Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 22
Öndunarbjörgun. er það kall- að, er maður notar sinn eigin andardrátt til að lífga við aðra manneskju, sem er meðvitund- arlaus og getur ekki sjálf dregið andann vegna þess að hún hefur kafnað 1 vatni, reyk, eitruðum gastegundum eða af því að hún hefur orðið fyrir losti. En til þess að árangur náist við lífg- unina verður hjálpin að berast strax og engin stund má fara forgörðum. Það getur oltið á einni eða tveimur mínútum, hvort hinn meðvitundarlausi lif- ir eða deyr, og því er enginn timi tii að kalla á annarra hjálp eða gera sérstakar ráðstafanir aðrar. Öndunarbjörgunin verð- ur að hefjast þegar í stað. Enginn veit nema hann verði einhverntíma nærstaddur, er slys ber að höndum og þörf verð ur á lífgunarhjálp. Þess vegna á það að vera öllum kappsmál að kunna þessa lífgunaraðferð, svo þeim fallist ekki hendur á neyð- arstundu. Lesið þessar reglur því vel og lærið aðferðina. Verið viðbúin og fljót til, þegar á þarf að halda. Mjög mikilvægt er, að þegar í stað sé hafizt handa. Fyrir- byggið allar hindranir í öndunai' rásinni með því að: sveigja höfuðið aftur, teygja hökuna fram, eða ýta undir kjálkann. Hefjið síðan að blása lofti í lungu þess kafnaða: gegnum nefið, eða gegnum munninn, eða gegnum hvorutveggja. Öndunarbjö'rgunin skal fara þannig fravn: 1. Leggið sjúklinginn á bakið. Fjarlægið óhreinindi úr munni hans og nösum. Haldið öndun- arrásinni vel opinni með því að sveigja höfuð sjúklingsins eins mikið aftur og unnt er. Teygið einnig höku hans ásamt tung- unni fram, eða ýtið undir kjálk- ann. Sé þessa ekki gætt, getur tungan sigið aftur í kokið og lokað öndunarrásinni. Sjá með- fylgjandi myndir. 2. Hefjið þegar að þessu loknu að blása lofti í lungu sjúklings- ins, annaðhvort um nef hans eða munn, en ef unnt er gegn- um hvorutveggja. Opnið munn yðar eins og yður er unnt og læsið honum vel yfir munn og nasir sjúklingsins, svo ekkert loft fari til spillis á meðan á blæstrinum stendur. Blásið svo þar til þér sjáið brjóst sjúkl- ingsins þenjast út, en það ber einmitt vott um, að öndunarrás- in sé óhindruð. Takið þá munn yðar frá til að hleypa loftinu út aftur og andið sjálf að yður. Blásið síðan aftur, er útöndun sjúklingsins er lokið. Þannig mun súrefnið frá lofti því, er þér andið inn í sjúklinginn, smám saman síast út í blóð hans, en það er einmitt það, sem hann þarfnast. Til þess að varna vatni að setjast að í lungum sjúklings- ins, skuluð þér halda höfði hans lægra en brjóstinu. Umfram loft, sem getur borizt ofan í maga sjúklingsins, orsakar út- þenslu milli rifjanna og nafl- ans. Til að hleypa þessu lofti út, er nægilegt að þrýsta létti- lega á magann. Þegar um fulorðna er að ræða, skuluð þér anda djúpt og rólega, minnst 12 sinnum á mín- útu, en örar og léttar þegar börn eiga í hlut, eða 20 sinnum á mín útu. Talning er þó ekki nauð- synleg og ber hverjum að fara eftir eigin öndunarþörf. Hættið blástrinum, þegar sýnilegt er, að sjúklingurinn er sjálfur tek- inn að anda. Enn skal það brýnt fyrir fólki hversu mikilvægt það er að spilla engum tíma og hefja lífg- unartilraunir þegar í stað. Eyðið engum tíma til ónýtis. Hefjið lífgunartilraunir á manni, sem fallið hefur í vatn, strax og honum er náð upp. Vatn í maga hans er aukaatriði, súr- efni í lungun er aðalatriðið. Vatni er unnt að lileypa út á milli þess, sem blásið er lofti í sjúklinginn, með því að skjóta knjám sínum undir axlir hans og láta höfuðið slúta. Þegar um líf eða dauða er að tefla, má engan óa við eða hika við að leggja munn sinn að vit- um ókunnugs manns, eða með- VÍKINGUE 46

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.