Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Side 41
3-4 ata þrýsting þegar það fer frá honum. Við ennþá stærri kerfi er áætlað að nota megi um 60 ata þrýsting við innstreymisopið og um 6 ata þrýsting við útstreym- isopið. Sem kosti þessa kerfis má nefna, að fyrst af öllu verða stærðarhlutföllin mun minni í sambandi við C = loftþjappa; CC = brunahol; HE = hitajafnari; T = brennsluhverfill. hið opna kerfi, því rúmtak loftsins minnkar í hlut- falli við þrýstinginn, notagildi verður hærra og kerfið verður sérstaklega heppilegt sem stórar vélar. í þessu keríi er það útilokað að óhreinindi setjist á skóflurn- ar, og þess vegna þarf ekki að taka tillit til þess, hvaða eldsneyti er notað, því lofthitarann er hægt að kynda eins og venjulegan eimketil. Kerfi af þessari lokaðri gerð er í smíðum hjá Escher- Wyss í Sviss. Veiki punktur kerfisins er lofthitarinn og hann veldur því að hið lokaða kerfi, þrátt fyrir sína stærðfræðilegu yfirburði fram yfir það opna, hefur ekki ennþá náð útbreiðslu. Kerfi með fleiri þrep. Nýtni opna kerfisins er hægt að auka, og bæta notagildið. Þetta er hægt að gera á þann hátt, að loft- þjöppunni er deilt í nokkur þrep, og loftið er kælt á meðan það streymir á milli þrepanna, og á sama hátt að deila útþennslu loftsins niður á fleiri hverfla, er hver hefur sitt eigið brunahol. Það eru margir mögu- 23. mynd. Lokað brennsluhverfilskerfi. AH = lofthitari; F = blásari; HE = hitajafnari; PC = kælir; C = loftþjappa; T = brennsluhverfill. leikar til að framkvæma þetta, og mörg all flókin kerfi eru þegar smíðuð, eða eru í smíðum. 25. mynd sýnir eitt þessara kerfa, en það var smíðað hjá Brown-Boveri fyrir um tveimur árum síðan og sett upp í Rúmeníu. Þetta kerfi hefur tveggja þrepa þjöppu með loftkæli á milli, og tveggja þrepa hverfil og hver hefur sitt eigið brunakerfi. I lágþrýstiþjöppunni er loftinu saman- þrýst til 3 ata þrýsting og síðan kælt í kælinum niður til 40° C. Því næst er loftið þrýst saman í háþrýstiþjöppunni við 12 ata þrýsting og fer þaðan í h. þ. brunaholið og hitnar þar um 650° C, loftið þenst nú út í h. þ. hverfilinum og vinnan, sem fæst úr því er notuð einungis til að snúa h. þ. þjöppunni. í gegnum 1. þ. brunaholið, en þar hitnar loftið til 600° C, fer loftið í 1. þ. hverfilinn, aflið sem 1. þ. hverfillinn veitir, er notað til að snúa 1. þ. þjöppunni, en það sem afgangs verður af aflinu, er svo hægt að nota til nothæfrar vinnu, sem í þessu tilfelli er að snúa rafal. Astæðan til þess að tveggja þrepa kerfið er spar- neytnara en eins þreps kerfi er sú, að fyrir sömu vinnu notar tveggja þrepa kerfið aðeins helming þess loftsmagns er eins þreps kerfið myndi nota. Hitastig útblástursgassins er það sama í báðum tilfellum, þess vegna verður minna tap í tveggja þrepa kerfinu og notagildi hitans verður hærra. Hið umrædda kerfi hef- ur 21-22% notagildi. Ef ná á enþá betri nýtni, er hægt að smíða kerfið með hitajafnara. 26. mynd sýnir slíkt kerfi, en það hefur þriggja þrepa þjöppu. í þessu 24. mynd. Tveggja þrepa brennsluhverfilskerfi. kerfi verður afl h. þ. hverfisins meira en þarf til þess að snúa h. þ. þjöppunni, og er því hægt að nota nokkuð af afli hans til nothæfrar vinnu, en 1. þ. hverfillinn snýr 1. þ. og m. þ. þjöppunum. Það er áætlað að þetta kerfi hafi um 34% notagildi. Ein ástæðan til þess að smíða kerfi með mörgum þrepum er sú, að þegar stærðin er orðin yfir 6000 hestöfl, verður fjöl- þrepa kerfið bæði ódýrara og léttara en eins þreps kerfi. Við stór kerfi verður loftmagnið, sem fer í geng- um eins þreps kerfið svo mikið, að stærð hverfilsins yrði óviðráðanleg. Stjórn og rekstur. í sambandi við þessi fjölþrepskerfi, sem hér hefur verið talað um, verður hér á eftir gefin stutt skýring á stjórn og rekstri brennsluhverfilsins. Brennsluhverfill getur ekki farið sjálfur í gang, það verður alltaf að ræsa hann með hjálparvél, venjulega er notaður raf- magnsmótor til þess, sést hann á 26. mynd. Orkan sem slíkur ræsimótor verður að hafa er 3-4% af orku kerfisins. Ræsingin er framkvæmd á eftirfarandi hátt: Byrj- að er á því að ræsa kælivatnssmurningsolíu- og elds- neytisdælurnar, þar næst er settur rafmagnstraumur á kveikikerfið í brunaholunum og um leið eru hverfil- V I K I N □ U R 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.