Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Side 26
Framhaldssagan: * J mor Dixon fannst hann allt í einu vera sjúkur og uppgefinn. Hann gekk hægt að skrifborði sínu. Ein- hvers staðar á höfninni rauf hvell- ur eimpípublástur þögnina. Hann leit á ungfrú Rosson og sá að and- lit hennar var nábleikt. Hann settist við skrifborðið, tók höndum fyrir andlitið og hallaði sér fram á borðið. Hann heyrði ekki einu sinni þegar Hugeson og Yates yfirgáfu skrifstofuna. Hann hafði sagt þeim smá sögu, en hann ef- aðist stórlega um að þeir skildu neitt. Sennilega var það hann, Harway og hinn ungi skipstjóri John Bailey, sem nú stóð á stjórn- palli hins strandaða skips Amors Star, sem skildu hina alvarlegu hættu. Vísarnir á klukkunni nálguðust 8, — Dixon heyrði símann hringja aftur, en hreyfingar hans voru hægar. Harwey var kominn þar, og sagði: „Þeir eru búnir að ná til skipsins“, hann rétti honum sím- ann. „Hallo! Amor Star?“ sagði Dixon. „Þetta er Bailey, skip- stjóri“. Dixon heyrði varla röddina. „Þetta er Dixon" sagði hann. „Hver er staða yðar?“ Röddin kom úr fjarska. „Við er- um enn mjög illa staddir, — næst- um á þurru“. „Hvernig er veðrið?" „Vindurinn eykst af suðaustri, skipið, sem sökkti okkur næstum því, hefur loks látið heyra frá sér. Heitir William R. Wells, olíuskip. En það er 4 klst. í burtu. Ég þarfn- ast hjálpar". „Ég er hræddur við að setja báðar vélar á fulla ferð“, sagði rödd- in. „Ég gæti rifið hálfan botninn úr skipinu. En ef ég bíð eftir flóði — „Ég þekki það allt“, sagði Dixon hvasst". „Heyrið þér í mér, Dixon skip- stjórl? Ég er í miklum vandræð- um, hvað haldið þér að ég ætti að gera?“ Dixon stirðnaði. Honum heyrðist hann greina hræðslu í röddinni. Hræðslu og jafnvel óákveðni. Fing- ur hans herptust um símatólið. „Hlustið, skipstjóri“, sagði hann hægt og ákveðið, „spyrjið mig ekki hvað þér ættuð að gera. Þér eruð þarna en ekki ég, þér stjórnið, og þetta er yðar skip. — Það sem ég vil heyra hjá yður, er yðar ákvörðun. Hringið til mín aftur þegar þér hafið svar en ekki spurningar. Heyrið þér í mér, skipstjóri?" „Ég heyri í yður“, sagði röddin. Sambandið slitnaði. Svipur Dixons var harður, er hann lagði frá sér tólið. Hann snéri sér að ungfrú Rosson. Hann sá hana standa upp, fölar varir hennar voru herptar og augu hennar köld af reiði. „Er það þannig, sem þér um- gangizt menn yðar“, sagði hún þurrlega. „Ég heyrði yður segja Hr. Yates, hvað gæti hent Bailey, skipstjóra og svo þegar þér tal- ið við hann, er ekki einu sinni eitt hughreystandi orð frá yður. — Ekki eitt orð. Hvemig getið þér gert þetta? Hvernig?“ Dixon leit þurrlega á hana. „Ég hef oft hugsað um, hvemig þér væruð í raun og veru, skipstjóri“, sagði hún. „Nú held ég að ég viti það. Þér rædduð um milljónir doll- ara, en þér viljið ekki tala um á- byrgð. Þér sitjið hér í yðar þægi- legu skrifstofu og 200 mílur í burtu er John Bailey, með sitt fyrsta skip í miklum vandræðum. Ég hef hitt marga harðbrjósta menn, skipstjóri, en engan eins og yður“. Hún gekk í áttina að dyrunum, og Dixon heyrði Bill Harwey segja. „Ungfrú Rosson, þér skiljið ekki. Skipstjóri á skipi verður að . . .“ En hún var farin. Dixon leit á Harwey. Hann sá, að hann skalf. „Látið yður þessa konu engu skipta“, sagði Harwey. Dixon fann allt í einu að hann varð að komast út úr skrifstofunni. Hann gekk yfir gólfið án þess að líta á Harwey og inn í ganginn. Nokkrir viðgerðarmenn störðu á fráflakandi flibbann og skeggbrodd- ana á andliti hans, en hann virtist ekki taka eftir þeim. Eftir stutta stund kom hann aftur inn í skrif- stofuna. Harwey var að leggja frá sér símtólið. „Skeyti frá Bailey", sagði hann. „Hann hefir ákveðið að bíða eftir flóðinu". Það var nú það, hugsaði Dixon. Skipstjórinn á Amor Star hafði tekið sína ákvörðun og á henni hvíldu örlög skipsins, hins gamla skips Carr Dixons. „Ég hefi fengið veðurfregnimar", sagði Harwey. „Hann er ört hvess- andi á suðaustan á Saturna-flóan- um. Það má búast við að vind- hraðinn komist upp í 40 mílur á klst. eða jafnvel meira“. Dixon hleypti brúnum og gekk að skrifborðinu. í því kom ungfrú Rosson inn í skrifstofuna. Hún var föl í andliti. „Ég lofaði yður að taka niður skýrslu hjá yður. Ef þér þurfið mín með, get ég verið hér kyrr“. Hann kinkaði kolli, án þess að virðast taka eftir nærveru hennar. Vísarnir á stóru veggklukkunni snigluðust hægt áfram. Klukkan var átta. Bill Harwey virti hann þögull fyrir sér. Dixon fitlaði við bréf frá föður sinum, sem lá á borðinu og byrjaði hægt að lesa: „Svo nú ertu kominn í land, það hlýtur að vera nýjung frá því að vera siglandi skipstjóri, en festu þér vel í minni að nú ertu ekki VÍKINGUB 50

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.