Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 4
Oddur Jónsson. „Blíða“ 6,35 tonn. Smíðuð í Dan- mörku 1907. Oddur Jónsson, Jónsborg, var fæddur 17. júlí 1885, að Efriholt- um undir Eyjafjöllum. Foreldrar: Jón Sighvatsson og Karolína Odds- dóttir, er þar bjuggu. Oddur fór með foreldrum sínum alfarinn til Vestmannaeyja alda- mótaárið og hóf sjómennsku á m/b „Austra“, en 1908 byrjaði Oddur formennsku á m/b „Blíðu“, er hann átti hlut í sjálfur og var formaður með þann bát til ársloka 1910. Þá hætti hann formennsku og fór al- farinn til Ameríku. -x Ágúst Gíslason. „Njáll“ 7,50 tonn. Smíðaður í Dan- mörku 1907. Ágúst Gíslason, Valhöll, fæddist 15. ágúst 1874 í Hlíðarhúsum í Vestmannaeyjum. Foreldrar: Gísli Stefánsson kaupmaður og Soffía Andrésdóttir. Ágúst ólst upp með foreldrum sínum og byrjaði ungur formennsku á opnum bát. 1906 kaupir Ágúst mótorbát ásamt fleiri mönnum, það var „Geysir" og hafði formennsku á honum. Veturinn 1907 kaupir hann m/b Njál og er formaður á honum til 20. febrúar. En þá sökk báturinn við Eyjar í suðaustan ofviðri. Mannbjörg varð. Eftir það hætti Ágúst formennsku, en rak útgerð til dauðadags. Ágúst var með beztu fjallamönnum Eyj- anna, var meðal annars með Hjalta Jónssyni, þegar fyrst var farið upp í Eldey. Telja margir að Ágúst hafi verið fyrstur upp. Hann lézt 24. desember 1922. Jón Ingileifsson, Reykholti. „Eros“ 5,45 tonn. Smíðaður í Dan- mörku 1907. Jón Ingileifsson, Reykholti, Vest- mannaeyjum, fæddist að Skurðbæ í Meðallandi 23. júní 1883. Foreldr- ar: Ingileifur Ólafsson og Þórunn Magnúsdóttir. 20 ára gamall fór Jón til Vest- mannaeyja og hóf sjóróðra á opnu skipi. Var hann háseti á því í mörg ár og síðan formaður. 1907 kaupir hann m/b „Eros“ og er með hann einn vetur. Eftir það starfar hann sem vélamaður á ýmsum bátum til 1912, að hann kaupir m/b „Skuld“ ásamt fleirum og er formaður til vertíðarloka 1918. Jón var mesti dugnaðarmaður og fiskimaður í bezta lagi. Hann var aflakóngur árið 1914. Jón var annar sá fyrsti í Vest- mannaeyjum, sem tók meira fiski- mannapróf í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Hann lézt 18. nóv. 1918. 28 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.