Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Page 39
sér. Ef ég ætti mátt stjórnmáiamamisins, mundi ég heldur styðja það. Til þess þarf að auka fiskiflotann og leggja meiri alúð við fiskiðnað. Framleiða dýrar vörur úr fiskinum og framleiða mikið, ákaflega mikið. Eg veit að ýmsir, og þar á meðal ábyrgir stjórn- málamenn, hafa meiri trú á landbúnaði og iðnaði en bátaútvegi. En allt kemur í einn stað þar, að það þarf að framleiða mikið og framleiðslan verður að bera sig með alþjóða verðlagi, verðlagi viðskiptaþjóða okkar. Eg hef þá trú, að ísland geti síðar orðið land fjöl- þætts iðnaðar og blómlegs landbúnaðar. En í dag álít ég að fiskveiðarnar séu nærtækastar til efnalegrar vel- gengni. 23. Ég álít, að gengislækkunin 1949 hafi verið ólán. Sem heild græða engir á henni. Ekki þeir, sem skulda. Skuld- irnar lækka að vísu, en skilyrði til fjáröflunar til að borga þær þverra. Ekki þeir, sem áttu söluvarning. Þeir hafa að vísu eignast fleiri krónur, en þær eru þeim mun verðminni. Ekki fiskframleiðendur. Verð framleiðslunnar vex að krónutölu, en tilkostnaðurinn vex að sama skapi, þegar frá líður, og meira. Það er hægara að hleypa af stað öldu verðbólgu, en stöðva hana. Ríkissjóður græðir ekki á gengisfellingunni. Hún er að vísu dulbúið eignanám. En af minnkandi fé í um- ferð leiðir minnkandi tekjur í ríkissjóðinn. Bændur græða ekki á gengisfellingunni, ekki kaupmenn, ekki launafólk. „Draga fé úr umferð“ er hæverskt orðalag á áskapaðri fátækt. Af því leiðir samdrátt í heiðarlegri verzlun, minnkandi neyzlu landbúnaðarframleiðslu, sam- drátt og stöðvun framkvæmda, kyrrstöðu, athafna- og atvinnuleysi. Minnkandi fé í umferð er versnandi hagur almennings og ríkis. Ég tala um málið almennt. Eitthvað af fé, sem við gengisfellinguna var tekið úr sjóði eins manns, kann að hafa lent í vasa annars. En það mun reynast minna en í fljótu bragði virtist. I Bandaríkjunum dýrka ménn ekki lággengi. n. Mesta ólánið er, að verðlagshreyfingin þverstöðvaði viðhald bátaútvegsins og nýsköpun hans. Gengisfellingin er til þess gerð að færa niður stofn- kostnað bátanna, sem fyrir eru. Og það er gert á kostn- að væntanlegra og óhjákvæmilegra nýbygginga. Sjó- mönnum, sem nú vilja eignast nýja báta, eru allar bjargir bannaðar. Ríki og peningastofnunum er vel ljóst, að nýir bátar með tvöföldum stofnkostnaði, mið- að við hina eldri, geta ekki staðizt samkeppni. Það er þess vegna, sem nýsköpun og þróun útvegsins er stöðv- uð. Með tilstyrk erlendra gjafa og lána eru enn aura- ráð til ýmislegs annars, t. d. til að byggja tröllauknar hallir, langt um fram þarfir. Ég álít, að hér eigi sér stað skakkt mat á þjóðarnauðsyn. Skrifstofustóll, með tilheyrandi nýtízku húsnæði, kost- ar stundum 50-100 þúsund krónur. Atvinnutæki báta- útvegsins eru ekki dýrari en það, hvert rúm. 25. Orsakir dýrtíðar er í vissum skilningi að rekja til stóriðjunnar, okkar góðu stóriðju, sem gæti verið og ætti að vera lyftistöng þjóðfélagsins. Ég á hér fyrst og fremst við togaraflotann. Skattatekjur og gróði stór- útvegsins hafa verið notaðar til að byggja upp dýrtíð. Meðal annars með því að skapa óarðbær störf og lítið nauðsynleg og til hófslausrar eyðslusemi. Stóriðjan miðar allar sínar athafnir við að komast af með fáa menn við framleiðsluna. Þegar þess er ekki gætt, að láta annan arðvænlegasta atvinnuveginn, báta- útveginn og fiskiðnað í landi, þrífast samhliða og í skjóli stórskipaútvegsins, fer í kjölfar stóriðjunnar ótti við ógnir atvinnuleysis. Mun það ekki vera þess vegna, hve lítið við gagnrýnum hið fánýta í atvinnu- háttum okkar? Við réttlætum þá með einstaklingsgróða af iðnaði og verzlun, fornri frægð landbúnaðar, bókmenntafrægð okkar, kenningunni um að vera sjálfum okkur nógir, nauðsyn glæsimennsku í embættisrekstri vegna sjálf- stæðis okkar, nauðsyn stórra stofnana til að geta tal- izt menningarþjóð o. s. frv. Allt fallegum orðum og sönnum. En við lokum augum fyrir veilum, sem að baki eru. 26. Hagnýt, lífvænleg atvinna fyrir alla, er stærsta menningarmálið. Skipuleggjendur og forráðamenn þjóð- félagsins virðast stundum gleyma því. En frumskil- yrði almennra, góðra lífskjara, álít ég að sé öruggt peningagengi og útflutningsframleiðsla, sem fullnægir erlendri gjaldeyrisþörf, meiri fiskveiðar og enn meiri fiskveiðar. Dýrtíðin bitnar sárast á þeim, sem búa við þröng kjör. Enn sverfur dýrtíð minna að fésýslumönnum, bjargálna bændum og embættismönnum, sem geta not- að mikið af tíma sínum til aukastarfa. Gjaldþrot fé- sýslumanna eru fátíð. Og þó að bændur hafi ekki háar tekjur, eru þeim mikil hlunnindi í að hollt er heima hvað. En þessar stéttir hafa enga tryggingu fyrir afkomu sinni, fremur en aðrir. Hún er á hverfanda hveli. Ég trúi ekki, að alþingismenn, hvar í flokki sem er, þyrftu að óttast fráfall kjósenda, þótt þeir tækju orsakir dýr- tíðarinnar föstum tökum. Þingmenn gætu sameinast um það, án þess að hverfa frá pólitískum kennisetn- ingum sínum. Allur almenningur mundi hagnazt á þvi, þegar frá liði. Aðeins lítill hópur manna, þeir sem græða á óförum þjóðfélagsins, mundi bera skarðan hlut frá borði. Það er átakanleg sönnun hins efnahagslega öryggis- leysis, þrátt fyrir dýrar tryggingar, að hægt er að svipta sparifjáreigendur og peningamenn þriðjungi eigna sinna með einni flausturslegri lagagrein. Ég á við gengisfellinguna miklu. Hér er ekki um að ræða heiðarlega þjóðnýtingu, eignanám hennar vegna. Og þó að 2. gr. gengislagafrumvarpsins 1949 væri felld, er rauði þráður laganna engu að síður boðskapur nýrrar gengisfellingar. Gengislækkun er auðveldasta og raunar eina leiðin, sem nú er fær, til nýrra álaga. En þegar við erum orðnir fjárhags- og hernaðarlega háðir Ameríku, skipin okkar fúin og ryðbrunnin og gengið hrunið, hvað tekur þá við? Ég bið til Guðs almáttugs, að til þess komi aldrei, að þeirri spurningu þurfi að svara. Karl Dúason, Ytri-Njarðvík. V í K I N □ U R 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.