Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 12
var eitthvert fengsælasta miðið
þegíii' beitt var innvolsi úr hrogn-
kelsum, og var það kallað rægsna-
fiskirí. Það var víst eitthvert
brellnasta fiskirí, sem stundað
var á árabátunum, en er nú fallið
úr sögunni, og væri freistandi að
segja meira frá því, en við erum
í miðjum túr á togara.
Inn af þessu Böðvarsmiði er
annar blettur, sem kallaður er
Valdamið og er það í blá brún.
Það var einnig mjög fiskisælt, en
á því var dýpra vatn og góður
botn, en nálægt línu.
Nú ætla ég að kasta vestur
dýpra skarðið og toga þar til
austasti sviðshnúkurinn er yfir
Helgafelli, þá beygi ég til stjórnb.
og toga undan Helgafelli, þar til
Hamarinn meiri er fastur, beygi
ég áfram til stjórnb. og toga vel
blindan Hamarinn. Þarna er ég
kominn á mið, sem gömlu menn-
imir kölluðu Marfló. Þeir mið-
uðu Lyklafell um Valhúsiðáþess-
ari slóð og fiskuðu oft mjög vel
stútung á lóð beitta krækling.Við
togum áfram til austurs á Ham-
arshnúðinni, þar til miðahnúk-
arnir eru um Valhúsið, er þá
beygt til stjórnb. og togað inn,
þar til Hamarinn meiri er ljós,
beygi þá til bakb. og held fyrir
Sandhalahornið. Þegar Vífilfell
er um Bakka á Seltjarnarnesi eða
Landakotsturninn í skarðið, er
haldið undan því og leiðir það
með hrauni að Melakrika, sem
byrjar innanfrá. Þegar þúfan
hverfur undir Akrafjall, þá er
beygt á VNV og það haldið þar
til Landakotsturninn er kominn í
miðja norðuröxlina á Sandhala-
hnúknum, þá er beygt í stjórnb.
og haldið undan því, þar til Akra-
nesviti snertir norðurtána á
Akrafjalli, er þá beygt nokkuð
hart 1 stjórnb. og togað vitann
vel inni í tánni.
Þetta var kallað að vera Mel-
ana saman, það var þegar ræt-
urnar á Akrafjalli og Rennuhálsi
snertu hvað annað. Ég var að
toga út úr Melakrikanum að
norðan, þegar kirkjan er komin í
skarðið, hífi ég upp og á nú skil-
ið að verða vel var, því þetta hef-
ur verið togað á ágætis fiskislóð-
um, enda var þetta sæmilegt hol.
Ég er nú búinn að toga flest
tog með hrauninu, vestan af Könt-
um (Súlum) og inn Múla, út
Múlahraun og Rennur, úr Garð-
sjó og Fláskarðskrika, síðan með
hrauni norður í Melakrika og út
í hann og hífi nú upp um melana,
og dagur liðinn að kvöldi. Það er
að byrja að strekkja á SA og
dimma í lofti. Ég ætla samt að
toga Múlahraunstogið, því oftast
gaf það vel. Ég kasta því undan
kirkjunni í skarðið og heldþannig
þétt með hrauni að baujunni, sem
ég lét fyrst út, beygi með henni
að innanverðu og held út Múla-
hraun vestur fyrir baujuna á
Klofanum í 10 mínútur og hífi
upp og fæ gott hol. Ég verð nú
að láta Rennurnar eiga sig, því
nú er komin SA bræla og dimm-
viðri, fjöllin horfin og ekkert til
að miða Klofabaujuna í og því
mjög áhættusamt að eiga við
Rennurnar. Ég læt því lyfta upp
í vængina og kippi austur og inn
í Kamsleir. Hefði ég átt bauju á
Bollasviði, hefði ég kippt þangað,
en þar eru engin ljós og ekkert
til að fara eftir.
Það var öðru máli að gegna ef
maður sá grilla í Reykjavíkur-
ljósin og Gróttuvitann, var það
eins og að sjá innmiðin, sama var
ef maður grillti í norðurfjöllin og
Akranesvitann, þá vissi maður
hvað innarlega maður var. Jæja,
við sáum nú fyrir öllu þessu og
stoppuðum, Akranesvitann í norð-
urána á Akrafjalli og Gróttuvit-
ann í vissu skarði á Reykjavíkur-
ljósunum og köstuðum og toguð-
um innum. Við héldum sem næst
Vífilfell um Landakot eftir ljós-
unum. Þetta var togað, þar til
Akranesvitinn var kominn lang-
leiðina út í enda á Hafnarfjalli,
og þá haldið undan því, þar til
Vífilfell var komið um Bakka
Þetta sá maður með því að hafa
Gróttuvitann í vissu skarði. Þeg-
ar þarna var komið var beygt til
stjórnb. og haldið VSV í tvo
klukkutíma. Var þá komið suður
á Bollasvið, og með þessu haldi
var maður nálægt grynnra skarð-
inu. Og þar var híft upp.
Það er kominn stormur og
rigning á SA, en nú veit ég hér-
umbil hvar ég er og læt því út
ljósbauju, sem verður kringum
dýpra skarðið og Keilir um
Kálfatjörn. Frá baujunni var
klárt 30 mínútur í vestur. Fór þá
að styttast í línu til baka aftur
með baujuna á stjórnborða í 30
mínútur austur fyrir hana, snúa
þá rólega til stjórnb. og til baka
að baujunni og hífa þar upp, og
svo sama aftur og aftur. Það
fékkst alltaf eitthvað, því allt var
betra en láta reka þegar veður
var af þessari átt. Þetta var uppá-
balds baujustæði Englendinga.
Þarna gátu þeir snúist endalaust
án þess að rífa möskva, og fékkst
þarna fiskur annað slagið.
Ef maður kastaði við þessa
bauju og sá eitthvað til miða, var
gott að kasta og toga inn á Ham-
arinn minni og toga undan hon-
um, þar til Keilir nálgaðist Kálfa-
tjarnarkirkju, beygði þá til stb.
og hélt NV til N eða undan
Helgafelli. Þarna var maður klár
af línu og gat dregið út í Þórðar-
fellsleir, annars var gott að draga
í 30 mínútur með línu og svo til
baka að baujunni og hífa þar
upp. Þarna gat stundum orðið vel
vart, þótt lítið væri með hraun-
inu.
Við tökum nú upp baujuna, því
nú þurfum við að fá hann á norð-
austan, okkur vantar ýsu og kola.
Við segjum að það sé kominn NA
skætingur og kippum því norður
í Kambsleir aftur og stoppum á
miðjum Kambi og Vífilfell um
Þjóðleikhúsið og köstum norður
með Baulurifi og höldum Vífil-
felli norðurhallandi af Þjóðleik-
húsinu, þar til Baula er komin
fram undan Hafnarfjalli, beygi
þá á NNA og held það, þar til
litla lærið á Klofanum er yfir
Valahnúkinn ekki norðar, held
svo undan því. Þarna fer að
grynnka upp úr forinni og þarna
undir. Það er ekki ráðlegt að fara
ofar en þetta. Maður togar und-
an Valaímúknum, þar til komið
er Norður-Eyrarfjall, snýr þá til
VÍKINGUR
328