur og Bjarni riddari
í stórviðri út af Hvarfi. — Háseti
á Júlí drukknar. — Hvalur II dreg-
inn út. — Vélbáturinn Sæfari frá
Súðavík sekkur við Langeyrar-
bryggju. — Bærinn í Málmey brenn-
ur ofan af tveimur fjölskyldum með
10 börn. Fólkinu bjargað í land með
vb. Skildi, þrátt fyrir stórviðri og
slæma aðstöðu.
•
29/12. Mann tók út af togaranum
Pétri Halldórssyni. — Viðskipta-
samningur undirritaður milli íslands
og Frakklands. — ískyggilegt fisk-
leysi á miðum togaranna.
•
30/12. Togarar Akurnesinga látnir
vera heima um jólin. — Fleiri bátar
á vertíðinni suðvestanlands en und-
anfarið. — 77 Islendingar létust af
slysförum á árinu, sem nú er að
Iíða, 88 var bjargað úr bráðum háska.
36
V I K I N G U R