Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 24
Þetta er aðferðin, þegar kokkur-
inn neitar að koraa með reyktan
fisk.
f síðasta stríði voru tveir Skotar
í herbúðum í S.-Englandi. Eina nótt
heýrðu þeir ógnrlegan hávaða í ná-
grenninu.
— Var þetta sprengja eða þruma
spurði annar þeirra.
— Sprengja, — svaraði hinn.
— Guði sé lof, — svaraði hinn. —
Ég hélt hann væri að byrja að rigna.
*
Þjóðverji, sem hélt upp á 100 ára
afmælið sitt, var spurður af blaða-
mönnum, hverju hann þakkaði þenn-
an háa aldur.
— Það er sennilega vegna þess,
að ég hef aldrei verið nógu hraustur
til að vera tekinn í herinn! —
*
McPerson var að koma út úr póst-
húsi í Edinborg og mætti McDonald,
sem spurði undrandi: — Ert þú far-
inn að skrifa bréf? —
— Nei, ég var bara að fylla penn-
ann minn. —
Fær bifreiðaviðgerðamaður.
48
Það var flughálka á Klapparstígnum
og Sigurður datt kylliflatur við Lauga-
veginn og rann. í ferðinni tók hann
vegfaranda með sér og lenti hann
klofvega á Sigurði. Þeir stöðvuðust
á gatnamótunum. Sigurður sagði þá
ósköp rólega: — Nú geturðu farið af
baki, ég ætlaði aðeins niður á Hverfis-
götu.
*
Skoti kom á sjúkrahús í Glasgow
og spurði eftir sjúklingi, sem hafði
verið svo óheppinn að fá tennisbolta
upp í sig.
— Eruð þér kannski ættingi?
— Nei, en ég er eigandi boltans.
*
Gamansemin er stytzta leiðin milli
tveggja sjónarmiða.
*
— Á norsku sjúkrahúsi spjallaði
prófessorinn við gamlan mann norð-
an úr Dölum.
— Eruð þér frá Bergen? —
— Ónei, ég er bara tannlaus, —
svaraði sá gamli afsakandi.
Fr ívaktin
Er hægt að búast við öðru en að
Kínverji hox-fi skakkt á Indverja.
*
— Ég vildi helzt láta brenna mig
eftir dauðann, en ég býst varla við að
konan min leyfi það.
— Hvers vegna ekki?
Hún segir að ég strái alltaf ösk-
unni yfir allt. — o
*
Úr „hálftíma kvenna í norska út-
varpinu.
— Og svo getið þið hreinsað lampa-
skerma með því að blása rykið af þeim
út um opinn glugga. —
*
Það eru aðeins tvær leiðir að
komast áfram í heiminum — af eig-
in dugnaði og fyrir heimsku annarra.
*
— Það er stórgalli á tengdasyni
mínum að hann kann hvorki að spila
eða drekka. —
— Það ætti nú ekki að vera galli.
— Jú, hann gerir hvorttveggja.
Mikið azkoti var hann stór þessi.
— Pabbi, þegar ég kemst upp í
fjórða bekk, fæ ég þá hækkun í vasa-
peningum. —
— Hversvegna það?
— Jú, ég vildi gjama komast í
sama launaflokk og hinir strákamir.
*
Tengdamamma var í heimsókn og
Jón sat hljóður úti í homi.
— Mammá rífst, ég rífst, hundur-
inn geltir en þú steinþegir Jón, —
er þetta noklcuð samræmi í hjóna-
bandinu? —
*
Það var á þeim tíma þegar Noreg-
ur var hersetinn, að þýzkur hei-mað-
ur þuklaði hjólreiðamanninn niður úr
og var kominn niður í hjólhestapump-
una.
— Ah — Waffen, — hrópaði hann
sigri hrósandi. — Já, Luftwaffe, svar-
aði hjólreiðamaðurinn háðslega.
*
— Allan tímann frá því að við
giftum okkur hefi ég verið að bíða eft-
ir því að þú festir þennan hnapp á
skyrtuna mína.
— Nú, var það þá aðeins þess vegna
að þú giftist mér?
— fP*
no