Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1960, Qupperneq 29
Leikdómarinn. Gagnrýnandinn og rithöfundurinn danski, Sven Lange, skrifaði eitt sinn mjög harðan leikdóm í Politiken. — Nokkru seinna hitti hann leikstjórann á förnum vegi. — Þér ættuð sjálfur að setja leik á svið, sagði leikstjórinn hæðnislega, — og þá kæmi í ljós, hvort þér getið gert nokkuð betur sjálfur. Sven Lange svaraði: — Ef ég panta mér soðið egg á mat- sölustað, og það reynist vera fúlegg, hef ég þá ekki leyfi til að finna að þessu, þó að ég geti ekki verpt góðu eggi sjálfur? Kominn í land, eftir áratuga sjómensku. Á stríðsárunum hafði majór nokkur fengið í sína þjónustu nýja tegund flugbáta og vildi hann sjálfur fá að reyna hæfni þeirra. Settist hann sjálf- ur við hlið flugmannsins og stjórnaði fluginu. Þegar lenda átti, sá flugmað- urinn sér til mikillar skelfingar að majórinn ætlaði að lenda á flugvell- inum, og gaf honum olnbogaskot með þeirri vísbendingu að hann væri á flugbát en ekki á landvél. Majórinn sveigði af leið og lenti á sjónum af mikilli leikni. Lét hann síðan í ljósi við flugmanninn þakklæti fyrir að hann skyldi hafa bent sér á þetta, því í hernaði má enginn undirmaður segja yfirmanni sínum fyrir um störf. Þeg- ar majórinn hafði þakkað undinnanni sínum með handabandi, opnaði hann hurðina og gekk beint í sjóinn. — Vinur minn, sagði gömul kona við lítinn snáða. — Varst það þú, sem stalst eplunum úr garðinum mínum í gær? — Nei, ég þótti of lítill, en þeir lof- uðu mér að ég skyldi fá að vera með á næsta ári. Mér gekk illa með báðar eiginkon- urnar mínar. Sú fyrri vildi skilja við mig, en sú síðari vildi það ekki. — (R. Keller). VÍKINGUR Herdeild nokkur hafði fengið þjálf- ara til þess að kenna íþróttir, m. a. sund. Þeim var kennt innanhúss. — Stingið ykkur, sagði kennarinn, og svo var gjört, allir syntu yfir með prýði nema einn. Hann var að mestu leyti í kafi alla leiðina, en með buslugangi komst hann yfir laugina. Hinu megin stóð þjálfarinn og sagði: — Kallar þú þetta sund? —■ Ég veit ekki hvað þið kallið það, svaraði maðurinn, — en þetta var nú það, sem bjargaði mér þegar flugvéla- móðurskipinu „Lexington" var sökkt. Hvernig var það þegar danski mill- jónerinn fór á bjarndýraveiðar í Nor- egi og þegar þeir sáu bjarndýraspor í snjónum, þá sagði hann við fylgdar- manninn: —■ Far þú og sjáðu hvert sporin liggja, ég ætla að fara og sjá hvaðan þau koma. (Hann var hugaður). — Ég ætla að fá gert við skemmda tönn, sagði drengurinn. — Tannlæknirinn er því miður ekki við í svipinn, sagði stúlkan. — Það var leiðinlegt. Getið þér ekki sagt mér hvenær hann verðr ekki við næst? Það var stór heræfing. Liðsforing- inn henti sér á jörðina og hrópaði: — Ég er fallinn, þér takið við stjórninni, Johnsen liðþjálfi. — Ég hef tekið stjórnina, svaraði Johnsen. — Komið strax með skóflur. Maður nokkur stóð og glápti á veiði- mann nokkurn, sem dró hvern fiskinn af öðrum, en henti þeim jafnóðum í vatnið aftur. Loksins beit smátittur á hjá honum og dró maðurinn hann al- varlega í land og lét í veiðipokann. — Hvemig stendur á að þú hendir hinum stóru en hirðir þá litlu? spurði maðurinn undrandi. — Steikarapannan mín er svo lítil! Svo fengum við aftakaveður, og skipið reyndist hið besta SJÓskip. 1 -_____— _________________________________________.—I Maður nokkur, sem var hátt uppi, slangrandi framhjá áfengisverzlun og datt endilangur á gangstéttina. Eldri kona, sem gekk þar framhjá, opnaði dymar og kallaði inn: — Auglýsingaspjaldið ykkar hefur oltið um koll. Það er ekki hægt að gera bömin góð með því að gera þau hamingjusöm, en það er hægt að gera þau hamingjusöm með því að gera þau góð. JrWaktiH Eitt sinn tók Bemard Shaw þátt í samkvæmi, sem haldið var til fjáröfl- unar í góðgerðarskyni. Að borðhaldinu loknu fór hann og bauð einni aðalfor- göngukonunni upp í dans. Hún varð stórhrifinn af því að dansa við hinn fræga rithöfund. — Að hugsa sér, sagði hún, að þér skylduð bjóða mér upp! — Kæra frú, sagði Shaw, er hann tók hana danstökunum. — Þetta er allt saman góðgerðarstarfsemi, er það ekki? 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.