Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 49
neyzlu, af fjórum tonnum smjörs „er aðeins smálest eftir“. Sænska skipið „Killara“ er mjólkurkýr samfélagsins. Úr þurrmjólk og eggjum útbúa Skandinavarnir nýmjólk. Þakklátustu neytendur „Ice- cream“ þess, sem framleitt er um borð í „Miinsterland" eru skip- verjarnir á Búlgarska skipinu „Vassil Levsky“. I meðalhita 40 gráðum, án nokkurrar loftræst- ingar, voru austantjaldsmennirn- ir að örmagnast. Egypzkur skipshandlari sér um innkaup á ýmsum nauðsynj- um, og er samkvæmt eigin um- sögn „að verða auðugur af við- skiptunum". Bandaríkjamenn- irnir greiða í gjaldeyri, Pólverj- arnir verzla lítið. Vegna gjaldeyrisskorts var Pólverjunum neitað um viðskipti. Það sem þeir þurfa til viðurvær- is er nú sent til þeirra í „Con- tainers" frá Póllandi. Þýzka skipshöfnin pantaði sér 1000 car- ton af Holsteinbjór frá Ham- borg, þar sem Egyptarnir selja aðeins austur-þýzka saft. „Hér verður þó enginn feitur" segir Prissel skipstjóri með sína 12 manna neyðaráhöfn (venju- leg: 42 menn) á tvöföldum laun- um, sem þeir þó greiða tvöfaldan skatt af. Nóg er fyrir þá að starfa, vaktaskipti, mála og skrúbba. Á breska skipinu hefur GBLA komið sér upp fótboltasvæði. Net grípa of háan bolta. Lið frá nær hverju skipi þreyta kappleiki um verðlaun hvern miðvikudag. Fyr- ir skömmu var bezta liðið sent í land í Ismailia við lið úr Egypzka hernum, sem mætti þó ekki til leiks þegar til kom. I október s.l. á sama tíma og Olympíuleikarnir stóðu yfir í Mexico efndi GBLA undir for- ystu skipverja á pólska skipinu „Djakarta“ til smá-olympíuleika í Suez-skurði! Skipverjar á tékk- neska skipinu „Lennice“ tóku þátt í sjóskíðakeppni með hrað- bát sem þeim tilheyrir. Og allar skipshafnir taka þátt í lífbáta kappróðrum, til þess að vinna sér VÍKINGUR Mriri-i.-- MHIÍJl Seit dem israelisch-arabischen Juni-Kriegl967 liegenl5Schifíe aus acht Nationen im Suez- Kanal fest Timsoh-See Glen- 6116 BRT 4975 BRT 1 462 BRT Grofier Bittersee 6915 BRT Bierutv 6674 BRT Frankreich: 7051 BRT Grofibritonnien: 10463 BRT • Melompus- •Agopenor- 10174 BRT 8511 BRT 7654 BRT Schweden: 11 005 BRT Nippon - 10309 BRT I Bundesrepublik: 9365 BRT Nordwind- 8656 BRT Frá því í júnístyrjöldinni 1967 milli ísraels og Arabaríkjanna hafa 15 skip 8 þjóða legið föst þarna. inn Afga-myndavélar sem veittar eru til verðlauna. Hamburg-Ameriku línan telur tjón sitt af legu skips þeirra þarna nema 450,000 DM á mán- uði. Suez-skurðar forstjóri Nas- sers tapar þó verulegar eða um 900—1000 milljónum marka ár- lega í skipagjöldum. Stórtaparinn Nasser neitar þó allri hreyfingu við skurðinn, fyrr en Israelsmenn hafi yfirgefið austurströndina og þar með Sinai, en þeir yfirlýsa á móti að slíkt komi ekki til greina, fyrr en beinar samningagerðir hafi tekizt milli deiluaðila. „Við áætlum" segir Ali Mah- moud forstjóri skurðarins,“ að það tæki um þrjá mánuði að hreinsa skurðinn. Og lauslega reiknað myndi kostnaðurinn við að koma skurðinum í siglingahæft ástand verða um 100 millj. marka“. Yfirvöld skurðarins telja ekki svo mikla hættu á sandburði, heldur Egyptinn áfram, en bauj- ur, siglingamerki, flutningabát- ar, dráttarbátar og flugvélaflök liggja í skurðinum, hve mikið af slíku höldum við leyndu. Og Is- raelsmenn eyðilögðu einnig með skothríð siglingamerki og stöðv- ar á strandlengju skurðarins. Hinum 230 leiðsögumönnum í skurðinum þar á meðal Þjóðverj- um, Grikkjum og Pólverjum var leyft af Egypzku stjórninni að halda heim til sín, „þar til skurð- urinn yrði opnaður að nýju“. Egypzkir leiðsögumenn starfa hinsvegar við skipaleiðsögn í hafnarborgunum Aden, Port Su- dan og Conakry. Það sem eftir er af botnsköfu- skipum grafa nú sand úr höfn Alexandríu og Sýrlenzku hafnar- borginni Tartu. Jafnvel í Kuweit reyna hinir gjaldeyrisfátæku Egyptar að leita eftir slíkum verkefnum, — því að í þeirra eigin skurði eru hernaðaraðgerð- ir enn yfirvofandi. Með síkældan Gin-Tonic undir sólseglum á hádekki skipa sinna verða meðlimir GBLA stundum áhorfendur að vopnaviðskiptum milli óvinaaðilanna. Fyrir stuttu síðan eltu ísraelskar Mirage- orustuvélar Egypskar Mig-vélar yfir hafnarsvæði þeirra, í einu slíku tilfelli kastaði egypsk flug- vél frá sér vara'-olíutank, sem féll niður nálægt þýzka skipinu „Nordwind“. Þjóðverjarnir fisk- uðu hann upp og ætluðu að búa sér til bauju úr honum, en egypzka lögreglan kom fljótlega og sótti tankinn. í dagbók Hamborgar skipsins „Miinsterland“ hefur síðastliðna 15 mánuði verið skráð sama stað- arákvörðunin: 30'19,4" norður breidd og 32'21,6" austur lengd. Hve lengi það verður ennþá treystir skipstjórinn sér ekki til að spá um: „ef til vill þrjá mán- uði, ef til vill þrjú ár.“ (Þýtt úr Spiegel — Halld. J.) 365
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.