Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Síða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Síða 32
 wx:;:;;;; íiÍÍÍ : '**:*mm Faereyingar byggja skip. Færeyskur stálbátur sýndur í Reykjavík Fyrir nokkru var hér í Reykja- víkurhöfn nýtt, færeyskt stálskip, Víkingur 273 brúttó tonn að stærð og smíðað hjá Tórshavnar skipa- smiðja í Þórshöfn í Færeyjum. Þetta er annað stálskipið, sem Fær- eyingar smíða. Hið fyrsta er 211 tonn að stærð og heitir Porkeningur, en þriðja skipið hleypur af stokkun- um í Þórshöfn í apríl. Víkingur er mikið skip og -/anci- að. Smiðað af færeyskum fagmönn- um allt frá fyrsta pennastriki og til síðasta pensildráttar. Það hljóp af stokkunum i júlí í sumar og stundaði veiðar við Grænland í sumar, en mun nú stunda línuveið- ar hér við land. Á skipinu eru 25 menn og skipstjóri er Jóhn Joensen. Gangar beggja megin við yfir- bygginguna eru yfirbyggðir sem beituskýli, íbúðir yfirmanna eru afturí, en undir manna framí. Eldhús og rúmgóður borðsalur eru að sjálfsögðu afturí. í vélarrúmi er 450 hestafla Völund diesel aðalvél og tvær ensk- ar ljósavélar. Þar er einnig Atlas ferskvatnsvél. sem afkastar 1 tonni af fersku vatni úr sjó á sólarhring. Skipið er búið ratsjá, dýptarmæli, fisksjá og yfirleitt öllum nýtízku útbúnaði. 56 Eigandi Víkings er útgerðarfé- lagið Álager í Þórshöfn, en það er dótturfyrirtæki skipasmíðastöðv- arinnar og á aðeins þetta eina skip nú sem stendur. Forstjóri skipasmíðastöðvarinnar er Kjart- an Mohr lögþingsmaður en sonur hans Páll Mohr er varaforstjóri. Hann er nú um stundarsakir stadd- ur hér á íslandi og sýndi blaða- mönnum skipið í gær. Páll Mohr sagði að Færeyingar væru reiðubúnir að smíða stálskip fyrir íslendinga. Mohr, útgerðarmaður og skipstjórinn Jóhn Joensen. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.