Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 10
Togað í 10 mínútur og þá híft upp og fengum við 5 poka af ríga- þorski eftir klukkustundar tog og var það afbragð. Þetta tog var á Múlahrauni. Það er kippt austur fyrir Klofabaujuna afturogkast- að til vesturs með baujuna á stb. og farið fyrir hana eins og í fyrra skiptið og hún látin vera í V-ið og haldið vestur í Renn- una í gegnum svökölluð þrengsli. Það reynir nú á að baujan, sem togað er undan hafi verið rétt sett niður, og að það gangi klárt undan henni í V-ið eins og áður er getið. Það er 40 mínútna tog frá Klofanum og vestur í Mið- rennuna þangað til maður fer að snúa sæmilegan snúning. Maður togaði V t N vestur úr þrengsl- unum og takmarkast slóðin sem maður hefur til að snúa á frá Rennuhálsinum rétt opnum og þar til Hakið á Rennuhálsinum á stutt eftir að Akrafjalli, má alls ekki snerta. Ég kem að snúningn- um aftur, maður snýr af V til N til stb. alla leið upp á A t S eftir ágizkun hart þegar ekki sést til miða, þegar snúningnum er lokið er híft upp, og gefur þetta tog oft 3 eða 4 poka eða meira. Það liggur við að maður eigi það skil- íð að fá þessa poka, því að fimm- tán mínútur af vesturtoginu er hálfgert taugastríð. Það er í áður- nefndum þrengslum, sem tak- markast á lengdina í björtu frá því vestur-öxlin á Sandfellinu snertir Hólmsberg og þar til það er allt upp á bergi, en í myrkri þegar baujan, sem var látin út vestast í Hvalfellsrennunni er í NNV, þá er komið vestur úr þrengslunum. Þetta er erfiðasta togið í Rennunum í myrkri og þó alveg sérstaklega ef eitthvað er að veðri, og alls ekki hægt ef ekki sést fyrir Akrafjalli til að miða baujuna við V-ið fyrrnefnda. Við verðum að haska okkur til að ná 3ja og síðasta holinu í Rennunum áður en sólin fer að lýsa af degi. Það er því kastað til NNV og við höfum baujuna vest- ast í Hvalfellsrennunni á stb. og togað velklárt af henni og beyg- ir til stb. togfrítt upp á ASA eða á innri hálsinn á Akrafjalli. — Þetta er haldið þar til Klofa- baujan er að bera í Helgafell, eða SSA, þá er beygt til stb. á hana og haldið að henni. Þá er beygt til vesturs og togað undan henni í margumtalað V-i í 15 mínútur, þá beygt nokkuð hart til stb. upp á ASA og híft þar upp. Það gæti mjög vel verið 3 eða 4 pokar, kannski meira, kannski minna. Þessu síðasta togi var kastað í miðrennu norður í Hvalfellsrennu og eftir henni á Akraf jall, breidd- in á þeirri rennu er sem næst fyrir utan krika til norðurs. — Norðurendi Hvalfells fast að Akrafjalli og þar til það er hálft undir, úr þessari rennu var tog- að inn nyrstu rennu eða Klofann yfir Helgafell og híft upp í rennu- opinu eins og það er kallað milli Klofa og Þrengsla á þeim snún- ing má Hakið ekki fara undir Akrafjall. Það er ekki ólíklegt að einhver hugsi á þá leið, ,,hann þykist vera að mokfiska, en kastar þó aldrei á sama aftur“, en þið megið trúa því, af dýrri og endurtekinni reynslu, ef aflinn er vænn þorsk- ur og kastað er á sama aftur, jafnvel þó fengist hafi 10 poka hol, þá tilheyrir það örfáum undantekningum að það fáist meira en 10 fiskar í næsta holi, og það alveg sérstaklega á Múla- hrauni og Rennum. Ég hefi þá lokið fyrstu nótt- inni á beztu fiskislóðum af mörgum góðum víðsvegar um bugtina. Múlahraunið hefur nú fengið hvíld síðan í gærkvöldi í ljósaskiptunum. Ég ætla því að kasta aftur hér út í Rennuopi og toga út hraunið í aftureldinguna og kasta því á Klofabaujuna og toga að henni og fer fyrir innan hana út Múlahraunið og hefi Há- múlabaujuna á bakborða, beygi síðan á milli hnúka til bakborða fyrir Hámúlaklettinn, þar til Hakið á Rennuhálsinum kemur að Akrafjalli. Sveigi þá til bak- borða og fæ hnúkinn yfir Helga- fell og toga hann þannig, þar til komið er vel blint Eyrarfjallið, beygi þá til bakborða á VNV og fæ hnúkinn vel suðurhallandi og dreg þannig vestur á Þyril. Beygi þar til stjórnborða upp á austur utan í grynnishól, sem er þar hnúkinn yfir. — Þetta er nú að verða tveggja hola lengd og hífi því upp. Þetta hefur allt verið togað fiskilega á mjög góðrifiski- slóð og verið hvílt frá kvöldinu áður, og fengum við nú 3 poka. Þetta er búinn að vera góður sólarhringur hvað veiði og veður snertir, austan golukaldi og ekki allt of bjart. Annars er dumb- ungsveður samfara úrtöku straums, ákjósanlegustu hentug- leikar fyrir fisk í bugtinni. Þeir sögðu gömlu mennirnir að það þyrfti vissa hentugleika á fiskinn til þess að hann gæfi sig til, svo sem fallaskipti, úrtöku straum og margt fleira og það hefur allt staðist og það einnig í troll- og snörrivoð. Við köstum svo aftur til NNV og togum með Hornbaujuna, þá sem við byrjuðum að toga við í gær, og togum niður í Hvalfells- krók og áfram niður Grunn- kanta og endurtökum togin, sem við drógum í gær, en fiskiríið varð heldur lélegra en daginn áð- ur. Við tökurn því baujuna á horn- inu áður en við togum inneftir um eftirmiðdaginn, því nú skal reyna suður bugtina í fyrramálið þegar hrauninu lýkur. Við tog- um út Múlahraun í ljósaskiptun- um og högum okkur að öllu leyti eins og nóttina áður, við höfðum þrjú hol og fiskuðum vel. Ég sleppi nú morgunholinu út úr hrauninu. Ég ætlaði suður í Garðsjó, en það sést hálf illa til miða til að láta bauju út á línuna, og kippi ég því suður í Miðnes- sjó og læt ég þar út bauju, Garð- skagavitann í innri Esjuhálsinn, og Keilir um Flánkastaði, sem er nyrst í Sandgerði. Þarna eru 37 fðm. dýpi, frá þessari bauju dró ég SV til S í klukkutíma og til baka aftur, og hífði þar upp, þarna varð oft vel vart við stór- ýsu, kola og eina og eina stóra lúðu, helzt var það að deginum til mánuðina ágúst-sept. og okt. 326 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.