Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 34
Henry Hálfdánarson shrifar: Eignast sjómenn nokkurn tíma skip, eins ng þeir vilja ? Farmanna- og fiskimannasam- band Islands hefur síðan það var stofnað fyrir rúmum 30 árum, verið sífellt að berjast fyrir alls- konar umbótum í sjávarútvegi og sjómönnum til handa. Segja má að þetta hafi verið eins og að berja höfðinu við steininn. Á ófriðarárunum þegar sjómenn hættu lífi sínu og margir fórn- uðu því, til þess að þjóðin mætti lifa, var stundum litið til þeirra með samúð og velþóknun, sérstak- lega eftir að innstæðurnarerlend- is tóku að aukast. En að beinlínis væri farið að ráðum þeirra eða orðið við öllum óskum þeirra um ný og betri skip er ekki hægt að segja. Ávarp, sem ég flutti á Sjó- mannadaginn 6. júní 1943 um „Endurnýjun skipaflotans,“ held ég að hafi rumskað við einhverj- um. Sumt af því sem ég sagði þá, finnst mér nú hafa verið næsta spámannlega mælt: „Allir kraft- ar verða að beinast að því að full- komin skip verði byggð, öll sjóð- söfnun hjá þjóðinni verður fyrst og fremst að miðast við eldi þeirr- ar hænu er verpir hinum gullnu fjöreggjum. Hinar framkvæmd- irnar munu koma á eftir, með stuðningi frá sjávarútvegi, sem stendur traustum fótum. En til þess að framtíðin að þessu leyti sé tryggð, verðum við að koma upp skipasmíðastöð, sem getur smíðað stálskip allt að 1000 smá- lestir að stærð. Það er framtíðar viðfangsefni. Það verður ekkert lag á endurnýjun og viðhaldi flot- ans, fyrr en það er komið í kring. Vér stöndum í þeirri skuld við vora ágætu skipasmiði og iðn- aðarmenn, að þeim verði fengin viðfangsefni við þeirra hæfi, en þeir verða aftur á móti að taka á sig þær skyldur að geta verið samkeppnisfærir hvaðkostnaðinn snertir. Sjávarútvegurinn getur ekki þolað iðnað eða verzlun, sem er sjávarútveginum fjötur um fót. Það eru stórir og sparneytnir togarar, búnir öllum nýtízku tækjum, sem henta oss bezt. Eng- in fiskiskip önnur eru fær að halda sessi þeim er vér skipum meðal f iskveiðiþj óðanna. Smá- skipin hafa sínar takmarkanir, ef byggja ætti eingöngu á þeim myndi að því koma, að mörgum þætti þröngt fyrir dyrum. Það er að berja höfðinu við steininn að sjá ekki að fiskimiðin við strend- ur landsins eru að verða uppurin, og að í framtíðinni verðum við nauðbeygðir til að leita fanga á mikið f j arlægari slóðum, vestur í Grænlands greipum og norður á Svalbarða." Þessum áeggjunum var síðan stöðugt haldið áfram í „VÍK- INGNUM," málgagni FFSÍ, en ritstjórar blaðsins hafa frá fyrstu tíð verið hver öðrum ákafari og áhugasamari um að leiða athygli lesendanna að þessu máli. Því var það árið eftir 1944 þegar séð var fyrir endalok stríðsins að 8. sam- bandsþing FFSl samþykkti sína frægu kröfu um byggingu á 75 nýj um togurum, eftir tillögu, sem Halldór Jónsson, loftskeytamað- ur, þáverandi ritstjóri Víkings- ins bar fram. 8. þing Farmanna- og fiski- mannasambands Islands kaus þá 5 manna nefnd úr sínum hópi til að reyna að komast að samkomu- lagi við forustumenn stjórnmála- flokkanna á Alþingi um fram- gang þessa áhugamáls síns, og þá alveg sérstaklega að 300 milljón- ir af erlendum gjaldeyri lands- manna yrði fastsettur í þessu skyni. Það var svipuð upphæð að verðmæti, eins og 18 þúsund milljónir eru í dag. Beðið var með að slíta 8. þinginu þar til viðunandi svör bærust frá for- mönnum þingflokkanna og ýms- um stofnunum, sem einnig var leitað stuðnings hjá, og viti menn — frá öllum bárust jákvæð svör þó þau væru misjafnlega ákveð- in. Þá var þaS, sem íslenzJdr sjó- menn gáfu tóninn á Alþingi. VÍKINGUR 350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.