Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 37
kunna. Sjömennirnir í þjónustu Hinriks voru þar engin undan- tekning. En Hinrik kærði sig koll- óttan um persónuleg vanda- og áhugamál manna sinna, því að hann mat meira hinar þýðingar- miklu upplýsingar, sem þeir gáfu honum, heldur en fjárhagslegan ávinning, sem menn hlutu í við- skiptum sínum við Mára, Araba og villimenn í ferðunum. Þó var hann ekki með öllu frá- hverfur fjármunum, því að hann þurfti á peningum að halda til að útbúa skipin, sem voru vandlega smíðuð í skipasmíðastöðvunum í Lagos. Ein bezta auðlind hans kom frá Madeira og Porto Santo, sem sjó- menn hans fundu. Landnemar Hinriks voru birgð- ir upp af beztu frækornum og plöntum, og sömuleiðis höfðu þeir meðferðis Sikileyjar-sykur- reyr og krítarvínvið. Að liðnum tíma varð hið síðamefnda mikil- vægt hráefni í eftirsóttan verzl- unarvarning, sem voru dýrindis vínveigar. Afraksturinn af þess- ari starfsemi notaði Hinrik til að styrkja fyrirætlanir sínar. Enski rithöfundurinn Ernle Bradford gerir skemmtilegar at- hugasemdir við þetta og segir: ,,Það er skrýtið að hugsa til þess, að kynslóðir Breta hafa drukkið sín Madeiravín án þess að hafa nokkra hugmynd um að þær eiga þá ánægju sinni að þakka löngu liðnum meinlætamanni, sem var bindindismaður og náskyldur John de Gaunt.“ Hinrik fékkst við áhugamál sín í 40 ár og sýndi fram á að' sjóndeildarhringurinn væri tak- markalaust, enda þótt það væri ósannað þá. Hann hvatti stöðugt menn til að sigla lengra. Þegar Hinrik dó 13. nóv. 1460, réttum 32 árum fyrir landafund- ina miklu, hafði hann þegar af- rekað miklu fyrir Portúgal, og hafði með réttu áunnið sér nafn- ið Sæfari. En jafnan þegar á hann er minnst er talað um Hinrik sæ- fara. * 10.000 FISKIDJÚNKUR í HONG-KONG Fiskur er ein aðal fæðutegund nýlendunnar Hong Kong, og fiskifloti hennar er 10000 djunk- ur, sem er meiri fjöldi skipa en í nokkurri annarri höfn brezka samveldisins. Meira en 80000 menn fá viðurværi sitt úr sjónum í Hong Kong. Til þess að aðstoða þetta fólk, hefur ríkisstjórnin komið upp lánasjóðum fyrir sjómenn til að endurnýjá og færa í nýtízku- horf báta sína, svo að afrakstur- inn verði meiri. Einnig er unnið að því að rannsaka hvernig hægt verði að auka og bæta fiskveið- arnar í Suður-Kínverska hafinu. Árangurinn er þegar í ljós kominn, því að meira en helm- ingur bátaflotans hefur verið endurnýjaðar. Leysa nú vélknúð- ar djunkur æ meir af hólmi hin gömlu seglskip. Á fyrra ári voru veittar sem svarar 25 milljónum króna í þessu skyni. Afborganir lánanna fara þann- ig fram, að ákveðinn hluti fer af hverri fisksölu bátsins til niður- greiðslu, en ríkið sjálft annast sölu fisksins á mörkuðunum og rekur þá. Þetta hefur endurbætt starfsemina og fjórfaldað afköst- in miðað við árið 1946. Nú er ár- legt aflaverðmæti metið á sem svarar 432 milljóir íslenzkra króna. Á myndinni sjást ungir fjöl- skyldudrengir vera að binda skip sitt í lítilli vík við Hong Kong. Flestar djunkur eru starfræktar af fjölskylduliði. Barnið fæðist um borð og elzt upp á skipinu og tekur smám saman, eftir því sem það vex, þátt í viðhaldi bátsins og fiskveiðunum. En börnunum er þó séð fyrir skólagöngu, og eru sérstakir barnaskólar fyrir þessi börn á landi, einnig er möguleiki fyrir því að þessi börn geti öðlast hærri roenntun. VtKINGUR 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.