Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Side 9
kunna að fara með þess hátt- ar, en það getur kannski ver- ið, að yngri mennirnir verði dálítiö móðgaðir við að heyra minnzt á svo gamaldags dót. Þó er auðvelt hverjum skip- stjóra að halda skipi sínu upp í sjó og vind með því að hafa uppi stífa fokku, þríhymu á framsiglu (ef skipið hefur hana) og gaffalsegl á aftur- siglu. Öll eru seglin sett með jafnstrengda kló og eins og fyrir beitivind (close-huled). Ef skipinu skyldi slá frá stefnu, má rétta það með því að setja vélina á ferð augna- blik. Veturinn 1937, er ég var á sel- veiðum við Jan Mayen skall á okkur. hörkuveður, sem stóð af ísnum. Skipið var drekkhlaðið, en við notuðum stormsegl eins og hér er lýst og varð engin hætta vegna yfirísingar. Við urðum ekki fyrir neinu teljandi tjóni og þakka ég það seglunum, sem héldu skipinu upp í eða mjög nærri vindi, án þess þó að knýja það áfam og rak skipið þannig undan veðrinu. Þegar skipið var í þann veginn að falla frá vindi, var sett á ferð augnablik (she was given a ”bow lift”). Hæg ferð áfram var venjulega nægi- leg. Með þessu móti spöruðum við og áttum til góðar, dýrmætar eldsneytisbirgðir. Þrátt fyrir. allt þetta er okkur hollast að horfast í augu við stað- reyndir. Það er ólíklegt, að fiski- skipstjórar komandi tíma muni frekar reiða sig á drifakkeri eða stormsegl en skipstjórar nú á dögum. Menn eru of tæknisinn- aðir fyrir þess konar gamaldags hugsunarhátt, auk þess sem þrí- fótmastur um borð í nýtízku- togurum gerir frekar óhægt um vik að setja upp segl. Hvað er þá til bragðs að taka fyrir örugga stjórn drekkhlaðins togara til að verja hann yfirís- mgu og afleiðingum hennar. — því að skipinu hvolfi? Það, sem er mest um vert að gera áður en ofviðri skellur á, hefur þegar verið nefnt, en nú skulum við ^Ikinoub fræðast af vísindalegum athug- unum um þetta mál. Áður en það er gert, skulum við í stuttu máli rifja upp liðna tíð. Eins og margar aðrar þjóðir hafa Norðmenn orðið fyrir miklu tjóni af völdum ofviðra og yfir- ísingar í Norðurhöfum. Eitt á- takanlegasta slysið varð árið 1917 við Jan Mayen, er sjö sel- veiðiskip með 84 mönnum fórust. Skip föður míns var þá langt inni í ísnum og varð því fyrir svo til engum skakkaföllum, þar eð skip hans var varið af ísnum, sem umlukti skipið margar míl- ur á alla vegu. Skipunum sjö, sem fórust, hvolfdi vegna yfirís- ingar, sem dró úr stöðugleikan- um (gildi GM), og gerði hann að engu. Næsta stórslysið varð árið 1952 á sömu slóðum, þegar 5 selveiðiskipum hvolfdi við svip- aðar aðstæður. Það kann að vera, að sum þeirra hafi orðið ísnum að bráð og ekki náð á auð- an sjó, en það er nærri fullvíst, að flestum þeirra hefur hvolft. Skal nú vikið að niðurstöðum, vísindalegra rannsókna þess efn- is að draga úr h’ættum á yfirís- ingu. Rannsóknardeild brezkra skipasmíðastöðva (British Ship- building Research Association) var meðal þeirra fyrstu, sem tók sér fyrir hendur hið erfiða rann- sóknarefni, að komast að hvað gerist í raun og veru um borð í skipi, sem er undir stöðugu sæ- drifi, er breytist jafnskjótt í ís, ef mikið frost er. Rússar hafa einnig gert athuganir á sömu vandamálum og hníga niður- stöður þeirra í sömu átt og hjá Bretum. Rannsóknardeild Brezkra Skipasmíðastöðva (B. S. R. A.) grundvallaði athuganir sínar á upplýsingum tveggja brezkra togaraeigenda, en skipum þeirra hvolfdi vegna yfirísingar fyrir norðan ísland árið 1955. Markmið þessara rannsókna var að komast nákvæmlega að raun um, hve mikill ís hleðst á dekk, yfirbyggingu, siglingar- tæki, veiðarfæri og reiða; enn- fremur að fá vitneskju um hver áhrif yfirísing hefur á stöðug- leika skipsins. Athuganir. þessar fóru fram við þrenns konar ólíkar aðstæð- ur: 1) Skipinu haldið á móti sjó og vindi. 2) Skipinu haldið undan sjó og vindi. 3) Sjór og vindur 30° á bóg. Niðurstöður þessara athugana eru mjög mikilsverðar, einkum fyrir fiskiskip, sem veiða á norð- lægum slóðum og er hægðarleik- ur að notfæra sér ráðleggingar, sem eru dregnar af þeim. Niöurstöður athugana. Þegai* skipi er haldiö undcrn sjó og vindi minnkar miðlínuhæð (metacenterhæð), (GM) skips- ins (og þá um leið stöðugleikinn) aðeins um helming af því sem miðlínuhæð minnkar, þegar skipinu er haldið á móti veðrinu; hvorttveggja miðað við sama þunga af ís. Isingin sezt sitt með hvoru móti á skipið. Þetta er auðskilið, þar eð sjódrifið verö- ur minna, þegar sldpið heldur undan veörinu; en meginmáli skiptir, að þungamiðja íssins, sem hleðst á skipið, liggur mun lægra. En hæð þungamiðju hef- ur úrslitaáhrif á miðlínuhæð (GM-gildi) og þá um leið stöð- ugleika skipa. Það varð einnig augljóst, að þungamiðja íssins og jafnframt skipsins lá hæst, þegar skipið var knúð gegn sjó og vindi. Miðlínu- hæð skipsins, gildi GM, reynd- ist þá vera 50% lægri, en þegar haldið var undan veðrinu. Þrífótmöstur reyndust taka mjög fram venjulegum möstrum og reiða og festi minni ís á þeim, einnig lá þungamiðjan talsvert neðar og miðlínuhæð lækkaði um aðeins % af því, sem hún hefði lækkað, ef skipið hefði verið bú- ið venjulegum möstrum og reiða. Með því að stefna gegn sjó og vindi jókst yfirísing sífellt, unz skipinu hvolfdi undan ísþungan- um, sem var áætlaður ekki minni 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.