Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 21
Henry Hálfdansson:
• •
Ondunarbjörgun
I ársriti Slysavarnarfélags Is-
lands ski’ifar Henry Hálfdáns-
son merkilega grein um „önd-
unarbjörgun".
Víkingnum finnst greinin
þess virði að hún komi fyrir
augu sem flestra landsmanna og
hefir fengið leyfi höfundar til
þess að birta hana í heild hér,
með skýringarmyndum, sem með
henni fylgja.
*
Öndunarbjörgun er talin þýð-
ingarmest af öllum áðferðum,
sem nú eru kenndar til björgun-
ar úr dauðadái, og þó svo ein-
föld, að hver stálpaður krakki
á að geta framkvæmt hana, eins
og nú er komið í ljós, og dæmin
bezt sýna, einnig hér á landi,
ems og sjá má af björgunar-
aldrei neinn asi á honum eða ærsla-
gangur. Honum má líkja við gaml-
an þægan áburðarjálk, veraldarvan-
an og rólyndan, sem skilar sínu
dagsverki hávaðalaust og án alls
yfirlætis og lullar þennan sama
jafna og seiga gang. Þegar hvessti
til muna, sneri hann að vísu ekki
rassinum í veðrið eins og sóma-
kærir áburðarjálkar eru vanir að
gera, heldur nefinu, blakaði svo
með skrúfunni eftir því, sem hann
hafði vélarafl til, og varð þá að
arka að auðnu hvort munaði aftur
á bak eða áfram. En það kom sjald-
an mikið að sök, hann skilaði sér
í höfn fyrir því, þó að ekki væri
hann þar alltaf á áætlunardegi.
Og mér er ekki grunlaust um, að
1 öllu sínu lítillæti hafi Selfoss
gamli skilað eigendum sínum drýgri
arði en mörg fríðari fley, þótt
meira létu.
V'IKINGUE
skýrslum fyrir síðasta ár. Sá
árangur, sem náðst hefur með
þessari björgunaraðferð, þótt
ekki væri nema helmingurinn
sannur, sem um það hefur verið
skrifað.
Eitt undraverðasta dæmið er
lífgun 5 ára telpu í Vimmerby
í Svíþjóð, en telpan er talin hafa
legið hálfa klukkustund í kafi
í ískaldri á, áður en hún náðist
og hægt var að byrja lífgun-
artilraunir.
Danska blaðið Politiken, 5.
marz 1962, segir frá þessu. Það
var danskur læknir, Elvin Struve
Christensen, sem framkvæmdi
lífgunina með öndunarlífgun og
hjartahnoði. Eftir 20 mínútur
mátti sjá lífsmark, en fyrst eft-
ir tvo tíma var hægt að merkja,
að telpan væri farin að anda,
til meðvitundar komst hún ekki
fyrr en eftir 13 klukkustundir.
Ný a'öfer'8 til lífgunar
úr dauöadái.
Síðan Slysavarnafélag Is-
lands hóf starfsemi sína og tók
að safna skýrslum um sjóslys og
drukknanir, hafa 1544 Islend-
ingar, flest karlmenn á bezta
aldursskeiði, drukknað eða far-
izt í sjóslysum.
Þetta gerir sem næst 50
drukknanir á ári til jafnaðar á
32 ára tímabili, en á tímabilinu
á undan voru það 80 drukknanir
árlega. Þetta hefur verið ægi-
leg blóðtaka fámennri þjóð, og á
sínar skýringar í harðsóttri sjó-
sókn þjóðar, er orðið hefur að
berjast fyrir lífi sínu við óblíð
veðurskilyrði.
Það, sem óhugnanlegast er
við þetta, er hin háa tala þeirra,
sem falla útbyrðis af skipum eða
sem hafa drukknað við land, en
slík slys hafa aukizt mjög á
seinni árum, en að jafnaði yfir
allt tímabilið hefur þriðji hver
maður drukknað á þennan hátt.
þetta eru flest óhappaslys eða
slys, sem rekja má til óvarkárni
eða aðgæzluleysis, og væri hægt
að fyrirbyggja mörg þessara
slysa, ef ýtrasta aðgæzla er við-
höfð, t. d. ef menn temdu sér
að bera björgunarbelti eða hafa
öryggisbönd á sér við hættuleg
störf. Þá væri og mörgum hægt
að bjarga, ef menn væru því fyr-
irfram viðbúnir, að slíkt gæti
komið fyrir og hefðu við höndina
t. d. bjarghringi eða línubyssu
með flotlínu. En umfram allt er
nauðsynlegt að menn kunni að
bregðast rétt við og viti, hvað
þeir eiga að gera við mann, sem
misst hefur meðvitund í vatni
eða við aðrar aðstæður.
Höfuöatriöi viö öndunar-
björgun.
Hingað til hafa flestir verið
fákunnandi í þessum efnum og
ýmsar aðferðir og ráð verið not-
uð, sem engin hafa verið óbrigð-
ul eða jafnvel vita gagnslaus
eins og er komið á daginn og
sannað hefur verið með tækjum,
er mæla súrefni í blóði.
En nú eru sérfræðingar loks-
ins sammála um eina aðferð, sem
taki öllum fyrri lífgunaraðferð-
um fram, öndunarlífgunina, sem
þó er ekki ný að öðru leyti en
því, að yfirburðir hennar hafa
nú verið sannaðir og hún hefur
þann höfuðkost, að allir, jafnt
konur sem karlar, ungir sem
aldnir, geta framkvæmt hana
strax á staðnum án sérstaks út-
búnaðar.
Þetta er björgunaraðferð, sem
lífsnauðsyn er að allir læri, og
þetta litla greinarkorn sýnir
ykkur, hvernig þið eigið að
bera ykkur að.
45