Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 2
við sjómenn samkvæmt því. Er vonandi að þar verði gengið hreint til verks og þau mál gerð klár hið allra bráðasta svo að andrúmsloftið hreinsist og að það miður heppilega ástand sem skapaðist í samskiptum sjó- manna og útgerðarmanna á síð- astliðnu ári endurtaki sig ekki. Mun flestum skiljast, að það get- ur orðið mjög óheillavænlegt að höggva oft í hinn sama kné- runn og mikill ábyrgðarhluti að halda þannig á málum, að aðal- atvinnuvegur þjóðarinnar kom- ist í slíka sjálfheldu að þjóðar- búinu stafi geigvænleg hætta af. Auknar haf- og fiskirannso'knir. Eitt mjög aðkallandi mál, sem að sjávarútveginum snýr, eru stórauknar haf- og fiskirann- sóknir. Við eigum marga unga og vel menntaða haf- og fiskifræðinga með eldlegan áhuga fyrir að rannsaka fiskimiðin, uppeldis- stöðvar alls konar sjávardýra hér við land og lífsskilyrði þeirra, en þeim hefir því miður enn sem komið er hvergi nærri verið sköpuð þau skilyrði til nauðsynlegra athafna, sem óhjá- kvæmileg verða að teíjast. Leiðbeiningar starfsmanna Fiskideildar Háskóla Islands við síldveiðarnar undanfarin ár hafa verið ómetanlegar, enda vakið verðskuldaða athygli allra lands- manna og eflaust víða um heim. Hafa þær ábyggilega borið þús- undfaldan ávöxt. Framtíðardraumur okkar er að við eignumst allt landgrunn- ið, og er vonandi að hann sé ekki langt undan, sérstaklega vegna þess að á alþjóða vettvangi er þróunin í landhelgismálum mjög ör. Nægir í því sambandi að benda á kröfumar meðal sjó- manna innan Bretaveldis um að færa landhelgina út í 12 mílur. Má segja að fljótt hafi skipt sköpum í þeim efnum og að málstaður Islendinga hafi orð- mun sterkari. Fyrsta og sterkasta skilyrðið fyrir því að okkur takist að þoka málum þessum áfram að lokatakmarki og ná full- um yfirráðum yfir þessu haf- svæði, ér að hafa raunvísinda- leg gögn í höndunum, það verða ábyggilega okkar sterkustu rök, eri vanræksla í þessum efnum getur orðið okkur stórhættuleg. Þessi mál eru mjög aðkallandi, enda hlýtur öllum hugsandi mönnum að vera ljóst að í sjáv- arrannsóknum ríkir ófremdar- ástand. IJthafsflotar stórþjóðanna munu gerast æ aðgangsfrekari á þau auðugu fiskimið, sem finn- ast á íslenzku landgrunni og þeir munu vissulega engu hlífa.. Smíði fullkominna fiskirann- sóknaskipa þolir enga bið. Fé til slíkra framkvæmda er nóg fyr- ir hendi, og er þar engin afsök- un frambærileg, og það er á- byggilega einhver sú öruggasta fjárfesting, að veita nokkurra tuga milljóna króna framlag til fiskirannsókna. Það fé kemur margfaldlega til skila aftur, sennilega fyrr en marga grunar. Vemd gegn ofveiði getur aldrei verið framkvæmd nema að fyrir liggi raunvísindalegar niðurstöður en við eigum langt í land þar til þær liggja fyrir eins og æskilegt væri, og við hvorki getum né megum fela er- lendum vísindamönnum þau verkefni, enda þótt sjálfsagt sé að hafa þar nána samvinnu. Þessi verkefni eigum við að leysa sem mest sjálfir. Nú er hér á landi tímabil hipna „feitu nautgripa Faraós“, og er. mikið í húfi að hinum mikla auði, sem hér hefur safnazt und- anfarið sé varið af fyrirhyggju og forsjálni. Bændahallir og aðrar stór- framkvæmdir eru eflaust allgóð fjárfesting. Menn verða þó að hafa hugfast að enn sem komið er hefir „sjávarnytin" verið einna drýgst, sem skilyrði fyrir allskonar framkvæmdum og upp- byggingarstarfi í þessu Gósen- landi. Tekizt hefir að skapa þjóðinni ein þau beztu lífsskilyrði, sem finnast á þessari jarðkringlu, og það er sem betur fer engin ástæða til að kvíða framtíðinni, ef skynsamlega er á málum haldið. Stór verkefni bíða, hvar sem augum er litið. Aukin hagnýt- ing sjávarafurða er kapituli fyrir sig, sem vonandi verða gerð skil síðar í þessu blaði. Víkingurinn óskar sjómanna- stéttinni og öllum landsmönnum árs og friðar, með þeirri ósk að sjómennirnir sjálfir knýi fast á með þau mál, sem bein- línis snerta velferð þeirra og framtíðaröryggi. KRISTINN EEYR: KofTlÍfítt df kdfí Léttvæg er hönd mín í hrjúfri Heimskautafreri á herðum, hendi, sem flugsnör heitur straumur í æðum, gómaði geimvökul hvirfilsól hitabeltis gerfitungl kránna í hjarta. og kitlaði kvöldstjörnuna Hann, sem hönd mína lykur, Og hlæjandi kominn hingað heim í fásinnið, hans eru ófá tryggðatröllið. heimsins höf og hafnarborgir. Húsin bergmála héðan - Hafnarstíginn á enda: — Hann er kominn af hafl. -----j 26 VÍKINGUB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7231
Tungumál:
Árgangar:
86
Fjöldi tölublaða/hefta:
1855
Skráðar greinar:
963
Gefið út:
1939-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.02.1963)
https://timarit.is/issue/289284

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.02.1963)

Aðgerðir: