Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 19
r.5
o 2o 10
Siqling es, Setfi
3* otpr, — £& mai /99S
>«»'*► % H heírni'ti’ð
*ss,.A'3íor'‘~-
<^yjo r
einna líkastur doríu aftan í því.
Kannske hefur þessi stærðar- og
aflsmunur gefið skipstjóra þess þá
snjöllu hugmynd, að bjóða okkur
aðstoð. Einn daginn kallar skip
þetta okkur upp á ljósmorsi.
Þá höfum við líklega verið nálægt
miðja vega á milli Azoreyja og
Bretlandseyja. Skeytið var á þessa
leið:
„Býðst til þess að draga yfekur
til Londonderry".
Þá voru mörg hundruð mílur ó-
farnar til írlands. Við vorum bún-
ir að vera hálfan mánuð í hafi, og
þó að allar kolageymslur hefðu ver-
« yfirfullar, þegar lagt var af
stað, var þegar farið að ganga í-
skyggilega á birgðirnar. Til að
hafa við skipalestinni varð að
kuýja vélina til hins ýtrasta dag
°g nótt, svo að kolaeyðsla var
langt umfram það, sem eðlilegt
gat talizt og venjulegt var. Ekki
þurfti annað en þrálátan andbyr,
eða að skipalestin tæki á sig ann-
an krók svipaðan þeim, sem á und-
an var genginn, til að eldsneyti
VlKINGUR
þryti. Þó að allt gengi áfallalaust,
yrði lítill eða enginn afgangur, þeg-
ar komið væri á áfangastað.
„Spurðu með hvaða skilmálum
hann vilji draga okkur“, sagði
skipstjórí eftir nokkra umhugsun.
Ég beini morselampanum að
brúnni á risanum. Það stendur ekki
á svari þaðan.
„Lloyds skilmálar“.
Það var þá svona. Hann ætlaði
sér full björgunarlaun fyrir greið-
ann. Boðið var kurteislega afþakk-
að.
Til allrar hamingju hélzt góð-
viðrið, og ennþá verður Selfoss að
rembast eins og rjúpan við staur-
inn að halda í við skipalestina. Og
forustumaður hennar reynist okkur
drengur, enn sem fyrr, og lætur
hana doka við eftir okkur þegar
við tökum að dragast aftur úr.
Þegar farið er að nálgast land,
er óskað upplýsinga um eldsneytis-
forða. Mátti þá heita fullkomin tví-
sýna, að birgðirnar entust í áfanga-
stað, Loch Ewe á Norður-Skotlandi.
En sjálfsagt hefði verið hægt að
fara að landi einhversstaðar á leið-
inni þangað, ef allt um þryti. Er
nú gerð nákvæm könnun á kolunum,
og töldust þá vera til birgðir til
þriggja sólarhringa — og sam-
kvæmt því mundi ferðin og birgð-
irnar standast nokkurn veginn á.
Skipstjóri gefur fyrirliðanum
upp, að við eigum þriggja sólar-
hringa birgðir og er það látið gott
heita.
Upp úr miðjum degi miðviku-
dag 19. maí er skipalestinni skipt.
Meginhluti hennar, þar á meðal
forustuskipið, siglir suður Irlands-
haf, en afgangurinn, þar á meðal
Selfoss, norður á milli Hebrides-
eyja og Skotlands. Um það bil,
sem leiðir skilja, kallar forustu-
skipið Selfoss á ljósmorsi. Var er-
indið kveðjuskeyti til skipstjórans,
efnislega á þessa leið:
„Þakkir fyrir ánægjulega við-
kynningu, óhvikula árvekni, góða
stöðugæzlu og örugga merkjaþjón-
ustu. Góða ferð“.
Ekki urðum við þess varir, að
önnur skip lestarinnar fengju slíka
43