Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 29
Verbúðalíf í Noregi. sem betur fór, því eins og á stóð gjalda það neinu okurverði. fyrir okkur þá hefði Súganda- Þarna lágum við svo í þrjá daga. fjörður, með Sauðanesið á aðra Að svo búnu breytti um átt og hlið ekki verið góð landtaka. gekk í suðaustan, og fórum við Skömmu seinna sáum við þá yfir á Haukadalsbót. En land á Stjórnborða og þekktum Adam var ekki lengi í Paradís, að það var Sléttanesið sunnan því brátt hvessti á norðaustan URLJOSIN U“ 1916 gengur og gerist, strákar á ýms- um aldri (meðal annars 4 synir skipstjóra) misjafnlega harðir af sér. Nú voru leystar upp vakt- ir, og tók skipstjóri 4 menn af þeim, sem hann treysti bezt til þess að vera uppi með sér, 'og stýrimaður 1 með sér niður í vél- arrúm til þess að reyna að koma vélinni í gang, en þeir töpuðu lokinu af gaslampanum niður í botn og gátu þess vegna ekki hitað upp vélina, en lokinu náðu þeir ekki fyrr en komið var í lygnan sjó, og vorum við þá bún- ir að velkjast seglvana í 5 klukkutíma. Nú vorum við tveir látnir binda okkur við stýrið, og aðrir. tveir við dæluna, og áttu þeir jafnframt að reyna að festa hendur á því, sem skolaðist fram og til baka um þilfarið, en það fór allt fyrir borð sem flotið gat, og einnig capísurörið. Svo hlóðst SVO mikill klaki á skútuna að sjórinn rann ekki nógu ört út, og þá voru þeir látnir brjóta A „XORÐ skjólborðið annars vegar. Eins og áður segir, þá var ekkert stýr- ishús, en í káetukappanum fyr- ir framan stigann var svokallað nátthús, sem kompásinn var í, en skipstjórinn stóð í stiganum og sagði okkur hvað við skyldum stýra hverju sinni (það sást ekki á kompásinn frá stýrinu). Ýmist lét hann okkur beita upp í veðrið, eða slá undan því, og það voru einu skiptin, sem doll- an lét að stjórn. í einu slíku til- felli vorum við að beita upp í veðrið, þá tók sjórinn pramm- ann af trjánum og auðvitað fyr- ir borð, hefðum við þá verið á undanhaldi, þá hefðum við þrír að minnsta kosti ekki þurft að binda um skeinu. Nú sáum við allt í einu djarfa fyrir landi, á bakborða, og taldi skipstjóri það vera Súganda- fjörð en við strákarnir vorum á öðru máli, töldum að við værum sunnar og það reyndist líka svo, VÍKINGUR Dýrafjarðar. Þegar við vorum komnir í hlé af Skagatöngum norðan Dýrafjarðar, þá náðu þeir lampalokinu og komu vél- inni í gang, en við urðum að fara mjög varlega, því dollan var orðin mjög sígin vegna ldakans. Við vorum fulla þrjá tíma inn að Arnarnesi, næstyzta bæ í Dýrafirði norðanverðum. Fram af Arnarnesi, köstuðum við akk- eri, og fórum að berja klaka og lagfæra ýmislegt, búa til capísu- rör úr síldarpönnu o. s. frv. All- ur mjölmatur og sykur varð ó- nýtur, en við höfðum nægjanleg kol. Að því búnu drógum við upp flaggið, og komu þá menn um borð. Við fórum nokkrir í land með þeim, og var okkur tek- ið höfðinglega. Við fengum allt, sem okkur vanhagaði um af mat- vælum hjá því góða fólki, meðal annars bakaði það fyrir okkur brauð og flatkökur og hugsa ég að við höfum ekki þurft að aftur svo við urðum að liggja þar í tíu daga. Við komumst einu sinni í land, með mönnum af „Dýra“ frá Þingeyri (en hann fórst 6 árum seinna með tíu mönnum) og þá gátum við tal- að heim, og látið vita um okkur eftir 6 daga útivist. Svo fór nú smátt og smátt að lægja veðrið, og fórum við þá að hugsa til heimferðar. En ekki fór það nú samt svo að við kæmum ekki á Súgandafjörð í túrnum. Við urðum að flúa þangað inn vegna suðaustan roks á ísafjarðardjúpi. Og var þá túrinn búinn að vara í 16 daga. G. E. S. 53

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.