Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Blaðsíða 28
Prófessor nokkur vaknaði kl. 4 um
nótt.
— Ég get ekki sofið fyrir gelti og
ýlfri í hundinum yðar, sagði æst rödd
nágranna konu.
— Þakka yður fyrir, umlaði pró-
fessorinn hálfsofandi. Kl. 4 nóttina á
eftir hringdi síminn hjá nágrannakon-
unni:
— Ég ætlaði bar að láta yður vita,
kæra frú, að ég á engan hund, sagði
prófessorinn.
'Jrtoaktin
— í nótt dreymdi mig konuna yðar.
— Og hvað sagði hún?
— Ekkert.
— Þá hefur það ekki verið konan
mín.
Sá er munur á jórtrandi kú og ungri
stúlku með tyggigúmmí, að augnaráð
beljunnar er skynsamlegt. — (Sænskt
bændablað).
— Þú heldur víst að ég geri eins og
allar hinar, að ég flytji heim til
mömmu, sagði eiginkonan eftir hörku-
rifrildi við mann sinn. — En þar
skjátlast þér, góði. Ég ætla að biðja
mömmu að koma hingað.
— Áður sagðir þú alltaf að ég væri
allur heimurinn fyrir þig.
— Já, en síðan hefur mér farið fram
í landafræðinni.
O, mér datt ekki í hug, að þér væruð
svona áköf kæra ungfrú!
Trúboði var að halda ræðu og sagði
eftirfarandi sögu:
— Eitt sinn var sankti Pétri færð
sú sorgarfregn að 75% af öllum karl-
mönnum í heiminum væru trúlausir.
Þetta var Pétri mikið áhyggjuefni og
eftir nokkur heilabrot ákvað hann að
skrifa hinum 25% trúuðu:
— Vitið þér, herrar mínir, hvað stóð
í bréfi sankti Péturs?
— Nei, hrópuðu allir karlmennirnir
í hópnum.
—• Já, þetta datt mér í hug, heið-
ingjarnir ykkar, ykkur hefur auðvitað
ekki verið sent bréf.
Bernhard Shaw sagði eitt sinn, að
það sem kæmi sér verst fyrir hinn
ósannsögla, væri ekki það, að enginn
tryði honum, heldur hitt, að hann
þyrði engum að trúa sjálfur.
Úr bréfi frá Gröndal.
— Hér er aldrei neinn miðvikudag-
ur, heldur hleypur tíminn yfir þann
dag, svo þá er eklcert, klukkan er hér
aldrei tólf, heldur alltaf eitt. Hér kyss-
ir maður allt kvenfólk við hvern punkt
í ræðunni, þegar maður talar við það,
kiappar þeim á hægri kinnina við
hvern semikolon, og faðmar þær við
hverja kommu; þegar exclamations-
teiknin koma fyrir, þá má maður gera
við þær hvað sem maður vill.
(Skrifað frá Þýzkalandi 1858).
— Hugsaðu þér, hún Soffía erfði
200 þús. kr. eftir frænda sinn, sem
hefur ekki einu sinni séð hana, hvað
þá heldur meir.
— Nú, það skýrir auðvitað málið.
— Ef báturinn sekkur nú, sagði
konan hrædd, — hverjum ætlarðu þá
að bjarga fyrst, baminu eða mér?
— Mér, svaraði maðurinn sam-
stundis.
Flýttu þér amma, það á að taka mynd af
þér í tilefni af 90 ára afmælisdeginum
þínum.
Næturróður.
Einn útgerðarmaður gerði sér daga-
mun nú fyrir nokkru. Á leiðinni heim
til sin um morguninn hitti hann kunn-
ingja sinn, og var hálf kvíðinn yfir
að taka land í heimahöfn, og vildi helzt
snúa við til sömu miða aftur.
— Frjálsræði er ekkert orðið til,
sagði hann. — í uppeldi mínu hjá
afa og ömmu gat ég farið hvert sem
ég vildi og þurfti ekki að koma úr róðri
fyrr en seint að morgni. En nú, þegar
ég á tvö skip og konu og krakka, þarf
ég að koma heim klukkan 22.
I bæ nokkrum í Hellas er það siður,
að þegar bæjarfulltrúi ber fram til-
lögu, þá er snara sett um háls honum
er hann stígur í ræðustólinn. Ef til-
lagan verður samþykkt, þá er snaran
samstundis losuð, en verði tillagan
felld, þá er ræðustólnum sparkað und-
an honum. Hvernig væri að taka þetta
system upp hér á alþingi og í bæjar-
stjórn?
Joe Louis, fyrrverandi heimsmeist-
ari í hnefaleik, var eitt sinn í bíl með
vini sínum. Þeir lentu í árekstri við
vörubíl. Enginn meiddist, og ekki var
auðvelt að segja um, hverjum árekst-
urinn hefði verið að kenna, en vöru-
bílstjórinn rauk út úr bíl sínum og jós
skömmum yfir Joe Louis og hótaði
honum líkamlegum meiðingum.
Er leiðir skildi, spurði vinurinn,
hvernig í ósköpunum hefði staðið á
því, að hann hefði látið bjóða sér ann-
að eins. — Hví gafstu dónanum ekki
einn á hann? spurði hann.
—• Það er nú það, anzaði Joe Louis.
— Heldurð, að Caruso hefði sungið
aríu fyrir hvern þrjót, sem móðgaði
hann?
28
VÍKINGUR