Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 35
Verksniirtjutogari í líkingu við það sem stjórn F.F.S.I. vill fá smíðaðan. Af hálfu stjórnmálaflokkanna gáfu eftirtaldir forustumenn lof- orð um að verða við þessum ósk- um: Einar Olgeirsson, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Harald- ur Guðmundsson. Er óþarfi að nefna flokkana sem þeir svara fyrir, svo kunnir sem forustu- mennirnir voru. — Undirtektir hinna einstöku landssamtaka voru einnig sérlega góðar, sér- staklega Alþýðusambands fs- lauds, sign Jón Sigurðsson. Fyrir Landssamband iðnaðar- manna svöruðu Helgi H. Eiríks- son og Sveinbjörn Jónsson. — Landssamband íslenzkra útvegs- manna, Kjartan Thors, Hafsteinn Bergþórsson og Ásgeir G. Stef- ánsson. Fyrir félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda Kjartan Thors og Jakob Hafstein og fyr- ir Fiskifélag íslands Davíð Ól- afsson. Þessar aðgerðir urðu hinn raun- verulegi grundvöllur undir sköp- unaraðgerðirnar^vokölluðu. Hvað smíði nýju skipanna snerti, þá urðu þær því miður öðruvísi en sjómenn óskuðu, sérstaklega hvað snerti nýju togarana, sem urðu bæði færri og ekki eins fullkomn- VÍKINGUR ir og sjómenn höfðu gert sér í hugarlund um. Þetta voru stór og góð sjóskip. Þeim var gott að beita til veiða, en það var um enga vinnuhagræðingu að ræða og enga nýja möguleika til betri nýtingar. á afla til að gera hann verðmeiri umfram það sem áður þekktist. En sárgrætilegast var það, að nýjar hugmyndir, sem ís- lenzkir menn höfðu framsett, svo sem tveggja þilfara skip og skut- togaragerð fengust ekki reyndar og aðeins örfáir nýju togaranna voru með Dieselvélum. Þetta varð til þess, að nýju tog- ararnir okkar urðu fljótt úreltir og erlendu keppinautarnir byggðu fljótt skip, sem urðu þeim fremri. Við þessa skammsýni höfum við búið fram á þennan dag. Nú þeg- ar Farmanna- og fiskimanna- samband íslands hyggst taka að sér forustu um byggingu á full- komnum nýtízku verksmiðju- skuttogara, er vonandi að betur takist. En til þess að svo megi verða er mjög áríðandi að stjórn Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands sleppi aldrei af málinu hendinni og leiði það fram til sigurs. 0-----------------------------0 Hvaii er netflötur? — Framh. af bls. 357 Víkings að vera með mér og fá fram umræður um þennan net- flöt og hvernig það má vera að menn geti haft gáfulegt yfirlit yfir veiðarfæri úr efni, sem þeir hafa rangt stærðarskin á. Lærðir menn hefðu átt fyrir löngu síðan að vera búnir að at- huga það, að net hefur ekki átt reiknanlegan flöt og þar af leið- andi, engin fræði. Eg vona að íslendingar verði samtaka um að fá rétta skýringu á þessum fleti, og umræður verði svo háværar, að þær berist út fyrir landsteina. Því ég er nokkuð viss um það, að erlendir fi'æði- menn hafa ekki ennþá áttað sig á því, að net þarf að eignast reikn- anlegan flöt, til þess að rétt þró- un geti orðið í veiðarfæragerð. Svo til atlögu við flötinn. Hvað er netflötur og hvernig er hann rétt skýrður? Verið svo blessaðir og sælir og komist að réttri niðurstöðu. Sigfús Magnússon. 351

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.