Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 12
LEONARDO DA VINCI Listamaður; vísindamaður^ verkfrœðingur og spámaður Fyrir meira en 500 árum var uppi hugvitsmaður, sem gæddur var meiri snilligáfum en dauð- legum mönnum hefir nokkru sinni hlotnazt. Með hugviti sínu og snilli opnaði hann fylgsni eðl- isfræðinnar og dró fram marga leyndardóma sem náttúran bjó yfir, en öllum þó aðgengilegir, sem vildu athuga, hugsa og prófa. Þessi maður. var Leonardo da Vinci, einn mesti snillingur veraldarsögunnar. Þú heldur ef til vill að þeir Wright bræður hafi verið fyrst- ir, sem flugu í flugvél? . . . að skriðdrekinn sé fundinn upp í fyrri heimsstyrjöldinni eins og okkur er svo tamt að komast að orði? . . . að Gantlingbyssan sé fyrsta vélbyssan, sem fundin var upp? . . . að kafarabúningurinn, tvíbotna skip, vindubrúin og kaf- báturinn séu nútíma uppfunding- ar? Nei, síður en svo! Þessa hluti og marga fleiri fann da Vinci upp um það leyti, sem Christop- her. Columbus leitaði Indlands, en á þeirri ferð fann hann Ameríku, eins og kunnugt er. Teiknibækur Leonardos voru fullar af svo merkilegum nýjung- um eins og t. d. loftræstingar- kerfum, hraðsuðupottum til þess að elda í fyrir hermenn úti á víðavangi, fallhlífum, þriggja tannhjóla orkuyfirfærzlu, og jafnvel bifreiðalyftum (tjekk- um). Ekki alls fyrir löngu áttu menn þess kost að sjá margar af þessum teikningum endumýj- aðar. Árið 1938 var til dæmis haldin sýning í Milano á Italíu á teikningum Leonardos, endur- gerðum í stórum mælikvarða. Það er bæði undravert og ótrú- legt hvað þessum mikla snillingi datt í hug. Hann fann upp ,,lér- eftstjaldið“, en það kallaði hann fyrstu fallhlífina sína, og í henni lét hann sig falla niður af hinum fræga turni í Písa, og 36 steitti ekki fót sinn við steini í þeirri ferð. Flugvél sem hann smíðaði, féll að vísu niður eftir stutt flug, en hún var eigi að síður há vísindaleg tilraun til þess að leysa það vandamál. Loftskrúfan hans, var vísir að eða undanfari nútíma þyrlu, og gerð hennar varð síðar. fyrir- mynd skipsskrúfunnar. Tillaga um tvöfaldan skipsbotn. Leonardo da Vinci var í aug- um almennings hinn mikli list- málari, sem gerði kvöldmáltíð- ina, Mona Lisu og fleiri fræg verk málaralistarinnar. En hann var einnig frábær vísindamaður. Fyrir honum var það rökrétt hugsun, að málari yrði vísinda- maður., því að þekking hans eigi síður en hæfni til að framkvæma eða skapa hluti, var byggð á draumsýn eða vitrun — eins og hann kallaði það, ”saper vedera” (að vita hvernig á að sjá). Hann skrifar: „Augað sem er kallað gluggi sálarinnar er aðal- tækið til þess að takast megi að skilja og meta hin óendanlegu verk náttúrunnar, og næst kem- ur eyrað, að því leyti, sem mik- ilvægi þess felst í því að það heyrir hina sömu hluti sem aug- að hefir séð. Ef þið sagnfræð- ingar, skáld og stærðfræðingar hefðuð ekki séð hlutina með eig- in augum, þá mynduð þið vera illa færir um að lýsa þeim í rit- um ykkar“. Da Vinci hafði þegar í æsku mikinn áhuga á hinum ófull- komnu vélum, sem þá voru í notkun. Á verkstæði meistara hans, Andrea Verrocchio í Florens fengu þessar tilhneiging- ar hans ríkulega næringu, því að þar var fengizt við margs- konar tæknilegar framkvæmdir. Hinar fyrstu teikningar hans sýna líka greinilega brennandi áhuga á vaxandi tilhneigingu til sjálfstæðrar hugsunar. Alla æfi vann hann með óþreytandi elju að tæknilegum uppfinningum, og náði ótrúlega langt í að leysa hin- ar mörgu, vandasömu ráðgát- ur, sem sífellt ásóttu hann. Teikningar hans og uppskrift- ir eru svo fullkomnar að hægt er nú að gera af þeim raunsannar fyrirmyndir (model). The Inter- national Business Machines Corporation á safn af da Vinci fyrirmyndum, sem gerðar voru sérstaklega fyrir þá af Mr. Ro- berto A. Guatelli og aðstoðar- mönnum hans. Þessar eftirlíking- ar eru gerðar eins nákvæmlega eftir teikningum Leonardos og kostur var, og sýna á allan hátt 500 ára gamlar hugsmíðar hans. Da Vinci trúði því að í hverju formi rúmmálsfræðinnar fælist VÍKIN QUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.02.1963)
https://timarit.is/issue/289284

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.02.1963)

Aðgerðir: