Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 33
Skipasmíðar fyrir íslendinga
Fyrii- um þaS bil 3 áratugum
stöðvaðist að mestu leyti, öll
skipasmíði á íslandi, sökum þess
að innlendir skipasmiðir voru
ekki taldir samkeppnisfærir við
erlenda um verð. Allir sem
kynntu sér þessi mál á þeim
tímum vissu að meginorsök
þessa verðmunar, sem í ýmsum
tilfellum mun hafa verið minni
en látið var í veðri vaka, staf-
aði af því að allt efni til skipa-
smíða innanlands var tollað og
talsverður hluti þess, vélar og
tæki í hátolli, en allt tolla- og
kvaðalaust ef skipin komu til-
búin erlendis frá. Það merki-
lega var, að innlendir skipasmið-
ir gerðu engar raunhæfar ráð-
stafanir til þess að fá leiðrétt-
ingu á þessum himinhrópandi
misrétti. Lögðu bara árar í bát,
og þjóðin í heild, sem ekki hafði
of mikið að gera á þeim árum,
lét afskiptalaust að öll nýsmíði
á skipum og mikill hluti skipa-
viðgerða, var sótt til útlanda, að
einstöku hjáróma röddum und-
anskildum, sem hvorki valdhöf-
um þótti ástæða til að svara, né
sveltandi iðnaðarmönnum og
öðrum landsmönnum, (sem þessi
vinna var beinlínis tekin frá) að
taka undir.
Nú á að vísu að heita svo að
búið sé að lagfæra þetta mis-
ræmi, með lagaheimild um end-
urgreiðslu á tollum til skipa-
bygginga. Þessi ráðstöfun er
að sjálfsögðu góðra gjalda verð,
að svo miklu leyti, sem hún nær.
Hún er hins vegar NEIKVÆÐ
í eðli sínu, þar sem hún er mið-
uð við endurgreiðslu, en ekki
TOLLFRELSI, og sver sig þar
í ætt við alltof margar neikvæð-
ar ráðstafanir í okkar daglega
lífi, þrotlausar skýrslugerðir,
hlaup milli æ fleiri stofnana o.
fk o. fl. Þá nær hún ekki nema
litlum hluta af tilgangi sínum
(ef ihún á að lagfæra ósamræm-
ið) vegna þess að hún kveður
aðeins á um nýsmíði, en nær
ekki til viðgerða eða breytinga,
VlKINQUB
sem enn njóta tollfrelsis utan-
lands frá en ekki hér heima.
Getur það munað milljónum
króna, hvort vélar og tæki í eitt
fiskiskip fer á land á íslandi
eða ekki. Ef efnið er sett um borð
í viðkomandi skip utan íslenzkr-
ar landhelgi, og skipið tekið á
land með öllu saman, er enginn
tollur á neinu.
Þetta sem minnzt hefur verið
á, hefur valdið því, að sama von-
leysið og ótrúin hefur hvílt á
innlendri skipasmíði, og erum
við ennþá ótrúlega sinnulausir
í þeim efnum öllum. Þar virðast
engin takmörk sett fyrir því,
hve margir geta framfleytt sér
og sínum með því að útvega ís-
lenzkum útgerðarmönnum, vélar
tilbúin skip og önnur tæki til
skipa, erlendis frá, og eru litlar
líkur sjáanlegar á að breytinga
sé að vænta. Þessi vinna er sótt
til flestra landa álfunnar. Dug-
legir umboðsmenn hafa fengið
norska trésmiði til þess að æfa
sig á að smíða stálskip fyrir
okkur, og þýzka járnskipasmiði
til þess að framleiða trébáta.
Þá hafa Rússar litið upp úr sín-
um kjarnorkuvísindum, þegar
þeim er boðið upp á að smíða
trillubáta fyrir íslendinga.
Enda þótt tréskipasmíði sé
eitthvað að aukast hér heima
(illu heilli), er hún enn ekki kom-
in á svipað því sama stig og hún
var fyrir 30—40 árum, og járn-
skipasmíðin er heima aðeins
kák. Við megum vera stoltir af
frændum okkar Færeyingum fyr-
ir það hversu myndarlega þeir
fara af stað í Skálafirði, með
byggingu Stálskipasmíðastöðvar
enda kemur það greinilega fram
í fréttum um þetta fynrtæki,
að þeir hyggjast ekki aðeins ætla
að fullnægja eigin þörfum,
heldur einnig byggja skip fyrir
erlendar þjóðir, og þá auðvitað
erum við Islendingai* fyrstir á
blaði, sem stórveldi í skipakaup-
um og algjörlega hjálparlausir
í skipasmíðum.
Þeir menn sem barizt hafa
móti hvers konar iðnaði á Is-
landi hafa haldið fram, að vegna
legu landsins, samgönguerfið-
leika, hráefnaskorts o. fl. gæt-
um við ekki keppt við aðrar
þjóðir í þeim efnum. Reynslan
hefur hins vegar sannað hið
gagnstæða, að allsstaðar þar
sem byrjað hefur verið með stór-
hug og fyrirhyggju hefur ís-
lenzkur iðnaður. fyllilega staðizt
samanburð við hinn erlenda og
enginn mun leggja trúnað á, að
við gætum ekki smíðað skip,
eins og annað, aðeins ef skilyrði
væru fyrir hendi.
Flestum mundi hafa þótt frétt-
in sennilegri, ef hún hefði sagt
frá því að íslendingar hyggðust
smíða stálskip fyrir Færeyinga.
Persónulega hefði mér líka þótt
hún skemmtilegri þannig, en
óska Færeyingum til hamingju.
Reykjavík, 24. 1., 1963.
G. Þorbjörnsson.
Til áskrifenda
I ársbyrjun 1962 var tekin sú
ákvörðun, að halda verði Vík-
ingsins óbreyttu og var verð
síðasta árgangs því aðeins kr.
100.00. Þetta var álitið mögulegt
vegna þess að áskrifendur hafa
reynzt sérstaklega skilvísir með
að greiða blaðið, svo að hverf-
andi lítið hefir tapazt af áskrift-
argj öldum.
Vissulega urðum við ekki fyrir
vonbrigðum. Blaðið hefir notið
þess að áskrifendur eru með af-
brigðum skilvísir og hefir. það
þó tæplega bjargað fjárhagshlið-
inni, enda verðið ótrúlega lágt.
Dýrtíðin hefir vaxið hröðum
skrefum og er fyrirsjáanlegt að
ekki þýðir að stangast við stað-
reyndir.
Verð Víkingsins 1963 hefir því
verið ákveðið kr. 150,00. Vonum
við að þið skiljið nauðsyn þessar-
ar hækkunar, enda verður gert
sem hægt er til þess að allir les-
endur megi finna lesefni, sem er
eftirsóknarvert og reynt verður
að hafa blaðið stærra og fjöl-
breyttara.
Þá má geta þess að í sumar
verður Víkingurinn 25 ára og
verður reynt að minnast þess á
viðeigandi hátt.
57