Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 11
Á þessar slóðir þýddi helzt ekki
að koma í júní og júlímánuði, því
á þeim tíma var venjulega fullt
af Háf grunnt um allan Miðnes-
sjó. Aftur á móti gat verið vel
ýsuvart NV til V af Stafnesi á
60 til 70 fðm. í júlímánuði.
Á sömu slóðum og ég lét út
baujuna varð oft vart við stór-
ufsa í birtingarholinu, þegar
kom fram í október og nóvember
og svo ýsuvart yfir birtuna. —
Venjulega tók maður upp bauj-
una það snemma að maður næði
norður í Rennur til að skipta um
luktir á baujunum þrem, maður
varð að vera öruggur með gott
ljós á þeim yfir myrkrið, annars
gat allt tog farið í hund og kött,
og þá fiskiríið líka, en þessar
hraunaslóðir gáfu yfirleitt lang-
bezta aflann.
Þessu baujustússi var lokið í
tæka tíð til að geta kastað fyrir
utan hraun og farið yfir Múla-
hraunskantinn um dimmumótin
og toga síðan út hraun og eyða
nóttinni eins og undanfarnar
nætur, að því loknu er ég ákveð-
inn að kippa suður í Garðsjó þeg-
ar miðabjart er orðið.
Ég byrja á því að láta bauju
út á Leiruklett, það er Sandfell á
Berg og Hólinn um Gerða (ís-
húsið). Kippi síðan vel fyrir
köstun til SA og kasta síðan út
með baujunni að sunnan, toga
síðan N til V, þar til Þórðarfell
kemur á Berg, eða í 20 mínútur,
beygi þá til bakborða og held á
Útskála, þar til Látur á stutt eft-
ir á Berg, beygi þá til bakborða
alla leið inn á Helgafell og held
á það vel klár af línunni, þar til
Sandfell er komið vel inn af
Bergi, beygi þá til bakborða upp
á ANA og dreg í námunda við
baujuna og hífi þar upp, og fékk
maður oft ágætis hol þarna, ef
maður kom að því ósærðu. Þetta
var kallað að toga fyrir utan
Kletta. Þessi bleiða átti sam-
merkt með flestum bleiðum ef um
þorsk var að ræða, að það þýddi
ekki að kasta á sama aftur, þó
maður fengi gott hol.
Ég ætla áður en ég kasta aftur
að geta um baujustæðið á línunni.
Það er Þórðarfell hálft á Berg og
Vörðuna um Staðinn, en svo var
prestsetrið á Útskálum kallað.
Það var öllu nákvæmara að nota
Hólinn um þriðja hús fyrir utan
íshúsið í Gerðum.
Jæja, áfram skal toga, ég kasta
nú til austurs að innanverðu við
baujuna og toga ljóst Fláskarðið,
þar til Riddararnir koma saman.
Beygi þá til stjórnborða og held
þá á Hamrahlíð, sem þá hvolfir
yfir Valhúsið á Seltjarnarnesi, og
toga það þar til komið er Hamar-
inn meiri Ijósan, beygir þá ró-
lega til stjórnborða og fer inn
undir dýpra skarðið og hífir þar
upp. Þetta var kallað að toga í
Fláskarðskrikanum og var þar
oft mjög gott með fisk, ein af
betri bleiðunum.
Ég kasta aftur til austurs og
dreg nú fyrst á milli Hamarsins
meiri og dýpra skarðsins þar til
Bollanum veitir vel norður af
Helgafelli, læt þá síga út Hamar-
inn meiri ljósan, og toga það þétt
með hrauni, þar til norðurbrún
Klofans snertir Helgafell, beygi
þá til stjórnb. og held inn á Val-
hús og fer þá þétt með Neskletti
að sunnan og toga svona þar til
ég kem í lítið skarð, sem er mitt
á milli Grynnraskarðsins og
Hamarsins minni, og beygi til
bakb. og toga í því litla skarði að
Akrafjalli að innan, og toga ég þá
þétt með Böðvarsmiði að innan.
Þetta var togað þar til miðahnúk-
arnir voru um Valhúsið. Var þá
beygt til bakb. og togað út með
austurendanum á miðinu og híft
upp djúpt dýpra skarðið og var
þetta fiskilegt tog og gat verið
ágætt, helzt um miðjan daginn
þegar óvíða fékkst fiskur. Fyrir
miðahnúkana um Valhúsið var
nákvæmara að nota Landakots-
turninn um fjósið í Nesi.
Það var öllu fiskilegra að
beygja út yfir miðið miðahnúk-
ana um Bakka. Þar var slétt
renna. Breiddin á Böðvarsmiði
var milli litla skarðsins og dýpra
skarðsins, og á því var vondur
botn og 9 faðma dýpi og gat
brotið í slæmum vestanrokum, en
til gamans má geta þess að þetta
VÍKINGUR
327