Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Side 6
Guðjón Armann Eyjólfsson: Hættur yfirísingar Nú á miðjum vetri, er janúar. og febrúarbyljir æða í öllum sín- um ham, vona ég, að lauslega þýdd grein um yfirísingu eftir Norðmanninn Sverre Remoy, fyrrum skipstjóra, nú kennara við sjómannaskólann á Florö í Noregi, komi íslenzkum sjó- mönnum að notum gegn þessari sífellt nálægu hættu vetrar og kulda. Eftir hin átakanlegu sjóslys í upphafi árs árið 1959 voru þessi mál tekin rækilega til með- ferðar í 3. tölublaði VÍKINGS- INS það ár, þó er rétt sem inn- gang greinar þessarar að rifja upp frásagnir og reynslu þeirra íslenzkra sjómanna, sem urðu til frásagnar um köld faðmlög Vet- urs Konungs og Ránar. íslenzk sjómannastétt 'hefur oft fært „landsins forna fjanda“ — hafís og ísingu — dýrar fóm- ir. Átakanlegast er Halaveðrið 8. febrúar 1925, er tveir togarar, Leifur heppni og Robertson, fór- ust með 68 mönnum, en togar- amir Egill Skallagrímsson, Gull- toppur og Earl Haig fóru á hlið- ina og voru mjög hætt komnir. (Hér skal eindregið bent á merka og fróðlega frásögn skip- stjórans á Earl Haig, Nikuláss Kr. Jónssonar, um þetta veður í síðasta jólablaði VlKINGSINS). Eftir. ofveður þetta sagðist skipstjóranum á Agli Skalla- grímssyni, Snæbimi Stefáns- syni, m. a. svo frá: „Þegar of- viðrið skall á, síðari hluta laug- ardags 7. febrúar, vorum við staddir á Halamiðum. Upp úr hádeginu var hætt að toga, enda sjór. tekinn mjög að spillast og veðurhæð í hröðum vexti. Skömmu síðar var komið ofviðri, með ofsaroki af norðaustri, blindhríð og stórsjó. Veðurofs- inn var svo mikill að„stíma“ varð með hálfri ferð og jafnvel fullri, til þess að halda í horfinu." „Skipið lendir síðan í straum- röst og stórsjór varpar því á hliðina, svo að stjórnpallur fór á kaf bakborðsmegin“. „Við veltuna kastaðist allt, sem lauslegt var, út í aðra hlið skipsins kol, salt og fiskur. Eld- ar drápust undir eimkatlinum. Báða björgunarbátana tók fyrir borð, og er það gleggst dæmi þess, hve veltan var mikil, að þeir kipptu með sér bátsugl- um upp úr „stýringum“ sínum á bátaþilfarinu með beimi átaJd, þannig að ekkert sá á „stýring- unum“. Björgunarstarfið stóð í 36 klukkutíma, áður en unnt var að halda til hafnar“. Eins og mönnum er enn í fersku minni varð næsta stór- blóðtakan, sem rekja má til yf- irísingar og óveðurs, á Ný- fundnalandsmiðum árið 1959, þegar togarinn Júlí fórst með 30 mönnum, en togarinn Þorkell Máni og fl. voru mjög hætt komnir. Um sama leyti (30. jan.) fórst danska Grænlandsfarið Hans Hedtoft við Hvarf og með því um 100 manns. Þetta var fyrsta ferð Hans Hedtoft og fórst skipið með rá og reiða og sökk örfáum tímum eftir að skipið rakst á ísjaka. Hedtoft- slysið minnir sérstaklega á hvað rekís og ísing eru hættuleg skip- um. Hans Hedtoft var 2875 tonn að stærð, sérstaklega byggt fyrir Grænlandssiglingar og átti ekki að sökkva, þótt vélarrúm fylltist af sjó, og í reynsluferð var hægt að breyta fullri ferð á- fram í fulla ferð aftur á bak á 13 sek. Skipið var útbúið öllum nýtízku hjálpartækjum eins og radar og upphitaðri varðtunnu í frammastri. Þú átt, hafís, allt, sem andann fælir, allt, sem grimmd og hörku stælir án þess samt að örva þrek og móð. Fornljóts bleika, fimbulkalda vofa fjötruð hlekkjum þúsund ára dofa, þú hefur drjúgast drukkið ís- lands blóð. Úr kvæðinu Hafísinn eftir Maltthías J ochumsson. * Eftir ofviðrið á Nýfundna- landsmiðum var viðtal við skip- stjórann á Þorkeli Mána, Mar- tein Jónasson, í Mbl. 17. feb., 1959. Fer hér á eftir það helzta úr þessu viðtali: „Þegar veðrið var skollið á, var haldið upp í sjó og vind og skipið gert sjóklárt að svo miklu leyti sem hægt var. Hann var á norðvestan og veðrið jókst stöð- ugt og um miðnætti var komið að minnsta kosti 12 vindstig með miklum sjó, frosti og byl. Veðrið skall mjög snögglega á, og hygg ég að fæstir hafi búizt við því- líkum ofsa, þó að loftvogin sýndi slæmt útlit og frétzt hefði af lægðum. Reynt var að venda til þess að unnt væri að slóa und- an veðrinu í austur þar., sem sjór er miklu hlýrri og ekki eins 'hætt við ísingu, en skipið var þá strax tekið að klaka og lagð- ist á brúarglugga við þessa til- raun. I vélinni er hallamælir og sögðu vélstjórar., að skipið hefði fengið 60° halla. Með því a8 and- æfa upp í veðrið fór skipið allt- af lengra. og lengra inn í frost- beltið“. Marteinn skipstjóri sagði, að ekkert hefði gerzt, ef engin ís- ing hefði verið. „Ég tel vafa- laust, að klakabarningur skips- hafnar 'hafi bjargað skipinu“. Upp úr miðnætti herti frostið og yfirísaði skipið mjög fljótt. — ★ — Miðlínuhæð (metacenterhæð)’ skipsins hefur nú óðfluga nálg- VÍKINQUR 30

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.