Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 10
Dæmigerð ísmyndun á líkani togara, sem hélt á MÓTI „sjó og vindi“ í tíl- raunaþró. Ismagnið, sem settist á líkanið jafngilti 140 tonnum. — Þegar sami togari hélt UNDAN „sjó og vindi“ jafngilti ísmagnið 90 tonnum. en 150 tonn og var fríborð skips- ins orðið aðeins 1 fet. Nálægt því V& af þunga íssins — 50 tonn — söfnuðust á möst- ur, reiða, radar, stög og blakkir. Þannig á sig komnu hvolfdi skip- inu auðveldlega jafnvel þótt sjór og vindur væri aðeins 30° um bóg. Þessar niðurstöður komu al- veg heim við þá skelfilegu þrek- raun, sem skipstjórar beggja brezku togaranna hafa verið í, þegar þeir að lokum ákváðu að snúa undan veðrinu. Af samtöl- um þeirra á milli mátti greini- lega ráða, að skipunum myndi hvolfa jafnskjótt og þau fengju veðrið nokkrar gráður á bóginn. Vegna þessa urðu þeir að halda stefnunni, og upp frá því var engrar undankomu auðið. Jafnt yfir- sem undirmönnum hefur. á þessu stigi málsins verið ljóst, að dauðinn beið þeirra innan fárra stunda. — Hvers vegna reyndu þeir ekki að snúa undan fyirr? Hvers vegna notuðu þeir ekki drifakk- eri ? Hvers vegna héldu þeir ekki áfram að berja af ísinn? Það má búast við, að þeir hafi getað gert þetta, en af einhverj- um ástæðum hafa þeir ekki gert það — og ennfremur vissu þeir ekki, að frostið myndi aukast eftir því sem þeir héldu lengra á móti veðrinu. Þegar veðrið skall á, hafa skipstjórarnir sennilega ákveðið sín á milli hvaða stefna skyldi tekin. Líklega hefur þá langað til að vera eins nálægt sjálfum fiskimiðunum og unnt var. Það hefur ekki skift miklu máli hvert þeir stefndu skipun- um, með það í huga, að þeir voru óafvitandi um afdrifaríkar af- leiðingar harðnandi frosts. NotJoun drifaklceris og olíu hefði geta’ð hjargað skipunum, ef þetta hefði verið notað í tæka tíð, en að því er ég bezt veit hafa fiskiskip ekki lengur drifakkeri um borð. Það hefði einnig hjálpað mik- ið að berja af ís og varpa honum útbyrðis, en það verður að hafa hugfast, að skipshöfnin hefði brátt yfirbugast af frosthörk- unni, áreynslu og þreytu, svo að allur frekari ísbarningur hefði orðið þeim gjörsamlega um megn. Af eigin reynslu skulu nú nefnd ráð gegn yfirísingu. Með því að nota sveigjanlegar plast- hlífar á stög, reiða og loftnet, er unnt að minnka yfirísingu á þessum hlutum niður í brot af því sem áður var. (Hér mun sennilega átt við sams konar plasthlífar og eru á köðlum á landgöngubrúm margra skipa hérlendis. Þýð.). Með því að nota þannig plast- hlífar er loftnetið jafnframt ör- uggara og dettur síður nið- ur vegna ísþunga. Þessar plasthlífar draga ekki svo telj- andi sé úr langdrægi talstöðva. Ef til vill er einnig hægt að nota plasthlífar á handrið og yf- irbyggingar, en slíkt þarfnast frekari tilrauna. Skylt er að nefna, að bygg- ingarlag skipa (en það stendur til sífelldra endurbóta), siglu- gerð, reiði og straumlínulag yfirbyggingar hafa áreiðanlega veruleg áhrif á ísmyndunar- hraðann, þunga íssins og þunga- miðju. Skipasmíðastöðvar og útgerð- armenn, sem smíða og eiga skip, er stunda veiðar í Norðurhöfum, ættu því að standa í náinni sam- vinnu við stofnanir eins og Rannsóknarráð Brezkra Skipa- smíðastöðva (B. S. R. A.) en at- huganir þess hafa þegar haft mikil áhrif meðal skipasmiða og útgerðarmanna í Bretlandi, svo að til muna hefur verið dregið úr hættu vegna yfirísingar á nýjum togurum". Að loknum lestri þessarar greinar kom mér í hug, hvort nokkurn tíma hafi farið sögur af, að seglskipi hafi hvolft vegna yfirísingar? Ekki minnist ég þessa. Við fljótlegt yfirlit á rit- unum „Skútuöldin“ eftir Gils Guðmundsson og „Sjómanna- saga“ eftir Vilhjálm Þ. Gísla- son, fannst það ekki. Seglskip hafa aftur á móti oft skrúfazt niður af ís. Ef einhver vissi dæmi þess, að seglskip hafi farizt af völdum yfirísingar væri fróðlegt að heyra um það — ella verður að líta á kenningar Sverre Remoy sem vel sannaðar og stað- festar. 34 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.