Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 8
sama stefnubreytingu til næstu hafnar, til þess að taka um borð eldsneytisforða, svo að unnt væri að ná upphaflegum áfanga- stað. Ég veit dæmi þess, að aflvél skips varð fyrir alvarlegri bilun og stöðvaðist vegna of mikils á- lags við að halda á fullri ferð á móti stórsjó og ofviðri. Það varð nú að láta skipið reka á reiðan- um og varð það vélarvana að verjast áföllunum, sem því bezt lét. Til undrunar og hugarléttis fyrir skipstjórann tókst allt með ágætum. Skipið rak skuthallt, og þar eð það var ekki lengur knúð gegn sjó og vindi, rak það nú undan veðrinu og tók á sig minni sjóa og varð fyrir litlu tjóni. (Þetta er í samræmi við reynslu bandaríska sjóhersins á flutningaleiðum á Kyrrahafi í fellibyljum, sem þar geisa. Þýð.). Þetta dæmi ætti að gera okkur ljósan þann regin mun að knýja skip gegn ofviðri og láta það reka fyrir sjó og vindi. Seglabúnaður heyrir nú til lið- inni tíð, svo að við verðum að 3. horfast í augu við hættur ofviðra og ísingar með því að taka upp alhliða notkun nýtízku tækja jafnframt því, sem beitt er öðr- um aðferðum við það, sem skiptir öllu máli, — að halda sjó í ofviðri og ísingu, án þess að misbjóða skipi og áhöfn. Við þessum vanda mætti bregðast á eftirfarandi hátt: 1. Veöurkort: Fáið yfirlit yfir veðrið á hinum ýmsu stöðum (analyse). Auðvelt er að fá slíkar upplýsingar frá loft- skeytastöðvum í landi, sem eru í sambandi við veðurstof- ur, er senda út veðurskeyti með ákveðnu millibili allt árið. Handhægt er að skrifa þessar upplýsingar inn á veðurkort, en eftir þeim má síðan gera veðurspá fyrir næstu tvo sól- arhringa. 2. Flytjið yður. — Stefmubreyt- ing: Ef veðurkortið gefur á- bendingu um, að illveður sé í aðsigi, komizt þá burt af þessu svæði eða reynið að sleppa við versta illveðrið, áð- ur en skipið hefur orðið fyrir áfalli. Ákveðið eftir veður- kortinu, hvaða stefnu er hent- ugast að taka. „Gerið sjóklart“: Verið við- búnir hinu versta með því að njörva og skálka allt lauslegt og gerið upp alla lausa kaðla og víra. Setjið sem mest und- ir þiljur og fækkið þar með þeim hlutum, sem ísing mynd- ast auðveldast á. U. Ill nauðsyn: Ef nauðsyn krefur einhverra hluta vegna að halda á móti veðrinu, tak- ið þá eftir farandi til athugun ar: a) Reynið að gera yður ljóst af veðurkortinu hvaða sjáv- ar og lofthita má búast við; þar sem þessi tvö atriði ráða mestu um hve hratt ísing myndast. b) Ef veðurkortið gefur til kynna, að lægra hitastig sé í vændum, takið þá til athug- unar að nota drifakkeri og bárufleyg (olíu eða lýsispoka). Með þessu móti er til muna dregið úr brotsjóum og skip- ið rekur með stefnið upp í veðrið. Ef þetta er rétt útbúið og komið fyrir. á réttan hátt stenzt skipið hvaða ofviðri sem vera skal, og ísingin er nú með allra minnsta móti, en það, sem ekki skiptir minnstu máli er, að nauðsyn- legum eldsneytisforða er ekki eytt að óþörfu. c) Ég ætla að leyfa mér að mæla með að nota gott og gamalt stormsegl, eða er það að fullu gleymt? Flestir skip- stjórar af gamla skólanum Ú.i ‘1 . .Á myndinni má sjá, hversu mjög ísingin getur setzt á skipin. Þungi ísingar á togara getur numið 150—200 tonnum eða meira. Má nærri geta, hvaða hætt- um það býður heim. . 32 VÍKINOUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.