Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Page 24
Ragnar Jóhannesson: Síldurþorp, Firði, og Fjallvegi Litlu þorpin okkar. Margir tala með hálfgerðri lítilsvirðingu um litlusjávarþorp- in okkar. Við slíka menn er ég á öndverðum meiði, enda sjálfur smáþorpari, og hefi kynnzt mörg- um þeirra nokkuð. Þau eiga sína töfra, sinn sérstaka blæ. VestfirSir. Þeir landshlutar, sem fjarlæg- astir hafa þótt frá höfuðstaðnum og óaðgengilegastir vegna sam- göngutregðu, eru Vestfirðir og Austfirðir. En á síðari árum hafa sam- göngur orðið greiðari, bæði á landi og í lofti. Þessum tveimur fjarðaklösum svipar, að mörgu leyti, hvorum til annars, en eru þó að öðrum þætti ólíkir. En á báðum stöðum eru há fjöll og djúpir firðir. Sá, sem siglt hefir um ísafjarðar- djúp og litið tign þess, fjöl- breytta firði og snæfjöll, gleymir því seint. Suðurfirðir eru marg- ir fríðir, og fjallaleiðir í senn fagrar og hrikalegar. Leiðin um strandlengjuna miklu, sem kennd er við Barðaströnd, getur verið þreytandi, ef hún er farin í ein- um áfanga. En njóti góðs útsýnis yfir Breiðafjörð með öllu eyríki sínu, til jökulsins, Snæfellsness- og Dalafjalla, þá verður lúi ferða- manns léttbærari. Og — Barða- strandarleiðin á sér góðar enda- stöðvar: Bjarkalund hið innra og hinn prúða Vatnsfjörð hið ytra. ------------------------_____---------- Brot úr ferðaminningum ^---—----------------------------------- AustfirSir Ferðamannastraumurinn aust- ur á land á sumrin fer hraðvax- andi. Kemur þar líka til, að til skamms tíma hafa verið síldar- sumur á Austurlandi og atvinnu- líf í góðum blóma. Þessu fylgir fjör og spenna, vekur forvitni og löngun til að líta eigin augum þennan þátt atvinnuvega vora, sem er svo mikils verður fyrir hag og afkomu þjóðarbússins. Mér finnst ætíð, þegar ég kem austur á fjörðu sem ég sé kominn í annað land, sem er þó rammís- lenzkt í sniðum í aðra röndina. Þessir lognsælu firðir, með sæ- bröttum fjöllum og hýrum döl- um, eiga sér alveg óviðjafnanlega töfra, sem verka sefandi og lað- andi á gestinn, sem kominn er frá hinum miklu víðernum Suður- og Vesturlands. Að vísu kann slíkum gesti að fara svo, ef hann á að dveljast til lengdar í einum svona firði, að fjaðrakreppan fari að segja til sín og hann fari að sakna hins bláa víðsýnis og jafnvel útsynn- ingsins, sem við bölvum svo mik- ið hér suður á nesjum. Logn og þoka. En sá, sem hefir aldrei verið staddur austur á fjörðum á logn- kyrru kvöldi, hefir enn ekki kynnzt til fullsyndisleikíslenzkra fjarða. Lognið er djúpt og kyrrt, tindótt fjöllin spegla dimmar og fjölbreytilegar útlínur sínar í skyggndum fleti. — Svo læðist kannski þokan inn úr fjarðar- mynninu, borin ósýnilegu afli í allri kyrrðinni, hvít eins og ull blessaðrar Maríu meyjar. Hún fer með fjallseggjum og leggur síðan byggðina undir sig, þegj- andi og hljóðalaust. Síldarþorp. — En undanfarin sumur hefir síldin, sá dularfulli fiskur, hald- ið sig að verulegu leyti út af Austfjörðum, en misjafnlega djúpt. Og þessum litla fallega fiski fylgir líf og fjör. í öllum austfirzku þorpunum er tekið á móti síld, og er svipur þeirrar atvinnu yfirgnæfandi í bæjarbragnum þær vikurnar. 1 þessum þorpum, sem flest eru löng og mjó, sökum landslagsins, er atvinnulífið fyrir allra augum, VÍKINGUR 340

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.