Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 5
Ágúst V. Scheving. „Haffrú“ 7,29 tonn. Smíðuð í Dan- mörku 1907. Ágúst V. Scheving var fæddur að Vilborgarstöðum í Vestmanna- eyjum 2. ágúst 1888. Foreldrar: Vigfús Scheving og Friðrikka Sig- hvatsdóttir. Ágúst ólst upp hjá foreldrum sín- um. Hann fór ungur að stunda sjó á opnu skipi og byrjaði síðar for mennsku á m/b „Haffrú“, sem hann átti hlut í. Það var árið 1908 °g var formaður með hana fram á vertíð 1912. Þá veiktist hann og varð að hætta sjómennsku. Hann lézt 1912. -K Guðjón Þorleifsson. „Kári“ 7,60 tonn. Smíðaður í Dan- mörku 1907. Guðjón Þorleifsson, Fagurhóli, var fæddur á Sólheimum í Mýr- dal, 6. marz 1881. Foreldrar: Þor- leifur Jónsson og Steinunn Eyjólfs- dóttir, er þar bjuggu, og ólst Guð- jón upp hjá þeim. 20 ára gamall fór Guðjón til Vest- mannaeyja og hóf sjóróðra á opnu skipi. Þegar mótorbátarnir komu fór Guðjón á m/b „Kára“ og var þar vélamaður í 3 vertíðir, en 1911 byrjar Guðjón formennsku á þeim bát og hefur formennsku á honum í 12 vertíðir. Síðar er Guðjón með ýmsa báta fram á árið 1930. En þá hætti Guðjón formennsku, og gerð- ist vélamaður í mörg ár. Guðjón var hæfileikamaður, hvort heldur sem formaður eða véla- maður. -K Ástgeir Guðmundsson, Litlabæ. „Sæborg“ 7,35 tonn. Smíðuð í Vest- mannaeyjum 1907. Ástgeir Guðmundsson, Litlabæ, var fæddur 27. okt. 185?. For- eldrar: Guðmundur Ögmundsson í Auraseli í Fljótshlíð og Guðrún Jónsdóttir. Ástgeir fór alfarinn til Vest- mannaeyja 1880, stundaði sjóróðra á vetrum, og gerðist síðar formað- ur með opið skip, þar til að mótor- bátarnir komu. Þá tók Ástgeir við formennsku á m/b „Sæborgu“, sem hann smíðaði sjálfur. Var hann for- maður með hana í tvær vertíðir en hætti þá formennsku og gaf sig ein- göngu og bátasmíði. Ástgeir mun hafa smíðað 10 mótorbáta í Eyj- um og marga á Stokkseyri. Einnig smíðaði hann fjölda af opnum bát- um, sem engin tala er yfir, þeir voru það margir. Ástgeir var mikill og góður smið- ur og var aðalbátasmiðurinn í Vest- mannaeyjum í fjölda ára. VlKlNGUB 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.