Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 15
Sjóvinnuskólar og skólaskip vekja áhuga ungra sjómannaefna á nauð-
syn vöruvöndunar. Vörugæðin varða mestu í harðri samkeppni á er-
lendum markaði.
Islenzkir kaupsýslumenn vinna ábyrgðarmikil störf við kynningu og sölu
á íslenzkum afurðum. Gott samstarf þarf ávallt að ríkja milli þeirra og
íslenzkra fiskimanna. Við rákumst á þessa mynd í erlendu blaðS, sem
sýnir íslenzkt fyrirtæki kynna fiskafurðir á vörusýningu í Þýzkalandi.
vinna við vír og tóg og yfirleitt
lærist þar öll algeng sjóvinna.
Um tilhögun við umrætt fram-
haldsnám sýnist mér, að bezt
yrði að gert væri út á veiðar í
salt. Vil ég rökstyðja þá tilhög-
un nokkuð nánar. Bezt tel ég að
úthald skólaskips hefjist seinni
hluta aprílmánaðar. Farið yrði
á fiskimið Vestur-Grænlands. Á
þessum slóðum er veðursæld um
þetta leyti árs og aflavon í bezta
lagi.
Skólaskip þarf að vera búið
nýjustu gerð af vinnsluvélum,
svo hægt sé að kenna meðferð
þeirra auðvitað yrði einnig
kennd gamla aðferðin við haus-
ingu og flatningu, en þar sem til
eru nú vélar, sem vinna þessi
verk mjög vel er sjálfsagt að
leggja kapp á að kennd sé ræki-
lega meðferð vinnsluvélanna. Á
þessu skipi yrði að vera einvala
lið, sem kennarar, þrautþjálfaðir
sjómenn og menn, sem hafa
kynnt sér meðferð vinnsluvél-
anna. Einn aðalkostur þess að
fara á fjarlæg mið með skóla-
skip er sá, að á siglingunni til
og frá miðunum gefst gott tæki-
færi til kennslu á útbúnaði veið-
arfæra og svo hvernig hagað er
undirbúningi fyrir hverja veiði-
ferð. Eins kynnast nemendur vel
þeim anda, sem er alls ráðandi
á skipunum, en hann er meðal
annars í því fólginn að allt sé
í haginn búið, að ekki fari tími
frá veiðunum í störf, sem hægt
var að ynna af hendi, áður en
veiðar hefjast hverju sinni. Á
siglingunni til og frá miðunum
er góður tími til kvikmyndasýn-
inga og mætti hafa ýmislegt efni
t- d. myndir um fiskverkun og
meðferð fisks eins mætti hafa á
segulbandsspólum leiðbeiningar
um svipað efni. Auðvitað yi*ði að
hafa léttara efni til skemmtunar
°g sjálfsagt að hafa einhvers
honar tómstundaiðju, þar sem
yinnutími yrði að sníðast eft-
ir aldri nemendanna. Tíminn er
iöngi að líða í aðgerðarleysi, er
þess vegna nauðsyn að hægt sé
að eyða honum við störf, sem
hæfa hverjum og einum. Kenna
VlKINOUB
þarf hirðingu skipsins utan
borðs og innan, en í þeim efnum
hefur því miður verið mjög á-
bótavant á íslenzkum fiskiskip-
um.
Gera má ráð fyrir, að vortúrar
þessir taki allt að tveim mán-
uðum og lýkur þá veiðiferðinni
í endaðan júní eða fyrst í júlí,
um það leyti hefur helzta karfa-
úthald hafizt, og ef þeir sömu
piltar eru á skipinu fram til
hausts eiga þeir að vera þúnir
að fá góða þekkingu á þeirri
vinnu, sem til fellur á togara
og eru nú vel undir það búnir að
mæta haust- og vetrarveðrum,
en í vondri tíð er nauðsyn hvað
brýnust á vönum mönnum. Þeir
sem hafa lært vel til verka á tog-
ara eru fljótir að tileinka sér
vinnu þá, sem til fellur á öðrum
fiskiskipum. Ánægjulegt væri, ef
ríkisstjórnin sæi sér fært að
gera þessu máli einhver skil.
Þörfin er brýn og ekki vanza-
laust að láta reka á reiðanum um
þessi mál, eins og hefur verið
fram til þessa.
Ingólfur Stefánsson.
I’að var á bindindisfundi fyrir
allmörgum árum. Jón stóð í endur-
reisn með öllum þeim serimoníum,
sem því fylgdu. Jón var mjög
hrærður. Tárin runnu niður kinn-
arnar. Hið andlega ástand hans var
slíkt að bróðir hans, sem fylgdi hon-
um rann til rifja og hann hvíslaði
að lionum.
— Vertu nú hughraustur Jón
minn og berðu þig vel, samvizkan
er kannske ekki sem bczt, en yfir-
bótin varðar öllu.
— Æ, það er aldeilis ekki það,
stundi Jón upp. Látum vera með
yfirbótina, en ég er svo hræðilega
timbraður!
39