Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 36
Smíðum Farmanna- og fiskimannasamband íslands gengst fyrir stofnun á félagi til að smíða og reka fullkominn verksmiðjutogara VERKSMIÐJUTOGARA! Fyrir máixuði síðan kaus stjórn F. F. S. í. nefnd til at athuga möguleika á að byggja og gera út stórt nýtízku verksmiðjuskip af skuttog- ara gerð. Nefndinni var gert að skyldu að hraða athugun- um sínum og skila áliti fyrir 15. þ. m., og þetta hefur nefndinni nú tekist að gera. 1 nefndinni, sem starfar áfram, eiga eftirtaldir menn sæti: Henry Halfdansson, skrifstofustjóri, Sigurður Guðjónsson skipstjóri, Guðmundur Pétursson jrfir- vélstjóri, allir í stjórn F. F. S. 1., og ennfremur Ingólfur Stefánsson skipstjóri, sem er fram- kvæmdastjóri sambandsins. Þess má geta í þessu sambandi, að Henry Hálf- dansson, sem er formaður nefndarinnar, var einn- ig formaður þeirrar nefndar, sem þing F. F. S. I. kaus á sínum tíma fyrir 23 árum til að semja við forráðamenn þingflokkanna um að verja að minnsta kosti 300 milljónum af erlendri innstæðu stríðsáranna til smíði á nýjum togurum — Ný- sköpunarinnar svokölluðu, sem bjargaði því að ekki fór öll sú innstæða til ónýtis, heldur skóp mikinn framgang um nokkurra ára bil. Það er skoðun stjórnar F. F. S. í., og flestra sjómanna, að útgerð nýtízku verksmiðju fiski- skipa á fjarlæg mið sé nú það bezta ráð til að afla þjóðinni þess gjaldeyris, sem hana nú sár- lega vantar. Með þetta í huga samþykkti hún ein- róma eftirfarandi álit nefndarinnar og heitir á allan almenning að fylkja sér um þessar fram- kvæmdir. Bygging fullkomins verksmiðju-skuttogara Undirritaðir fulltrúar, sem kjörnir voru af sam- tökum sjómanna Farmanna- og fiskimannasam- bandi Islands til að athuga möguleika á að láta byggja og gera út til fiskveiða á fjarlægum mið- um fullkominn nýtízku verksmiðju-skuttogara, 352 hefur að vel athuguðu máli komist að eftirfarandi niðurstöðu: 1. Að rekstur á ca 2.500 smálesta (brúttó) verk- smiðju skuttogara, búnum hagkvæmum nýtízku vinnsluvélum, sé sýnilega hagkvæmur og fjárhags- lega öruggur miðað við núgildandi verðlag og afla, sem telja verður ’algjört lágmark á slíkt skip, reilmað með 300 úthaldsdögum. Er þá reiknað með öllum þekktum og venjulegum útgjaldaliðum, þar með afborgunum af stofnkostnaði ásamt vöxt- um og eðlilegum fyrningum. Einnig er reiknað með nægilegu orlofi og flugfari fyrir áhöfnina fram og aftur til hinna fjarlægustu veiðisvæða í öðrum heimsálfum, þegar svo ber undir. 2. Að slík útgerð sé þjóðfélagslegt hagsmuna- mál, þar sem erlendur kostnaður, vegna kaupverðs á skipi, eldsneytiseyðslu og veiðarfæra, sé hverf- andi miðað við gj aldeyrisöflun skipsns, eða mest fyrsta árið 20—25%. Því sé það höfuðnauðsyn að hefja framkvæmdir sem allra fyrst og teljum við að bezta og fljótvirkasta ráðið í því sambandi, að sjómannasamtökin í landinu beiti sér sjálf fyrir málinu með almennri hlutafjársöfnun í þessu skyni, og þá reiknað með að hlutaðeigandi fái að njóta sömu kjara um ríkisábyrgð á allt að 90% byggingakostnaðar, sem aðrir útgerðarmenn hafa notið. 3. Að þegar verði leitað tilboða um smíði á skipi, þar sem vel verði séð fyrir hinum fullkomnasta út- búnaði og tækjum eins og hann hefur beztur reynzt í íslenzkum og erlendum skipum og verksmiðjum. Samkvæmt fyrirfram gerðri skrá og lýsingu. Greinargerð. Það, er nú orðið lýðum ljóst, að við Islendingar, þjóðin, sem fyrir skömmu var hin 11. í röðinni af fiskiveiðiþjóðum og lagði fram 2,5% af heims- aflanum og skóp landsmönnum þeim kjör að vera VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.