Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Síða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Síða 11
Framan við ria fárlegur boði, að baki er rjúkandi röstin. Stjómandans rödd yfir styrrinn gjallar, örugg — óttalaus. Heima & ströndu standa fölvir svannar og rýna l sortann. Hrynja af augum haglkom sá/r, tár hins titrandi hja/rta. „Koma þeir afturf Komast þeir heimt Drottinn, náð þín oss dugi". Eitt er það svar, er að eyrum berst: Vábrestir vinda og sjóa. Átján gangii ekkjur frá ströndu, bíða föðurlau8 böm. Af bátnum þeirra ei berst nein saga. enginn kom aftur heim. Um Akranes bárust banafréttir, Oft var skarð fyrir skildi. En ótrauðir þeir, sem eftir lifðu, lögöu á djúpið dökkva. III. Félagshylllng og fólagshvttt / kvöld skal svngja um sigra og sjómanns þrek og fjör, og rifja upp mæta minning um marga sigurför, er breiður Flóinn brosti, og bjartur jökull hló, og frækinn fiskimaður sinn feng úr sævi dró. Því til sin hefur hafið oft heillaö góðan dreng, í brjósti íslands bama það bærir mjúkan streng. Er gullin sundin sindra við sól um kvöldin löng slær sjómanns hjartað hraðar og heillast af þeim söng. VÍKINGUR / kvöld vér heiðrum Hafþðr og hyllum jafnframt þá, er stýrðu dýrum stöfnum og stefndu djúpin á, já, þá er fremstir fóru í félagsandans sveit og efldu einörð samtök og efndu in djörfu heit. Þeir heiður fslands uku í annarra þjóða höfn, þeir stýrðu fögrum fleytum og frægðu islenzk nöfn. Þeir drógu sild úr djúpi, þeir drógu ólman fisk, og björg i þjóðarbúið, já, björg á hvers manns disk. Ef þrengist þjóðar hagur til þeirra er augum beint, án vaskleiks þeirra og vinnu vor vegferð gengi seint. Við góða mennt og manndóm þeir miði öll sín störf, við framtíðina og frelsið og föðurlandsins þörf. Já, stýrið fögrum fleytum sem fyrrum — á þau mið, er færðu beztan fenginn, og fomum haldið sið: Að birgja þjóðarbúið að björg og vistagnægð, að efla auðlegð Skagans og ykkar sjálfra frægð. Ragnar Jóhannesson. STJÓRN HAFÞÓRS: F. v. Sigrurjón Kristjánsson, Hallfreður Guðmundsson, formaður, og- Bjöm H. Bjömsson. Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Hafþór varð 25 ára skömmu fyrir áramótin. Einn af frumkvöðlum að stofn- un félagsins og fyrsti formaður þess var Kristófer Eggertsson, skipstjóri. Sátu honn og undir- ritaður ásamt fleiri gestum boð félagsstjórnarinnar þegar afmæl- isins var minnzt að Hótel Akra- nesi hinn 27. desember s.l. Núverandi formaður Hafþórs Hallfreður Guðmundson, hafn- sögumaður, futti við það tæki- færi ræðu og rákti sögu félagsins. Félagar í Hafþór eru allir skip- stjómarmenn á Akranesi; hefur félagið oft látið til sín taka með ýms framfaramál bæjarins, þ. á. m. hafnarbætur, öryggismál o.fl. Sá skerfur, sem Hafþór hefur lagt fram í félagstarfsemi FFSl er mikilsverður. Af Skaganum hafa komið ágætir fulltrúar sjó- mannastéttarinnar, tillögugóðir menn og drengir góðir. Sjómbl. Víkingur vill við þetta tækifæri færa Hafþór beztu kveðjur í til- efni af afmælinu, með þeirri ósk að félagið verði áfram einn sterk- asti hlekkurinn í þeirri traustu keðju, sem ber samtök okkar uppi. G. J. 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.