Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 3
I vera á landsvæði, sem sögulega og landfræðilega tilheyrir Wales, en menningarlega Englandi. Þess vegna er hún ýmist talin til Wales eða Englands, eða talin til hvor- ugs. Þarna dvaldist ég í viku til að kynnast þessari starfsemi af eigin raun. Sjómannastofan er rétt fyrir innan hafnarhliðin og því býsna vel í sveit sett. Húsið lætur ekki mikið yfir sér, ein- lyft múrsteinshús, en þegar inn er komið, gefur að líta mj ög vist- leg húsakynni, þar er allstór sal- ur, bókasafn, billardstofa, kap- ella, setustofa, sjónvarpsherbergi og lítil íbúð, þar sem þó er séð fyrir ólíklegustu hlutum. Hingað leggja margir sjómenn leið sína á kvöldin, ungir sem gamlir. Sum kvöld eru danskvöld og þá koma nokkrar stúlkur til að dansa við sjómennina, að vísu eru nokkrar stúlkur á hverju kvöldi til að gera andrúmsloftið heimilislegra og skemmtilegra og það gera þær sannarlega, enda gera þær sér grein fyrir því, að þær vinna kirkjulegt starf og fara sífellt vaxandi í mannþekkingu og full- kominni framkomu. Síðla kvölds fer fram kvöld- söngur eða kvöldbænir í kapell- unni. Þangað safnast flestir inn og enginn fer þaðan út án þess að hafa komist í nána snertingu við aflvaka þessa starfs og finna það, að þetta er kirkjulegt starf. Þessar kvöldbænir eru óendan- lega mikils virði fyrir starfið í O i 1 <0 JLo Sjómannastofan í London (Victoria Docks). Hún er byggð um 1930. Efstu 5 hæðirnar eru gistiherbergi. heild og vafalaust fyrir hvern einstakling. „Nú höfum við stutta þögn og biðjum. . . .fyrir bræðr- um okkar á hafinu........ fyrir fjölskyldum okkar og ástvinum . . . .fyrir okkur sjálfum....“ Presturinn sagði mér, er við ræddum um gildi slíkra stunda, að eitt sinn hefði hann rætt við nítján ára sjómann, sem sagði m.a.: „Það var í fyrsta sinn á slíkri stundu, sem ég hugsaði um andlega velferð mína, um sálina og eilíft líf.... og ég bað: Guð, ef þú ert til, leiddu mig inn á þinn veg.“ Störf prestsins eru ótrúlega margvísleg og oft er það úrræði hans, sem á veltur í ýmsum mál- um. Mr. Casson sagði mér frá é M.s. John Ashley, skip sjómannatrú- boðsins á Thames. Hann var gefinn af skipafélögun- fyrir níu árum. Undir þiljum er samkomusalur, bókasafn og kapella. ... . uBt'JtV. einu atviki, það er á þessa leið: Sjómannastofan í Newport fékk skeyti frá sjómannastofunni í borg einni í Kanada þess eðlis, að þar lægi sjúkur sjómaður frá Newport. Veikindin voru alvar- legs eðlis, svo að skipið hafði siglt áfram og lá hann nú einn og yfir- gefinn í Kanada og „það er eng- in von.“ Mr. Casson var beðinn að skýra konu mannsins frá þessu. Presturinn íhugar málið stuttlega og fer síðan sem skjót- ast til heimilis sjómannsins, knýr dyra og segir konunni fréttirnar. Hann sér, að konunni er all brugðið og segir: „Eigum við ekki að setjast niður og fá okkur tesopa.“ Þau ræða málið unz klerkur segir: „Þú getur gert eitt og aðeins eitt, þú tekur fyrstu ferð til Kanada og sýndu manni þínum með því, að líf hans sé þér óendanlega mikils vii'ði, sýndu honum að þú elskir hann, hafðu ekki áhyggjur af fargjaldinu.“ Þetta er eina leiðin til að hann endurheimti lífsþróttinn, því að enginn er eins einmana og sjúkur sjómaður í framandi landi. Dag- inn eftir stóð konan við sjúkra- beð manns síns og innan skamms hafði hann endurheimt lífskraft- inn, viljinn til að lifa hafði orðið öllu öðru yfirsterkari og hann sneri fullfrískur heim til Eng- lands. Stundum kemur það fyrir, að VÍKINGUR 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.