Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 25
Á flestum sviðum bjargar unnustan. Ástandið í heimsmálunum er svo flókið og erfitt að henda reiður á, vegna þess, að úlfarnir heimta alltaf tryggingu fyrir því að lömbin ráðist ekki á þá. * Við finnum ekki hamingjuna, við sköpum hana. * Ung leikkona var í brúðkaupsveizlu. Hún fékk bita af brúðartertunni með sér heim og lét hann undir koddann sinn, vegna þess að þá mundi hana dreyma mannsefnið. Daginn eft- ir var hún spurð hvernig hana hefði dreymt. Hún horfði til himins og sagði með dreymandi svip. — Mig dreymdi heila herdeild. — Heldurðu að þessi trúnaðar- vinur segi frá leyndarmálinu ? — Ég var hjá lækninum. Han skoðaði í mér tunguna og gaf mér styrkj- andi meðal — Það hefir þó aldrei verið styrkj- andi fyrir tunguna, spurði eiginmað- urinn óttasleginn. Marlene Dietrich, hin fræga leik- kona er farin að reskjast, en hefir gagnstætt kynsystrum sínum aldrei dregið dul á aldur sinn. Á 57 ára afmælinu var ekkert kerti á afmælis- Frívaktin kökunni, einn vina hennar vakti at- hygli hennar á þessu og fékk þetta svar: — Þetta er afmæli en ekki blys för! — Símtal: — Þuríður ástin mín, má ég heim- sækja þig í kvöld. — Velkomið, Jens. — En ég heiti Karl. — Það gerir ekkert til. Ég heiti Björg. — * — Þér þekkið vitnið? — Spurði dómarinn. — Er hann sannorður. — — Ekki get ég fullyrt neitt um það. Hann hefir lengi starfað á Veður- stofunni. * Víða í Krónborgarkastala gefur að líta mannshöfuð höggin úr steini með gapandi munna. Þau eru mörg notuð sem afrennsli fyrir rigningar- vatn. Fyrir nokkru stóð amerísk kona í djúpum þönkum fyrir fram- an eitt slíkl. — Þetta höfuð langar mig til að kaupa og taka með mér heim. — Það er nú ekki til sölu, sagði safnvörðurinn. — En hvers vegna í ósköpunum viljið þér kaupa þennan ljóta stein- gerfing. — Ja, það er vegna þess, að það líktist nákvæmlega manninum mín- um yfir morgunkaffinu! Fylgdu fo ringjauum. vlKINÖUE 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.