Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 13
bakb. innum aftur og togar
Þykkalærið um Valahnúkinn og
leiðir það klárt fyrir sunnan
Baulurif og hífir upp þegar kom-
ið er inn á Kambinn aftur. Þarna
gat orðið vart við ýsu, steinbít,
kola og tindabykkju. Þetta var
oft reynt að degi til þegar lítið
var með hrauni.
Segjum að nú sé komið NA rok.
Við tökum því upp í vængina og
kippum norður í bugt. Það er ná-
lægt 2% tíma keyrsla og stönzum
við Landhelgislínu út af Hafurs-
firði. Þar er smásævi í norðanátt-
inni, þó ótogandi sé á venjulegum
slóðum í bugtinni. Það var byrjað
á að setja út bauju á mið eins og
sést á teikningu í jólablaði Vík-
ings, og togað eins og þar er
skýrt frá. Þarna er eingöngu um
kola að ræða og getur verið ágætt
til að byrja með, jafnvel 40 til
50 körfur í holi, en dregst venju-
lega fljótt upp, því plássið er
mjög takmarkað.
Það helst sami norðanstormur-
inn. Ég kippi lengra norður í
bugtina, stanza 12 sjm. SSA af
Malarrifi, eða SV af Vatnsholti
á 72 metrum, og þar látin út
bauja á miðinu Bjarnarfoss um
Vatnsholt. Þarna var svo togað
út á 100 metra og upp aftur að
baujunni. Þarna varð oft vel ýsu-
vart á haustin, og fyrirtak í
norðanstormum, smásævi og eins
og það væri á milli vinda.
Það er um hádegisbilið komið
bezta veður. Þá er kippt inn í
bugt aftur og byrjað á að setja
ljós á baujurnar þrjár í hraun-
inu. Því er lokið kl. 9 emd.
Það er kastað fyrir norðan
hraun og togað fram hjá Há-
múlabaujunni í ljósaskiptunum
út Múlahraunið og ég haga mér
að öllu leyti eins og tvær fyrstu
næturnar.
Með morgninum ætla ég að
kippa suður að Leirukletti og
hafa þar tvö hol á slóðum, sem
ég hefi ekki togað áður í þessum
túr. Ég kasta SV af Leirukletti
til norðurs fyrir utan hann og fæ
öxlina milli Þúfu og Fláskarðs að
Akrafjalli og toga á henni til
austurs, þar til Riddararnir eru
VÍKINGUR
yfir eitt og toga á þeim inn í
Fláskarðskrika og hífi þar upp.
Þetta gæti orðið bezta hol af
þorski og jafnvel sólkola vart.
Ég kasta aftur undan Riddur-
unum og toga út á sömu öxlina
að Akrafjalli og held á hana, þar
til Þúfuálskletturinn er kominn
yfir turninn á Landakotskirkju,
beygði inn á það mið og togaði
inn fyrir hraunið og hífði þar
upp. Þetta tog gat gefið ef belg-
urinn hélst heill. Þetta var sjald-
an togað, enda botninn ekki alltof
góður, og ég held ómögulegt að
toga þetta mótsett. Það lá þannig
í hrauninu.
Nú er eitt gott tog eftir. Það
er norður á hraunhorni. Ég dró
þar kringum Hvalfellsklettinn,
sem er reyndar sjálft hornið á
hrauninu. Það snargrynnkaði af
28 fðm. upp á 20 fðm. frá NV og
NA, en í rennunni SV af Klettin-
um smá grynnkaði inn eftir af
28 fðm. í 24 fðm. og þarna var
eggslétt ef rétt var farið.
Ég treysti mér ekki til að
draga mynd af þessu miði. Þó má
geta þess þegar rennan var rétt
farin, opnaðist skarð við innri
enda Esjunnar undir Mosskarðs-
hnúkunum. Ég togaði þetta tog
þannig: Ég kastaði austur af
horninu og togaði niður í Hval-
fellskrókinn þétt með hrauni, þar
til viss hluti af Hestfjalli var
kominn undan Hafnarfjalli eftir
sjónhendingu, beygði þá hart í
bakb., þar til höfði á innri Esju-
hálsinn og hélt það inn á Blá-
skeggsdal, beygði þá enn til bakb.
og hélt á innri enda Akrafjalls
norður fyrir hraun, annars er
víst hægur vandi að finna þetta
út með þeim tækjum, sem nú eru
komin í skipin.
Við sláum þá botninn í þennan
túr, sem er sá áhyggjuminnsti
sem ég hefi gert í Faxabugt. Við
tökum upp baujurnar og höldum
heim.
Ég vil taka það fram að það
eru vissir tímar, sem henta á
hverjum stað og fer það að mestu
eftir birtu og föllum, en þó alveg
sérstaklega úti í hrauninu. Það er
skilyrðislaust bezt að fara yfir
hraunkantinn um sólarlagið og fá
dimminguna suður Múlahraun á
kvöldin, og haga sér svo eins og
áður er getið yfir nóttina.
Þessar hraunslóðir verður að
stunda þegar mögulegt er vegna
veðurs. Það eru þær sem gefa
mestan og beztan fiskinn.
Eitt var nauðsynlegt. Það var
að hafa vakandi auga á öllu, sem
benti til hvar fiskur væri undir,
svo sem kríugerjum, svartfugli,
súlukasti, hvítfuglshópum sitj-
andi á sjónum og svo brákar-
blettum, sem stöfuðu af síli, sem
þar var undir. Til þess að villast
ekki á þessum blettum og öðrum
fitublettum, þá fór maður rétt til
hlés af þeim og þefaði úr þeim,
og ef það voru þeir réttu, þá
gaus frá þeim sílislyktin, sem all-
ir kannast við, sem sjó hafa
stundað.
Það má vera að þetta með fugl
og fleira sé óþarfi síðan þessi
nýju leitartæki komu í skipin, en
samt sem áður mundi ég gefa því
gætur.
Nikulás Kr. Jónsson.
Ritstjóri dagblaðs úti á landi brá
sér til Kaupmannahafnar, náði í
leigubíl og bað hann að aka sér til
þinghússins.
Á leiðinni sneri bílstjórinn sér að
farþeganum og sagði: „Svo þér er-
uð einn af þessum herjans Ríkis-
þingmönnum. Getið þér ekki fengið
benzín og tóbak lækkað um helm-
ing?“
„Jú, en ég er ekki Ríkisþingmað-
ur,“ sagði veslings ritstjórinn.
„Jú takk, við þekkjum þetta,“
hnussaði í bílstjóranum. „Það er
bara enginn sem vill kannast við að
vera það.“
*
Fólk notar meira af tíma og orku
við að reyna að sleppa við erfiðleik-
ana, en við að sigrast á þeim.
*
Það, sem er rétt, breytist á sama
hátt og veðurfarið.
329