Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Side 45
Ekkert matarílát mátti láta út aftur, svo þeir skyldu
ekki á þann hátt ná sambandi við umheiminn. Hver
sá, er dirfðist að njósna um konklavið, skyldi bann-
færður.
Niðri í borginni lifðu menn í hinum mesta spenningi
þá daga, sem konklavið stóð yfir. Það var þó ekki af
kirkjulegum áhuga sprottið, heldur af því, að háar
fjárupphæðir voru í veði. A kvöldin og nóttunni voru
menn að vísu önnum kafnir við að verja land sitt og
góss fyrir ræningjum og hermönnum, en daginn notuðu
menn til endalausra veðmála um það, hver yrði páfi.
Menn vissu, að hver kardínáli hafði sinn tölusetta bás,
og nú var veðjað um, hvaða básnúmer myndi sigra.
Raunar hafði þegar árið 1562 verið lagt strangt páfa-
bann við veðmálum um páfakjör, en hver skyldi hafa
hirt um slíkt! Niðri hjá St. Angelobrúnni voru tveir
bankar: Banchi Vecci og Banchi Nuovo, sem tóku á
móti veðmálum, og göturnar voru konklavsdagana ein
allsherjar veðmangarabúð, þar sem ekki einasta þeir
ríku hættu auðæfum sínum, heldur einnig iðnaðarmenn,
þjónustufólk og allur almúgi lagðj skildinga sína á
ákveðið básnúmer. Veðmál voru slegin hjá gullsmiðun-
um, sem á þessum tímum voru einnig víxlarar, og oft
urðu þau orsök blóðugra óeirða. Því er haldið fram, að
jafnvel sjálfir kjörkardínálarnir í Vatikaninu hafi tekið
þátt í veðmálunum. Þrátt fyrir einangrunina tókst
þeim að ná sambandi við þjóna sína og senda þeim
smámiða með því básnúmeri, sem hafði líkur til að fá
flest atkvæði. Margir kardínálar græddu á þessu offjár.
Kjör Urbans VIII. stóð yfir í sjö daga, og allan
þann tíma var hin mesta ólga í Róm. Á Péturstorginu
stóðu Rómverjar og störðu upp á lítinn skorsteins-
stromp á Vatikaninu. í hvert sinn er ofurlítill reyk-
hnoðri kom upp úr honum, vissu menn, að atkvæða-
seðlum hafði verið brennt og ný atkvæðagreiðsla færi
fram. En loks urðu þeir þó sammála um að velja
kardínálann frá Florenz, Maffeo Barberini til páfa, og
nú hófst næsti þáttur sjónleiksins. Hver kjörkardínáli
hafði rétt til að taka með sér nokkra þjóna og vini.
Það voru svonefndir konklavistar, og þeir léku oft
mikilvægt hlutverk í kosningunni, því þeir voru milli-
göngumenn milli kardínálanna og höfðu oft það hlut-
verk að reyna að fá einn eða fleiri kardínála til að
greiða einhverju ákveðnu nafni atkvæði. Þegar nú
páfi var kjörinn, mátti hann ekki framar fara inn í
þann bás, er hann hafði dvalið í. Básinn var eftirlátinn
konklavistunum til að ræna. Með því að þar voru oft
miklir dýrgripir, fór ránskapurinn oft fram með ofsa-
legum atgangi, og jafnvel skáru menn þá burtu græna
eða fjólubláa klæðið, sem veggirnir voru fóðrarið með.
Svo var það selt almúganuni í Róm í smábútum sem
verndargripir. Seinna var lagt bann við þessum ránum.
Konklavistar hins kjörna páfa fegu að halda því, sem
var í bás hans, en þeir urðu að greiða hinum konkla-
vistunum 1500 dúkata, er þeir skiptu með sér.
Þegar Maffeo Barberini hafði hlotið nægilegt atkvæða-
magn og verið lýstur páfi, var öllum dyrum upp lokið,
hrópað hátíðlega, að konklavinu væri lokið, og nú tók
Urban við handkrossi hinna kardínálanna. Síðan gekk
elzti kardínál-djákninn fram á svalir Péturskirkjunnar
og hrópaði nafn hins nýja páfa við fagnaðarlæti fjöld-
ans eða gremjuklið, eftir því hvort menn höfðu verið
M S. „BARTROSr
Skip þetta er norskt, og eru lestar þess kældar
með tilliti til flutnings á frosnum fiski. Það er smíðað
af Drammens Slip og mek. verksted, en sú stöð er byggð
með það sérstaklega fyrir augum að smíða mótorskip
af þessari eða líkri stærð.
Skipið er byggt með lokuðu skjólþilfari (closed shelt-
erdeck) og er í hæsta flokki hjá Det Norske Veritas.
Aðalmál eru þessi:
Mesta lengd: 58,3 m. (191’ 3”)
Kjöllengd: 53,5 m. (175’ 6”)
Breidd: 9,0 m. (29’ 6”)
Dýpt af aðalþilf. 3,7 m. (12’ 1%”)
Djúprista (sumarfríborð) 3,66 m. (12’)
Burðarmagn 625 tons.
í skipinu eru tvær lestar, báðar með milli-þilfari, og
er ein lúga á hvorri. Vindur eru fjórar þriggja tonna,
af Laurence Scott gerð. Mikið af hjálparvélum og tækj-
um er smíðað í Englandi. Akkerisvindan er af Emerson
Walker gerð og stýrisvélin smíðuð af Brown Bros. Að-
alvélin er Nohab diesel einvirk tvígengisvél 5 strokka.
Strokkvídd er 345 mm. og slaglengd 580 mm. 845 hemil-
hestöfl með 280 s. á mín.
Ammoniak kælivélarnar, sem eru smíðaðar af
Drammen jernslöberi og mek. verksted, geta haldið
-f- 18° c í lestum í suðlægum höfum. Rafmagn er leitt
um allt skipið frá tveim 66 kw. röflum, knúðum af
Nohab Diesel mótorum, einnig er til vara 33 kw. rafall.
Ferskvatn er geymt í tveimur hylkjum, annað er í
vélarúmi og rúmar 15,5 tons, hitt er afturstefnishylki
og rúmar það 16,5 tons. Framstefnishylkinu er skipt
í tvennt og ætlað fyrir kjölfestu, hið efra rúmar 42
tons, en hið neðra 45 tons.Smui-olíuhylki í vélarúmi
tekur 4 tons. Brennsluolíuhylki í-úma samtals 142,2 tons.
íbúðir eru allar í aftanverðu skipinu. Á bátaþilfari
er íbúð skipstjóra, með baði, einnig borð- og setustofa,
herbergi fyrir tvo farþega og annað, sem notað er sem
sjúkraherbergi. Á þilfari ei*u íbúðir annarra yfirmanna
og einnig borðstofa og eldhús. Á aðalþilfari eru frysti-
vélar og geymslur bakborðsmegin, en íbúðir háseta
st j ómborðsmegin.
heppnir eða óheppnir í veðmálunum. Næsta dag var
páfi borinn fyrst til sixtinsku kapellunnar, því næst
til Péturskirkjunnar, þar sem hinn þrefalda tiara
(kóróna) var sett á höfuð honum, og síðan til St.
Gregorskapellu. Hér gekk til hans serimoníumeistari
með hörvisk á silfurteini. Hann kveikti í hörnum, svo
hann fuðraði upp, og mælti: „Sancte Petrus, sic transit
gloria mundi!“ (Svo fer um alla heimsins dýrð.)
Þetta átti að minna páfa á fallvaltleik hins jarðlega.
Svo var páfi færður í páfaskrúðann og borinn upp á
svalir, þar sem allt fólkið gat séð hann. Tiaran var
látin á höfuð honum og kardínál-djákninn hrópaði:
„Tak við hinni þreföldu kórónu og vit, að þú ert faðir
þjóðhöfðingjanna, stjórnandi heimsins og umboðsmað-
ur Jesú Krists á jörðinni!“ Mannfjöldinn fagnaði,
páfi rétti út hönd sína og blessaði. hann; heimurinn
hafði eignazt nýjan Pontifex maximus.
Ó. H.
V I K I N E U R
45