Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 27
skipstjóri á einu skipi, nú eru þau öll undir þinni stjórn“. Dixon starði á þessa setningu í bréf- inu. Fingurnir krepptust, svo að hnúarnir hvítnuðu. Hann minntist orða Harweys fyrr um morguninn: ,,Ég býst við að þú hafir verið á stjórnpalli þessa skips frá upphafi“. Og nú fann hann að hann hafði aldrei yfirgefið það. Hann stóð á stjórnpalli Amor Star, og hann gat séð strandlengjuna í 200 metra fjarlægð, hann fann til klettanna undir botni þess og skynjaði hvern- ig það hallaðist aftur, með skutinn djúpt í sjó. Það var komið aðfall og stormurinn jókst. Það var ótti hans við versnandi veður, sem reið baggamuninn, og Dixon bæði heyrði og skynjaði á- standið. Ef um nokkra von væri að ræða . . . Hann greip símatólið. „Náið sambandi við Amor Star“, sagði hann við símavörðinn og við vmg- frú Rosson sagði hann, án þess að líta á hana: „Takið niður skýrslu til aðalforstjórans“. — „Klukkan 8:02 að morgni, setjið dagsetning- una inn, ákvað ég að gefa út fyrir- skipanir til Baileys, skipstjóra á Amor Star —“. Hönd var lögð þungt á handarbak Dixons og símtólinu, sem hann hélt um, þrýst niður á skrifborðið. Harwey stóð yfir honum. „Nei, Carr“, sagði hann hraðmæltur. „1 guðanna bænum, nei!“ — sem hann átti að hegða sér eftir, varð- andi skip hans. — Harwey var orð- inn öskugrár í framan. Hann virt- ist valtur á fótunum, þegar Dixon ýtti honum frá sér. „Þú ert brjálaður, hrópaði Har- wey. Þú veizt ekki hvað þú ert að gera. Það er Baileys að taka á- kvarðanir, einskis annars. Ef hon- um skjátlast, er það hans mál. Þeir geta í mesta lagi lækkað hann um eina eða tvær gráður. Senni- lega fær hann strax fyrsta stýri- mannsstöðu, um stundarsakir, en hann er ungur og vinnur sig fljótt upp aftur, en það getur þú ekki Carr, ég sagði þér að þeir seilast eftir stærra fórnalambi og með þessari skýrslu afhendir þú þig á fati. Þú missir engan einkennisbún- VÍKINÖUR ing. Þú tapar öllu. Þú verður rek- inn frá skipafélaginu". Dixon leit upp á hinn eldri mann. „Eins og þú sagðir við mig í morgun Bill“, sagði hann blíðlega, „hefi ég verið rnn borð frá upp- hafi“. Hann heyrði til Baileys, skip- stjóra í fjarska. „Þetta er Dixon. Ég hefi skipanir fyrir yðm-“. „Ég bíð eftir flóðinu, og reyni þá að ná skipi mínu á flot“, sagði röddin. „Heyrirðu til mín Bailey?“ „Já“. Dixon vætti þurrar varirnar: „Hlustaðu þá; þú skalt þegar í stað taka aftur á með fullu vélarafli. Þú verður að koma skipinu á flot fyrir flóðið. Þú átt á hættu að botn- inn flettist upp, en þetta er eina úrræðið. Hann er óðum að hvessa og með flóðinu undan vindi hækk- ar sjávarborðið um nítján fet. Ég er viss um að skuturinn lyftir sér ekki heldur mim flæða yfir hann, og þá er öll von úti um björgun". .. „Bailey!" „Já herra“. „Ágætt þú hefir heyrt fyrirskip- anir mínar, og ég ber ábyrgð á þeim, hvernig sem fer, þér skiljið hvað ég á við með því“. „Já, skipstjóri" „Hamingjan fylgi þér“. Dixon lagði frá sér símatólið. Hversu oft hafði hann ekki gefið sjálfstæðar fyrirskipanir frá því hann tók við stöðu sinni hjá félaginu. Hann snéri sér hægt að ungfrú Rosson. „Bætið þessu við“, sagði hann og leit á klukkuna á veggnum. „Kl. 8:07 f. h. gaf ég Bailey, skipstjóra fyrirskipun um að taka aftur á með fullu vélarafli og reyna þannig að ná skipinu út“. Hann kinkaði kolli til ungfrú Rosson. „Geymið skýrsluna, ef ég kynni að þurfa að bæta við hana síðar“. Augu þeirra mættust. „Skipstjóri", byrjaði hún. „Ég vissi ekki, ég skildi ekki“. „Ég fer upp á þakhæðina", sagði Dixon. Harway snerti hand- legg hans blíðlega í því að hann stóð upp frá skrifborðinu. Á þaki húss Western Pacific skipafélagsins var sólbyrgi, sem starfsfólkið hafði til afnota yfir sumarmánuðina. Þar voru borð, bekkir og stólar. Frá þakbrúninni var útsýni yfir höfnina stórkost- legt. Dixon stóð lengi í sömu spor- um og lét goluna leika um andlit sitt og hár. Hann horfði á skipin hreyfast út og inn í höfnina og bifreiðir þutu eftir brúnni, sem lá yfir flóann. Þar sem hann stóð þarna, lét hann hugann reika um liðin ár. Hann minntist þess, þeg- ar hann var háseti, þegar hann var fjórði stýrimaður svo þriðji, ann- ar og síðan fyrsti. Honum fannst sem það hefði skeð í gær, er hann tók yfirskipstjórn í fyrsta skipti 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.