Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 18
anlega fréttaþjónusta fyrir skips- höfnina. Á ráðstefnu skipstjóra kom fram, að skipalestin átti að sigla með 7 mílna hraða. Þá lét skipstjóri for- ustuskipsins þess getið, að í lest- inni væri lítið skip, sem hann væri staðráðinn í að skilja ekki eftir í reiðuleysi þó eitthvað kynni að skorta á, að það héldi þessum hraða. Auðvitað var þetta skip Selfoss. Nokkru fyrir hádegi sunnudaginn 2. maí var siglt úr höfn og skipa- lestinni raðað upp. Hlaut Selfoss þriðja sæti í annarri röð frá vinstri. Fyrstu fjóra sólarhringana bar ekki til tíðinda. Veður var stillt, suðlæg átt og sjólítið. Stundum brá fyrir þoku, en ekki til tafar að ráði. Þann 7. maí var blíðskaparveður. Sunnan andvari gáraði sjóinn, hlý- indi voru í lofti og sólin sást gegn- um þunna skýjaslæðu. Um hádegi stóð skipstjóri úti á bátapalli bakborðsmegin . Ég sat við borðið í loftskeytaklefanum inn af kortaklefanum, og sá þaðan út á bátapallinn. Heyri ég þá skip- stjóra segja: „Jæja, þar fór það fyrsta". Ég geng út á bátapallinn til skip- stjórans og heyri í sömu svifum þungan dynk. Mikill mökkur steig upp af skipinu, sem var skáhallt fyrir framan okkur bakborðsmegin og það tók að hallast. í sama bili heyrðist vélbyssugelt frá næsta skipi fyrir aftan, hliðarskipi okk- ar, því að nú sást frá því hvar tundurskeyti kom æðandi að. Skipti það engum togum að tund urskeytið hitti það nálægt miðju. Hafði kafbáturinn legið kyrr eftir að hafa skotið á fyrra skipið og beðið þess, að hið síðara kæmi í skotmál. Enn heyrist þungur dynk- ur er tundurskeytið springur og tætir sundur innviði skipsins. Tek- ur nú fyrra skipið mjög að síga og var það sokkið eftir nálega stundarfjórðung. Seinna skipið sökk mjög hægt, því að það hafði timburfarm með miklu flotmagni bæði í lestum og á þilfari. Var það ekki sokkið eftir klukkutíma, er það hvarf inn í mistrið, en mjög tekið að hallast. Síðasta skipið í röðinni sneri sér þegar að björgunarstarf- inu, en að öðru leyti hélt lestin á fram í krákustígum til að torvelda kafbátum miðun tundurskeyta sinna. Nú hófst mikill gauragangur. Tundurspillar og korvettur þustu á vettvang og tókst að kasta út djúpsprengjum þar sem þeim þótti líklegast að kafbáturinn væri. Stóðu sjóstrókamir hátt í loft við sprengingarnar, en þrýstingurinn af þeim verkaði eins og bylmings- högg í botn nálægra skipa. Kraft- iu- þessara sprenginga var slíkur, að þess voru dæmi, að menn þustu út á þilfar í þeirri trú, að skipið hefði orðið fyrir sprengju — og man ég til þess úr annarri ferð. Smám saman linnti látum, og bar ekki frekar til tíðinda þennan dag. En þegar dimmt var orðið um kvöldið, sveigði skipalestin til suð- urs, þvert úr fyrri stefnu. Var nú sigld suðlæg stefna í þrjá sólar- hringa, unz komið var suður undir fertugasta breiddarbaug. Þá var sveigt til austurs og stefna tekin skammt norðan við Azoreyjar. Þótti okkur á Selfossi það undarleg stefna og óþessleg að skila okkur áleiðis heim. Brátt varð þess vart, að her- skipavernd skipalestarinnar var aukin, og á þriðja sólarhring eftir árásina bættist henni flugvélamóð- urskip, sem fylgdi henni síðan lang- leiðina austur um haf, en flugvél- ar þess sveimuðu yfir flotanum og leituðu óvinaskipa út frá honum. Virðist sú leit hafa borið árangur, því að viku eftir að skipunum var sökkt, tilkynnti forustuskipið, að hefnt væri ófaranna. Eftir að þetta bar til tíðinda, var ferðum skipaflotans hraðað eftir megni. En á því var annmarki. Hæggengasta skipið skammtaði hraðann. Og ekki þarf að taka fram, að skipið var Selfoss. Þó að vél hans væri knúin til hins ýtrasta, dróst hann aftur úr. Þá kallaði for- ustuskipið á ljósmorsi og spurði hverju gegndi. Að fengnu svari var skipaflotanum gefið fyrirmæli með merkjaflöggum að minnka hrað- ann um fjórðung úr mílu. Eins og áður var sagt, var Sel- Egill Þoigilsson, skipstjóri foss 775 smálestir. í skipalestinni voru á milli þrjátíu og f jörutíu skip, og áreiðanlega ekkert annað en Sel- foss undir 2500 tonn að stærð. Hefðu tvö eða þrjú skip í flotanum skipt á milli sín farmi hans, hefði þess naumast orðið vart, að þau ristu dýpra þess vegna. Og vegna þessa krílis urðu skip, sem saman- lagt báru sennilega tvö hundruð sinnum meira en hann látin doka við. Og þó dugði þetta ekki. Enn dróst Selfoss aftur úr. Enn var spurt um ástæðu. Og aftur var svarað, að Selfoss kæmist ekki hraðara. Þannig gengur þetta dögum sam- an. Þegar Selfossi hefur tekizt í nokkra klukkutíma, másandi og blásandi að halda í við lestina, er merki gefið um aukinn hraða. Þá dregst Selfoss aftur úr, og vitað er, að kafbátar eru á næstu slóðum, og eftirlegukind úr skipalest yrði þeim vafalaust auðveld og kærkom- in bráð. Enn ganga því skeyti á milli og skipalestin er látin draga úr hraðanum. Auðvelt er að gera sér í hugar- lund að áhöfnum annarra skipa í flotanum hefur þótt súrt í brotið að láta þennan gamla kláf, sem ekki var stærri en svo, að hann hefði næstum því komizt fyrir á þil- fari stærstu skipanna í lestinni, skammta sér hraðann. Næsta skip á undan Selfossi var stórt og nýlegt fragtskip. Til að sjá hlýtur Selfoss að hafa verið VÍKINGUR 42

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.