Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 31
Þorheli Mána fagnað við heimkomuna frá Nyfundnalandsmiðum Velkomnir heilir úr hafi þið hetjur af Þorkeli Mána. Stýrð’ ykkur giftunnar gjafi gleðinnar hefja skal fána. Nú varð hann þó kaldur á köflum, þið komuzt á línuna mjóa, er allt virtist ganga af göflum í glímu við tröllaukna sjóa. Við klaka-högg, kaldir og þreyttir með krafti í tólf stiga frosti, sækonungs böðulshönd beittir, hann bauð ykkur ógnþrungna kosti. Þó var einhver vonanna skíma á vígstöðvum sárustu nauða. 1 þrenna tuttugu tíma þið teflduð um líf eða dauða. I landi mun bölið allt bætast, hún blessar víst afrekin, þjóðin. öll hjörtu sem kunna að kætast, kveða nú ihrifningaróðinn. Sonur minn velkominn sértu við sævarins harðneskju alinn, með djörfustu drengjunum ertu til dáða í mannraunum talinn. Lilja Bjömsdóttir. skipið mundi brenna til kaldra kola, hann gaf þess vegna skip- un um að þeir skyldu búast til að yfirgefa skipið. Þá lét hann og skipssírenuna gefa frá sér sam- fellt hljóð til þess að vekja at- hygli á brunanum. K1 04:30 var þriðji stýrimaður sendur í land til að kalla á slökkviliðið. Hann stöðvaði bifreið og bað bifreiðar- stjórann að hringja á slökkvi- liðið og tilkynna því brunann. Af skýrslu slökkviliðsins kom í ljós að klefar og skrifstofa skipsins voru úr tréfiberplötum og að gólf voru jafnvel úr sama efni og allt var þetta málað með eldfimri málningu. Slökkviliðs- stjórinn, sem stjórnaði slökkvi- starfinu staðfesti, að lítill út- búnaður hefði verið um borð í skipinu til þess að koma í veg fyrir eldsvoða eða til slökkvi- starfsemi. Dyrnar að vélarrúm- inu hefðu m. a. hleypt hitanum í gegnum sig í 10—12 m. fjar- lægð frá eldinum. Engin hurð hefði virzt nægilega þétt, eða úr efni, sem ekki 'hleypti hita við- stöðulaust í gegn, þannig að enga hluti á dekki var hægt að verja. Hinar framkomnu skýrslur hljóta að leiða til ýmislegra um- þenkinga. Ekki er nóg með að koju-reykingamaður. missti líf- ið. Hann olli þeirri geigvænlegu hættu, að skipsfélagar hans yrðu eldinum að bráð. Saga þessa skipsbruna er rak- in með eins nákvæmum upplýs- ingum og fyrir hendi voru eftir réttarhöldin í brezka tímaritinu „Fire“ og koma þar ótvírætt fram þær sorglegu staðreyndir að skipverjar hafi haft mjög tak- markaðar hugmyndir. um al- menn viðbrögð í tilfelli af elds- voða og jafnvel enga þekkingu á einföldustu atriðum, sem fram- kvæma þarf, ef eldur brýzt út um borð í skipi. Þá kom í þessu tilfelli áþreifanlega í ljós, að eldvarnartækin um borð í skip- inu hafi ekki verið öllu fullkomn- ari en í venjulegum rútubíl, eða tæplega það. Hið brezka slökkviliðsblað lýk- VlKlNGUE ur hugleiðingum sínum með því að það lætur þá von í ljós, að þetta sorglega slys í hinu sænska skipi mætti vekja menn til hugs- unar um þá geigvænlegu hættu, sem hlotizt getur af hirðuleysi reykingamanna í klefum sínum, sérstaklega ef — Bakkus — tottar í annan endann. Ennfrem- ur leggur blaðið ríka áherzlu á, að allur útbúnaður eldvarna um borð í skipum sé samkvæmt lög- um um þau efni, og að eigi sé síður nauðsynlegt að æfa skips- höfnina í því að snúast gegn eldsvoða en sjávarháska. Hvort- tveggja eru höfuðskepnur. G. J. 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.