Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Síða 28
Á veiðum við Lofoten. Veiðar við Lofoten hcifa gengið misjáfnlega undanfarin ár. Aflinn hefur orðið frá 17.000 og allt upp í 145.000 lestir. 5—6000 bátar taka venju- lega þátt í þessari miklu vertíð Norðmanna og áhafnir eru 12.000 til 23.000 manns. Veiðisvæðið er úti fyrir eyjaklasa sem nefnist einu nafni Lo- foten og strandlengja eyjanna er 190 km. Miðstöð veiðanna er á Svolvær. Verðmæti heildaraflans hefur komizt upp í 50 milljónir norskra króna og eftir síðustu heimsstyrjöld hefur meðalaflinn orðið ca. 80.000 lestir. Vertíðin hefst venjulega seinnihluta vetrar og hættir í marzmánuði. og þó svo langt síðan. Ungfrú Ros- son stóð við hlið hans. Hún hélt á pappírsörk í hendinni. „Hér er skeyti frá Amor Star“, sagði hún hljóðlega. „Skipið náði sér á flot, án teljandi skemmda og er á leið inn Saturna-flóann af eigin ramm- leik. Dráttar bátur er á leiðinni. Amor Star spyr um farþegana og skipverjana, sem voru settir í land". „Þakka yður fyrir ungfrú Ros- son“, sagði Dixon. „Ég fer nú til skrifstofu minnar og þér skuluð rífa skýrslu mína til aðalforstjór- ans“. Hún greip í handlegg hans „Þér meinið“, sagði hún, að þér ætluð- uð að taka ábyrgðina, ef illa hefði farið, en afsala yður heiðrinum af því að vel tókst“. Hún hélt áfram, án þess að bíða eftir svari, og horfði í augu hans. „Já, ég sé að þér ætlið að gera það“. Hann var lagður af stað yfir þakhæðina, og hún kallaði á eftir honum: „Skipstjóri, ég hafði und- arlega tilfinningu í morgun. Mér fannst þér vera þeirrar skoðunar að ég hefði áhuga fyrir Bailey skip- stjóra. Ég hefi það, en aðeins sem nábúa, vegna móður hans. En ef þér horfið vel á mig, munuð þér sjá, að ég er nokkuð gömul fyrir Bailey“. Það varð stutt þögn. „Skipstjóri, ég færði yður kaffi, að- eins vegna þess að mig langaði til að færa yður kaffi“. Dixon snéri sér við og gekk til hennar. G. Jensson þýddi. * SÆMILEG ÚTKOMA Skipafélagið A. P. Möller í Kaup- mannahöfn hefur sent frá sér reikn- ingsyfirlit fyrir árið 1961, sem sýnir hagnað upp á 32,3 milljónir danskra króna. Er þá búið að afskrifa 102 milljónir, skip, nýbyggingar og iðju- ver. Á fyrra ári var hagnaðurinn tvöfalt hærri. Hins vegar var nú til- kynnt, að félagið myndi hækka liluta- bréfaágóðann úr 35% upp í 40%. Það var 4. apríl 1916, að við lögðum út á handfæraveiðar á „Norðurljósinu“ frá ísafirði, sem þá var nýkeypt þangað frá Akureyri. Eigendur voru: Magn- ús örnúlfsson og fl. Það var kútterbyggt tvísiglt með káetu, en -hafði ekki stýrishús. f því var 13 hestafla vél. Við vorum 12 um borð. Við höfðum farið einn túr. Hann gekk vel í alla staði . Við fengum stóran og góðan fisk. Þá voru engir togarar á miðunum til þess að glepja eða eyðileggja fyrir sjó- mönnum. Við fiskuðum út af Skálavík, sunnan fsafjarðar- djúps. Að þessum túr enduðum lögð- um við út í annan á sömu slóðir og var nægur fiskur. En nú breyttist veðurútlit til hins verra, það leit út fyrir austan veður. Hann hvessti líka snögg- lega með grimmdarfrosti, og mikilli snjókomu. Ég átti vöku með stýrimanni, sem einnig var vélamaður. Við áttum kvöldvöku á dekki frá kl. 7 e. h. til 12 á miðnætti. Klukk- an 2 um nóttina vöknum við, við feikna veðurgný, samfara há- vaða í þeim, sem uppi voru. Magnús skipstjóri, var þá að segja strákunum að taka annað rif á stórseglið og reyna nú að láta hendur standa fram úr erm- um, en þeir réðu ekki við neitt vegna veðurofsans. Þá sagði hann þeim að láta seglið falla niður á þilfar, og draga riflínuna þar í. En frostið var fljótara að vinna sitt verk, því að þegar að þeir ætla að lyfta seglinu aftur, þá gátu þeir ekki dregið til nokk- um fal. Svo seglið varð að liggja þar sem það var komið. Þá var ekki annað uppi af seglum, en stagfokka og aftursegl, svo að siglingin hlaut að verða léleg. Við höfðum lífbát (pramma), sem bar 4 menn í logni, og var geymdur á hvolfi á þar til gerð- um trjám, sem stóðu aftur af skipinu. Nú var farið að huga að land- inu. Það sást ekkert vegna hríð- arinnar. Áhöfnin var nú eins og VÍKINGUR 52

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.