Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 34
Ragnar Þorsteinsson:
LÆKN
Ekki veit ég hvaðan mér kem-
ur öll sú óbeit, sem ég hef á
læknum. en snemma varð henn-
ar vart og eitt sinn lá nærri að
hún yrði mér að fjörtjóni. Ég
var þá á sjöunda árinu og hafði
verið sendur eftir einu rúg-
brauði í brauðbúð þorpsins.
Þetta var um vor að áliðnum
aftni. Fyrir nokkrum dögum
hafði ég skorið mig í fingur.
Einhver hafði minnst á það,
sennilega í gamni, að rétt væri
að láta lækninn athuga þetta.
Ég þurfti nú ekki meira með, en
verð óstjórnlega hræddur og
býst svona hálft í hvoru við að
þetta verði framkvæmt. — Ég
reyndi að hlera hvert einasta
orð, sem fullorðna fólkið talaði,
ef ég gæti orðið einhvers vísari
um fyrirætlanir í þessa átt. En
fyrirvarð mig þó fyrir að spyrja.
Sjálfur skammaðist ég mín und-
ir niðri fyrir þennan heiguls-
skap, og vildi helzt ekki að fólk
kæmist að því. Ég reyndi að
láta breytni mína verða sem
hnökra minnsta, var sérstaklega
viljugur, þægur og stilltur. Ég
forðaðist að stríða yngri syst-
kinum mínum — sem stundum
áður hafði viljað koma fyrir.
Svo var ég á sífelldum þönum,
niður í fjöru að sækja þang í
eldinn, upp á bakka að sækja
mjólk, og svo að gæta að litlu
systur, að hún félli ekki í tjörn-
ina. Ég heyrði, svona undir
væng, að fólki þótti snögglega
hafa hlaupið táp í drenginn. —
Reifarnar á fingrinum reyndi
ég á allan hátt að dylja, ef að
ég var úti við, því að ég var
aldrei öruggur um að læknirinn
væri ekki á næstu grösum. Ef
að hann kynni að reka augun í
þetta, ja, þá væri ekki að sökum
að spyrja. Hann væri svo sem
vís til að skera í hann, eða jafn-
vel taka hann hreinlega af. Já,
víst gæti hann það, alveg eins
IBINN
og hann tók fótinn af honum
Sigga halta. Mér fannst því full
ástæða til að gefa ekki tilefni til
árekstra við fullorðna fólkið.
Betra að hafa það með en móti.
Ég hafði lokið erindum mín-
um í brauðbúðinni og hafði snú-
ið heim á leið. Þá sá ég mann á
gangi uppi á bökkunum. Sá var
vel búinn og hinn vörpulegasti
og hafði hann fyrirmannlegt
göngulag að mér fannst, hann
vatt upp á sig til hægri og
vinstri og tók stór skref.
Skyndilega sló því niður í hug
minn að þetta væri læknirinn.
Á einhverju hélt hann undir
hendinni, það var auðvitað task-
an hans, þar sem hann geymdi
hnífinn, sem hann. .. það fór
hryllingur um mig. Það var ekki
um að villast, þetta var læknirinn
og enginn annar. — Ég hafði
handaskifti á brauðinu í skyndi,
og stakk svo hendinni með veika
fingrinum í vasann. Mig hryllti
við hvað ég hafði verið kærulaus
að hafa ekki fingurinn alltaf í
vasanum.
Nú var úr vöndu að ráða.
Ekki var alveg víst að hann ætti
erindi við mig. Ætti ég að taka
til fótanna og fela mig, eða hafa
gát á honum, sjá hvert hann
færi? Ég tók síðari kostinn. En
ef hann nú samt sem áður gæti
séð, að ég væri með veikan fing-
ur og sveigði í áttina til mín,
hvert skyldi þá halda? Ekki gat
ég farið heim, en í hjallinn hans
Níelsar gamla. Nei hann var nú
fullur af rikklingi. En undir
planið hans Sigga Sala? Nei,
þar flæddi upp undir hús. En
inn undir Bása þá? Þar myndi
ég drukkna um hálffallið, því að
það flæddi inn í alla skúta þar.
En ef að ég kæmist í kofann
til hennar Gunnu Þóu. Aldrei
myndi þó læknirinn þora þang-
að. Hún var göldrótt — og tók
reyndar börn stundum, en það
voru áreiðanlega verri böm en
ég var og ætlaði að vera. Fólkið
sagði að hún vigtaði óþekktina
og dyggðirnar. Ef óþekktin var
svo þyngri, þá varð bamið að
vera hjá Gunnu Þóu langan,
langan tíma. En hvar var nú
annars kofinn hennar Gunnu?
Ég var nú ekki alveg viss um
það. En tjörnin, ja, ég hafði að
vísu einu sinni komizt undan
strák, með því að flýja út í
tjörn en tæplega gerði ég það
aftur. Ég hafði orðið eitt mor-
andi safn af alls konar kvikind-
urn. Þar voru svo ljótar pöddur,
að hárin risu á höfði mér, ef ég
hugsaði til þess.
Jæja, ég gæti þá stokkið upp
á skúr til krabbans. Það var
heljar mikil skepna. Pabbi hafði
fengið hana á lóðirnar í gær.
Og bitið gat hann sá fantur,
það hafði ég sannprófað, með
því að láta hann bíta í eldskör-
unginn. Ætli læknirinn yrði ekki
hræddur við krabbann?
Á meðan ég var að hugleiða
þetta, hafði ég ekki augun af
manninum og gekk því lötur-
hægt. En maðurinn gekk greitt
og var nú að ganga niður Hregg-
nasann, var ég rétt móts við
hann. Hjartað tók að hamast í
brjósti mínu. Þetta var hættu-
legasti staðurinn, því að nú var
fjarlægðin minnst. Nú var um
að gera að hafa auga með hon-
um. Skelfing gat hann verið
eitthvað ákveðinn. Nú var hann
kominn fram hjá mér, svo að
ég varð að horfa um öxl, en
fannst það óþægilegt og gekk
þá bara aftur á bak. Ekki skyldi
ég láta það henda mig að láta
hann koma aftan að mér. Ha,
hjartað tók kipp, ég sá ekki bet-
ur en maðurinn væri að veita
mér athygli. Jú, það var áreið-
anlegt, hann hægði gönguna —
horfði beinlínis á mig, hann var
búinn að snúa sér við. Ég hélt
uppteknum hætti og gekk aftur
á bak. Ef hann tæki stökk niður
bakkana, myndi ég komast upp
á skúrinn og geta skýlt mér bak
við krabb . . .
58
VÍKINGUB