Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Page 40
Skipstjóraefni við nám sitt. HVAÐ A AÐ HEAM ? Hinn vaxandi áhugi fyrir und- irbúningi að starfi fiskimanna, hefur leitt af sér ýmsar uppá- stungur, hvernig haga beri námi sjómanna. Spurningin er því á vörum margra meðal fiskveiðiþjóða, hvað kenna beri fiskveiðisjó- mönnum auk hins venjulega námsefnis í siglingafræði, sjó- ■mennsku og hjálp í viðlögum. 1 Kanada eru nokkrir skólar, sem lúta að fiskveiðum og þar er einn fiskveiðiháskóli. 1 Bandaríkjunum er verið að að koma upp tveggja ára skóla við háskólann á Rhode Island til að kenna almennar fiskveiðar. Almennt er lítil áherzla lögð á fræðslu sjómanna í Evrópulönd- um, nema það bráðnauðsynleg- asta til að geta öðlast atvinnu- skírteini. Viðfangsefnin. Námsefnið, sem tekið er fyrir í fiskveiðiháskóla, takmarkast við lengd skólaverunnar og þá teg- Tafla I. (Námskrá yfir þriggja ára skóla fyrir verðandi flskiskipaskipstjóra i Nýfundnalandi.) Frumlcvöölar. Rússar og Japanir eru venju- lega taldir frumkvöðlar í þjálfun sjómannsefna. Annar aðilinn hefur lagt meg- in áherzlu á raunhæft starf, praksisinn, en hinn miðað kennsl- una meira við vísindahliðina. Flest Evrópulanda hafa eða hafa haft námsefni fyrir sjó- menn sína, sem þó hefur verið nokkuð breytilegt og alltaf tals- vert takmarkað og sniðið við til- tölulega lítinn verkahring. Mörg ríki í Afríku og Asíu hefur verið það ljóst að þjálfun sjómannsefna skiptir miklu máli og hafa komið upp hjá sér jvel- þróuðu kennslukerfi fyrir fiski- menn. Námsefni Kennslustundir 1. ár 2. ár 3. ár Enska 72 Fagteikning og efnafræði 84 ' — Landafræði og haffræði 36 72 — Praktisk sjómannafræði 48 48 — Veiðarfæraefni 84 48 — Netagerð 120 48 — Skipagerð 48 48 — Veðurfræði 24 48 — Stærðfræði og eðlisfræði 396 144 60 Líkamsfræði og bátaviðhald 96 108 72 Siglingafræði og kortavinna 108 156 24 Stöðugleiki skipa 24 72 48 Fræðileg veiðarfæragerð 24 96 48 Hjálp í viðlögum og merkjafræði 24 36 24 Fræðileg sjómennska og skipameðferð 48 72 92 Hagfræði — 48 — Rafmagusfræði — 24 24 Siglingatæki — 12 144 Siglingareglur og lög — 48 84 Fiskifræði og fískvinnsla — 36 48 Vélfræði — 48 36 Radartækni — — 60 296 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.