Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 17
stundum kom fyrir, vegna árása kafbáta eða flugvéla. HvaS sem skipstjóri kann að hafa bollalagt með sjálfum sér, fékk hann mér skeyti til fyrirliða skipalestarinnar, sem ég sendi korvettunni: „Hef fyrirmæli um að sigla tíl Halifax og held mér við þau“. Með þetta fór tundurspillirinn og var horfinn í kvöldhúmið eftir fáar mínútur. Með kvöldinu herti veðrið enn og við vaktaskipti klukkan átta var vindur orðinn tíu stig með stórsjó. Var þá orðið allrar aðgæzlu vert að halda áfram, einkum eftir að dimmdi og illa sást til sjóa. Klukk- an hálf tíu var snúið upp í sjó og vind. Þegar birti á mánudagsmorgun sáust engin skip. Klukkan tíu kom korvetta á vettvang og gaf okkur Upp stefnu, 320 gráður réttvísandi. Nu átti að stýra fimm gráðum norð- ar en norðvestur, eða mikið til öfuga átt við það, sem verið hafði daginn áður. Þessi stefna var beint á móti veðrinu, skipið galtómt, hjó mikið og miðaði lítið sem ekkert áfram. Upp úr hádeginu fer að sjást til skipaferða. Eru skip að tínast að mestallan daginn. Eru þar skipin úr flota þeim, sem við töldumst til- heyra. Þannig varð gangleysið til þess að spara okkur krók, því að skipin komu öll sunnan að. Er þarna komin skipalest okkar og auk hennar annar skipafloti, frá Skotlandi, sem átti að hafa sam- flot með okkur vestur um haf. Fljótlega bárum við kennsl á eitt skipið, sem þarna kom aðvífandi. Var það Brúarfoss. Hann hafði lagt úr höfn í Reykjavík hálfum mánuði á undan Selfossi í því skyni að sameinast liraðskreiðari skipalest vestur um haf! Auðvelt er að gera sér í hugarlund hvernig þeim á Frúarfossi hefur orðið við þá vitn- eskju, að Selfoss ætti að skammta þeim hraðann, eftir að þeir höfðu fagt á sig hálfsmánaðar ferð um hættulegar slóðir, einmitt til að sleppa við þvílíkan dragbít. — hetta sem helzt nú varast vann, varð þó að koma yfir hann! Um kvöldið fór veðrið að ganga VlKlNGUR niður, og upp úr því hélt Selfoss í við skipalestina stórslysalítið. Tekin var stefna djúpt af Cape Race á Nýfundnalandi og hún sigld afbrigðalítið umfram þessa venjulegu krákustíga, sem tíðkuð- ust í skipalestum og voru til þess ætlaðir að torvelda kafbátum fyr- irsát og miðun tundurskeyta. Mátti nú heita stöðugt góðviðri það sem eftir var til Halifax og bar ekki til tíðinda. Þó var nokk- uð þokusamt þegar kom vestur á Nýfundnalandsbanka, enda eru siglingaleiðir þar illræmdar. Svo erfitt sem er að ferðast í skipalest í björtu, kastar þó fyrst tólfunum í svartaþoku og dimmviðri. Skipin draga þá einskonar sleða á eftir sér til að draga úr árekstrahættu, þannig gerðan, að sjór streymir inn í hann að framan og gusast um op ofan á honum. Skipinu, sem á eftir kemur, er haldið sem næst þessari gusu, sem oft er það eina, sem gefur til kynna, hvar skipið á undan er statt. Líka gat verið næsta hvimleitt að sigla í skipalest í náttmyrkri, því að algert myrkur varð að vera ofanþilja og var því stranglega framfylgt. Til dæmis var harðlega bannað að reykja of- anþilja, enda talið, að við góð skil- yrði mætti koma auga á sígarettu- glóð í nokkurra mílna fjarlægð. Mánudaginn 19. apríl, í ljósa- skiptunum um kvöldið, var siglt inn á Bedford Basin, skipalægið í Hali- fax. Hafði siglingin þá tekið alls nærri átján sólarhringa. Að leiðar- lokum óskaði fyrirliði skipaflot- ans skipstjóra okkar til hamingju með ferðina, sem hann kvað hafa byrjað illa en endað vel. Var það orð að sönnu. — —• í Halifax var legið í þrettán sól- arhringa. Eftir komuna þangað var byrjað á að moka kjölfestunni fyr- ir borð — það liggja ótalin tonn af íslenzkum sandi og grjóti úti fyrir ströndum annarra landa, þannig til komin — og síðan var skipið hlað- ið hveiti og kolageymslur fylltar. Það var ekki margra daga verk, eins og að líkum lætur, og að því búnu lagðist skipið út á skipalægið og beið eftir skipalest heim. Áður en lagt var af stað, héldu skipstjórar þeir, sem samflot áttu að hafa, ráðstefnu, þar sem rætt var um fyrirhugaða ferð, tilhögun hennar ákveðin að svo miklu leyti, sem það var ekki leyndarmál og skipstjórum gefinn kostur á að koma með athugasemdir sínar og uppástungur. Fyrirliði skipaflotans svaraði spurningum, gaf fyrirmæli um hvernig skyldi bregðast við á- rás, björgunar- og spítalaskip voru útnefnd o. s. frv. Ekki var gert uppskátt um siglingarleið, slíkt var ekki gert fyrr en jafnóð- um og ferðinni miðaði áfram. Við brottför voru skipstjóra afhentir dulmálslyklar og voru þeir í vörzlu loftskeytamanns á siglingunni, enda annaðist hann móttöku skeyta, sem skipalestina vörðuðu og þýð- ingu þeirra. Samskonar ráðstefna yfirloftskeytamanna var einnig haldin, og var þar sérstaklega f jall- að um fjarskiptareglur og m. a. brýnd fyrir loftskeytamönnum nauðsyn þess, að gæta algerrar þagnar. Starf loftskeytamanna var þannig eingöngu fólgið í hlustverði, viðskiptum milli skipa á Ijósmorsi og þýðingu veðurskeyta og til- kynninga af dulmálslyklum og vit- Selfoss var ekki fríður, en hið mesta happa- skip, sem lengi þjón- aði íslendingum vel. 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.