Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 3
Upphafsár vélvæðmgar í Vestmannaeyjum
Friðrik Jónsson, Látrum.
„Hekla“ 6,47 tonn. Smíðuð í Dan-
mörku 1907.
Friðrik Jónsson, Látrum, Vest-
mannaeyjum var fæddur 6. des-
ember 1868 í Eyjarhólum í Mýrdal.
Foreldrar: Jón Árnason og Guð-
rún Eyjólfsdóttir og með þeim ólst
hann upp.
Friðrik kom til Vestmannaeyja
um aldamót og varð fljótlega með
opið skip. 1907 kaupir hann m. b.
.,Heklu“ með fleiri mönnum og hef-
ur formennsku á henni til 1912.
Þá kaupir hann annan bát „ís-
lending" og hefur formennsku á
honum til ársloka 1914 og hættir
þá formennsku á mótorbátmn en
hefur síðan formennsku á opnum
bát í fjölda ára eða til 1935.
Friðrik var talinn góður formað-
ur og starfsmaður á allan hátt.
Hann lézt 29. október, 1940.
Jón Stefánsson.
„Haffari“ 7,50 tonn. Smíðaður í
Danmörku 1907.
Jón Stefánsson, Úthlíð, var fædd-
ur á Leirum undir Eyjafjöllum 18.
júní 1870. Foreldrar: Stefán Guð-
mundsson og Kristín Jónsdóttir.
Jón fór ungur með foreldrum
sínum að Miðskála í V.-Eyjafjalla-
hreppi og ólst þar upp. Jón byrj-
aði ungur sjósókn fyrir Fjallasandi
og varð snemma formaður og hélt
þeim starfa í mörg ár. Jafnhliða
hélt hann úti skipi frá Vestmanna-
eyjum á vetrum en 1909 byrjar Jón
formennsku á mótorbát, sem var
„Fálkinn" en 1912 flytur Jón alfar-
inn til Vestmannaeyja og verður
formaður með m. b. „Haffara“ þar
til hann ferst á honum 9. apríl
1916 við þriðja mann, tveir björg-
uðust á óskiljanlegan hátt í stór-
grýtisurð austan á Heimaey.
Jón var fyrirmyndarformaður,
bæði sem brimformaður og mótor-
bátsformaður.
Sigurður Sigurðsson.
„lsland“ 7,38 tonn. Smíðað I Dan-
mörku 1907.
Sigurður Sigurðsson, Fríðindal,
fæddist í A.-Búðarhólshjáleigu í
Landeyjum 1. apríl 1869. Foreldr-
ar: Sigurður Sigurðsson og Sig-
ríður Pétursdóttir.
Sigurður fluttist til Vestmanna-
eyja og hóf sjóróðra um 1895. Hann
gerðist fljótlega formaður með op-
ið skip og hafði formennsku á því,
þar til mótorbátamir komu. Þá
keypti hann m/b „ísland" ásamt
fleiri mönnum og var formaður
með það til 10. jan. 1912. En þá
drukknaði hann í Vestmannaeyja-
höfn, með 6 manna skipshöfn sinni,
í fárviðri miklu við björgun á skipi
sínu.
Sigurður var talinn góður for-
maður.
VÍKINGUB
27