Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 29
Bíll nam staðar við aðalbraut.
Lögregluþjónn staddur þar, þótti
ökumaðurinn grunsamur, gekk til
hans og lét hann blása í belg.
Belgurinn sýndi grænan lit.
„Þetta getur ekki verið rétt,“
sagði maðurinn. „Reynið konuna
mína.“
Lögregluþjónninn lét konuna
blása í annan belg og einnig hann
sýndi grænan lit.
„Hér hlýtur að vera um misskiln-
ing að ræða,“ sagði maðurinn.
„Reynið við son okkar, hann er
átta ára.“
Drengurinn blés í belginn og enn-
þá sýndi hann grænt.
Lögregluþjónninn varð undrandi.
„Það er eitthvað athugavert við
belginn. Afsakið ónæðið. Þið megið
halda áfram.“
Eftir að maðurinn hafði ekið
stundarkorn, sagði sonurinn: „Var
það ekki gott pabbi, að ég drakk
slattana úr glösunum!“
*
Feitlagin frú keypti sér eitt sinn
síðbuxur. Þegar heim kom, mátaði
hún strax buxurnar og fann þá í
einum vasanum miða, sem á stóð:
„Þetta er stærð 52. Ef buxurnar
passa yður, ættuð þér ekki að ganga
í síðbuxum!“
*
Þolinmæði er lykillinn að ánægj-
unni, iðrun að fyrirgefningu og hóg-
værð að friði.
*
Láttu ekki á þig fá, þótt dagur-
inn sé hryssingslegur að morgni. Þú
getur afkastað miklu til kvölds, —
þá er dagurinn þinn.
*
Það er ósköp auðvelt að taka börn
fangbrögðum. Erfiðleikarnir byrja
þegar þú ætlar að losna úr þeim.
VÍKINGUR
345