Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 5
höfn á viku og um þriðjungur innfluttra vara til Englands, í öðru sæti er Liverpool hvað magn snertir, en Lundúnaflugvöllur hvað verðmæti hrærir. Á bökk- um Thames hefur The Flying Angel tvær sjómannastofur, önn- ur er í Victoria Docks og sést á myndinni, þetta er stór bygging, byggð kringum 1930, megnið af húsinu eru gistiherbergi, en þó eru þar að sjálfsögðu kapella og ýmsir salir til margvíslegra nota. Skammt frá er sjómannastofa fyrir kínverska sjómenn og þar ræður ríkjum kínverskur prest- ur, sem heimsækir alla kínverska sjómenn í London og vinnurmjög mikilvægt starf. — Önnur sjó- mannastofa, The Flying Angel, er í Tilbury, sem er útborg skammt frá London utar fram með Thames. 1 þeirri stöð er einn prestur, en þrír prestar í Vic- toria Docks auk nokkurra leik- manna. Þessir aðilar sjá um að heimsækja öll skip, sem leggjast að bryggju. Sum skip leggjast ekki að bryggju af ýmsum ástæð- um og eru þau í umsjá m.b. John Ashley, sem er 90 tonna skip og áður er minnst á. Mér gafst tæki- færi til að vera nokkra daga í Tilbury og síðan tvo daga á John Ashley. Skipið er allvel útbúið til síns starfs; það var gefið af skipafélögum, þar er dágóður samkomusalur, allstórt bókasafn og kapella. Áhöfnih er tveir menn, vélstjóri og prestur, sem er jafnframt skipstjóri. Hafnar- svæðið er um 70 mílur á lengd og þar sigla þeir fram og aftur á nokkrum dögum og heimsækja um 200 skip á mánuði og vinna á þann hátt velmetið starf með ýmsum hætti. Á morgnana hafa þeir morgunbænir um borð og seint á kvöldin kvöldbænir. Á kvöldin liggja þeir venjulega ut- an á nokkrum skipum og sjó- mennirnir koma um borð og geta keypt ýmsar nauðsynjar, fengið bréf og sent bréf, horft á kvik- myndir, fengið bækur; úr bóka- safninu fara um sjö þúsund ein- tök á mánuði, sem þeir þurfa ekki að skila aftur. „Þegar ég kom fyrst á ána,“ segir presturinn, „bjóst ég ekki við að þurfa að skíra nokkurn tíma. Skipstjóri einn var fyrstur til að láta skíra sig og var þá öll skipshöfn hans viðstödd. Þá var enginn skírnarfontur um borð, svo að ég varð að notast við súpu- disk.“ Stuttu síðar var John Ash- ley gefinn skírnarfontur. — Um borð voru einnig sérkennilegar rafmagnsklukkur, sem hringt er fyrir messu, þær voru gefnar af foreldrum ungs pilts, sem fórst í bílslysi þegar hann var á leið til skips í sína fyrstu sjóferð. Einn daginn var nokkrum ný- útskrifuðum stýrimannaefnum boðið í siglingu á John Ashley og fór þá jafnframt fram inntöku- athöfn í félagsskapinn The Fly- ing Angel. Sú serimonia fer þannig fram í stórum dráttum, að piltarnir stóðu fyrir framan altarið í kapellunni, presturinn stendur fyrir framan þá, biður bæn og spyr þá síðan livort þeir vilji endurnýja skírnarsáttmál- ann, þyí næst eru þeir spurðir hvort þeir vilji gangast undir reglur The Flying Angel: að biðja til Guðs á hverjum degi, að lesa í Heilagri Ritningu á hverj- um degi, að vera trúfastur al- tarisgestur og reyna með lífi sínu á allan hátt að útbreiða ríki Jesú Krists, loks eru þeir spurðir hvort þeir séu fúsir til að starfa með starfsmönnum sjómannatrúboðs- ins. Þegar þeir hafa játað þessu öllu fara þeir með trúarjátning- una og loks staðfesta þeir þessi heit sín með handsali. í þessu felst styrkur félags- skaparins, að það er ekki prest- urinn, sem er sjómannastarfið, heldur sjómennirnir sjálfir og presturinn er þjónn þeirra. Að lokum verður hér birtur kafli úr bók einni, sem sjómannastarfið hefur gefið út. Lesandinn kann nú að spyrja sem svo: ,Jú, þetta er allt mjög athyglisvert, en þar sem aðstæð- ur til sjós hafa batnað svo mjög og laun sjómanna hækkað stór- um, hvaða gagn er þá að félags- skap eins og The Missions to Seamen? Geta sjómennirnir ekki séð um sig sjálfir og er það ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar og verkalýðsfélaganna að sjá um öll' þeiri'a velferðarmál V Svarið veltur á þeirri merk- ingu, sem við leggjum í orðið vel- ferðarmál. Ef allt, sem sjómað- urinn þarf, fæst á vel skipulögð- urn ,vei'aldlegum‘ klúbbum og ef sjómannastofurnar hafa ekkert annað að bjóða, þá á sjómanna- trúboðið varla rétt á sér. En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Dýpstu mannlegu þörfum hans verður aldrei full- VIKINGUR 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.