Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Page 47
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Útgefandi:
Farmanno og fiskimannasamband fslands.
Ritstj. og ábyrgðarm.: Gila Guðmundsson.
Ritnefnd:
Júlíus Kr. Ólafsson, Henry Hálfdansson, Magnús
Jensson, Halldór Jónsson, Sveinn Þorsteinsson,
Birgir Thoroddsen, Theódór Gíslason. — Blaðið
kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgang-
urinn 50 krónur.
Ritstjóm og afgreiðsla er í Fiskhöllinni,
Reykjavík.
Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, —
Reykjavík. Sími 565S.
Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f.
hafi slysunum og leggi síðan fram tillögur til ríkis-
stjórnarinnar um að draga úr slysahættu á skipum.
Nefnd þessi sé þannig skipuð: Einn maður tilnefndur
af F.F.S.Í., einn af A.S.Í. og einn af ríkisstjórninni,
og sé hann formaður nefndarinnar.
Nefndin kynni sér jafnframt þær reglur, sem gilda
um þessi efni hjá öðrum þjóðum, t. d. Board og Trade.
Slysa- og dánarbœtur.
15. þing F.F.S.Í. leyfir sér að skora á Alþingi það,
er nú situr, að ákveða að greidd skuli full vísitala á
slysa- og dánarbætur, en bæturnar ekki miðaðar við
vísitöluna 300 stig, eins og nú á sér stað. Þá vill þingið
leggja áherzlu á að bætt verði úr því ranglæti, að ó-
kvæntur maður, sem ekki hefur foreldra eða aðra á
framfæri sínu, falli alveg óbættur.
Leggur þingið eindregið til að þessi liður verði sam-
ræmdur við aðra liði með fullum bótum-.
Hafnarmál.
15. þing F.F.S.Í. leyfir sér að skora mjög eindregið
á Alþingi það, er nú situr, að veita á næstu fjárlögum
fé til þess að ijúka við hið nauðsynlegasta, sem gera
þarf til þess að hin merkilega tilraun með nýja höfn
á Patreksfirði geti komið að fullum notum fyrir skip
af öllum stærðum, sem eru í eigu íslendinga, og í öllu
veðri.
í öðru lagi, að undinn verði bráður bugur að því að
dýpka Sundið á ísafirði og gera innsiglinguna beina.
Skorar þingið á Alþingi og ríkisstjórn að veita sér-
staka fjárhæð til þessa.
Aðstoð við fiskibáta.
15. þing F.F.S.Í. skorar á Alþingi að breyta lögum
Samábyrgðar íslands á þá lund, að réttlát greiðsla
verði ákveðin fyrir veitta aðstoð, þegar bátar bila á
hafi úti, og þeim ei^veitt aðstoð og dregnir að landi.
V.
%
Frá F.F.S.Í.
IJtför forseta íslands
Sjómannastéttinni ekki boðið að eiga
bar fulltrúa.
Útför forseta íslands, herra Sveins Björnssonar,
fór fram laugardaginn 2. febrúar. Útfararathöfnin
var látlaus en mjög virðuleg. Var útförin vafalaust
hin fjölmennasta, sem sézt hefur hér á Iandi. Þús-
undir manna stóðu hljóðar og alvarlegar við götur
þær, sem líkfylgdin fór um og á Austurvelli var
afarmikill manngrúi. Aðrir landsmenn flestir munu
hafa setið við útvarpstæki sín og hlýtt á athöfnina.
Þjóðin öll kvaddi hinn ástsæla forseta sinn hinztu
kveðju. Hún fann, að landið átti eigi aðeins á bak
að sjá hinum fyrsta innlenda þjóðhöfðingja, heldur
persónuleika, sem veirið hafði sameiningartákn
þessarar sundurlyndu og deilugjörnu þjóðar. Hér
var því margs að minnast og mikils að sakna.
Ein var þó sú ráðstöfun ríkisstjórnarinnar, sem
sá um útförina, er vakti furðu margra.
Úr Alþingishúsinu og að kirkjudyrum báru kistu
forseta forvígismenn nokkurra helztu stétta og
starfsgreina þjóðfélagsins: forseti Alþýðusambands
Islands, formaður Vinnuveitendasambands íslands,
búnaðarmálastjóri, formaður Verzlunarráðs ís-
lands, formaður Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga, forseti Landssambands iðnaðarmanna og for-
maður Landssambands íslenzkra útvegsmanna. —
Hins vegar hafði ríkisstjórnin ekki séð neina á-
stæðu til, að þar væri neinn fulltrúi íslenzkrar
sjómannastéttar. Má þó hiklaust fullyrða, að sú
lítilsvirðing á íslenzkum sjómönnum og samtökum
þeirra, sem í þessu fólst, hafi sízt af öllu verið í
anda hins látna forseta. Herra Sveinn Björnsson
sýndi það hvað eftir annað, bæði í ræðu og at-
höfn, að hann kunni mjög vel að meta íslenzka
sjómannastétt og störf hennar. Er liægt að vitna
í mörg ummæli hans því til sönnunar. Það var því
í alla staði furðuleg ráðstöfun, að sniðganga sjó-
mannastéttina og gefa henni ekki kost á að votta
minningu hins látna forseta virðingu á sama hátt
og öðrum starfsstéttum.
Stjórn F.F.S.l. hefur sent forsætisráðherra mót-
mæli gegn þessari ráðstöfun.
Myndin á forsíðu.
Forsí&umynd, Víkingsins aJð þessu sinni er
af skipum á Reykjavikurhöfn Ijósum prýddum
si&astli&i& gamlárskvöld. — Myndina tók Viggó
Maack, skipaverkfræöingur.
47