Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Side 35
Lengra komst ég ekki í hug- leiðingum mínum, því að nú var ekki lengur nein jörð til að ganga á, ég sveif í lausu lofti. Um leið og ég hvarf eitthvað niður í jörðina, sá ég að læknir- inn rétti upp báðar hendur. Það var það síðasta sem ég skynj- aði. Að vísu þóttist ég sjá ein- hverjar eldglæringar, en svovar einungis myrkur og allt horfið. Læknirinn voðalegi, Hreggnas- inn og fjallið, sem eins og log- aði niður fyrir efsta klettabeltið. Sólin hafði verið að síga undir Bröttuhymu hinum megin dals- ins. Þegar ég kom aftur til sjálfs mín, lá ég í rúminu mínu og að mér fannst, með voðalega stórt og þungt höfuð. — Hvernig ég hafði orðið ,mér úti um það, gat ég ómögulega munað. Svo fór nú að hvarfla að mér, að ef til vill væri þetta alls ekki ég. Ætli þetta gæti ekki verið hann Siggi Bínu, sem datt út af plan- inu í fyrradag, því að hann hafði verið með barnableyjur bundnar um höfuðið. Hann hafði hvíslað því að mér í gær. Mér hafði nú þótt tilkomulítið að vera með bleyjur á þessum end- anum — að minnsta kosti var bróðir minn, sem var tveggja mánaða, alltaf með þær á óæðri stað. Ég þreifaði á þessari ó- hugnanlegu kúlu. Ekki fannst mér hún jafn fyrirferðarmikil, er ég þreifaði eins og af tilfinn- ingunni. Ég bankaði í ferlíkið með hnúunum, en fann svo mik- ið til að ég hljóðaði. Jú líklegast var þetta ég sjálfur, þótt ég fengi ekki skilið hvemig slíkt hefði að borið. Hvernig stóð annars á því, að ég var í rúm- inu? Ég sá ekki betur en að sól- in skini inn um gluggann. Nú datt mér skyndilega í hug að það væri eitthvað, sem ég þyrfti nauðsynlega að gera. Mér varð þá litið á höndina á mér, sem lá ofan á sænginni. Hvað yar að tarna, var þá ekki hönd- in alblóðug og veiki fingurinn, bindið blóðstorkið. Já, nú mundi ég, læknirinn, ég þurfti að hafa gát á lækninum. Og úr því að VÍKINGUR ég var í rúminu. þá var líkleg- ast, að ég væri veikur. Æ, því- lík ógn og skelfing, hann hafði þá náð mér eftir allt saman. Ég greip í ofboði í veika fingurinn. Jú. hann var kyrr, en hvað hafði hann gert við höfuðið á mér? — Ekki vissi ég til að nokkur skeina ætti að vera á því. En hvar var þá læknirinn? Ekki var hann í baðstofunni. Ulur grunur læddist að mér, hann skyldi þó aldrei vera undir rúm- inu? Það sló út um mig köldum svita. Það voðalegasta, sem ég þekkti, var að vita af hættunni, en sjá hana ekki, en þó hafði ég ekki hug til að ganga úr skugga um þetta, því að það fannst mér vera að bjóða hættunni heim. En móðir mín leysti mig úr þessum vanda. Hún kom upp um loftsgatið í þessu með fat með volgu vatni. ,,Jæja góði minn, það var gott að þú rankaðir við, þetta var meiri byltan, sem þú fékkst“. „Hvaða bylta mamma? — Heyrðu . . . “. Og ég hvíslaði í eyra henni: „Er — er læknirinn undir rúminu mínu mainma?" „Hvaða vitleysa drengur, nei, nei, það er enginn undir rúm- inu“. Ég hækkaði róminn svolítið: „En hver gerði þá höfuðið á mér svona?“ „Þú hefur víst átt mestan þátt í því sjálfur góði minn. Þú gekkst aftur á bak ofan í stóru gryfjuna hérna fyrir utan. Það var mikil mildi að þú stórslas- aðist ekki“. Ég varð hálf skömmustulegur. „Ætli ég muni deyja mamma?“ hvíslaði ég og fylltist voðalegri angist. „Það held ég ekki væni minn, það hefði getað farið verr“. Mamma leysti af mér reif- arnar og fór að þvo skrámurn- ar. Ég kipptist til við hverja skrámu og öskraði, sparkaði út í loftið og lét öllum illum látum. Mamma var í stökustu vandræð- um. „Ég verð líklega að láta sækja lækninn". Um leið og hún sagði þetta, var eins og drægi skyndilega úr sársaukanum, og ég lét ekki á mér kræla eftir það, hvað sem á dundi. „Það var mikið lán,, að hann Friðrik formaður sá þig detta“, sagði mamma. — „Hann hljóp strax niður eftir og bar þig heim. Hann sagði. að þú hefðir virzt vera að horfa á sig“. Jæja, hugsaði ég, það var þó gott að þetta var ekki læknirinn, en ég sagði það ekki upphátt. HLUSTAÐ Á BÁTANA Síldveiðar eru að sjálfsögðu nauðsynlegar. og sjálfsagt að tala við skipstjóra á næsta bát en eru ekki ræðurnár kannske of kuldalegar á kölska og víti er tæplega nokkurt lát. Og aumingja síldin fær ýmislegt misjafnt að heyra einkum ef næturnar til 'hennar ekki ná þá ósóminn skefur hvert einasta hlustandi eyra andskotinn 'hlýtur að gleðjast við lofsöngva þá. En svo eru aðrir sem aldrei í stöðina blóta og ég held þeir skiljist ei hótinu verr fyrir það og líði ei verr þótt þeir ákalli aldrei þann ljóta og aldrei í helvíti fái sér hressingarbað. R. S. 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.